Pisa og Reykjavík Skúli Helgason skrifar 8. mars 2018 07:00 Mikil umræða hefur verið um skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumarkaðs- og menntamál á Norðurlöndum þar sem m.a. er borinn saman árangur í PISA-könnunum. Þar kemur fram að staða íslenskra nemenda sé lakari en jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum. Sumir hafa beint sjónum að Reykjavík í þessu sambandi án þess að vitna í réttar upplýsingar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á stöðuna í Reykjavík. Þá kemur í ljós að í síðustu PISA-könnun sem reyndar er þriggja ára gömul kom fram að reykvískir nemendur standa betur en nemendur víðast hvar á landinu og eru ýmist í 1. eða 2. sæti í samanburði nemenda milli landshluta. Staða reykvískra nemenda er í öllum tilvikum yfir meðaltali nemenda á Íslandi. Í náttúruvísindum koma nemendur í Reykjavík best út á landinu öllu en árangurinn er þó nokkuð undir meðaltali nemenda í OECD-ríkjunum. Árangur nemenda á landsbyggðinni er að meðaltali 13 stigum undir árangri nemenda í Reykjavík. Íslenskir nemendur standa verst að vígi í náttúruvísindum í norrænum samanburði og þar er brýnast að gripið verði til aðgerða af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Mikill skortur er á faggreinakennurum í náttúruvísindum, alltof fáir velja þær greinar í kennaranáminu og þarf verulegt átak til að snúa þeirri þróun við. Stærðfræði og lesskilningur Árangur reykvískra nemenda í stærðfræði er ágætur, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna, yfir meðaltali nemenda í Svíþjóð og sjónarmun undir meðaltali nemenda í Noregi. Nemendur í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu komu best út í stærðfræði. Það er hins vegar áhyggjuefni að árangur nemenda í öðrum landshlutum er að meðaltali rúmlega 20 stigum lægri sem undirstrikar verulegan mun á árangri nemenda eftir búsetu á landsbyggðinni í óhag. Mikilvægt er að menntamálayfirvöld bregðist sérstaklega við þeirri stöðu. Árangur reykvískra nemenda er næstbestur á landinu þegar kemur að lesskilningi og að meðaltali er árangurinn í Reykjavík 17 stigum hærri en í landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykvískir nemendur eru rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna og ekki hafa orðið marktækar breytingar á árangri þeirra frá 2012 en hins vegar er marktæk niðursveifla í nágrannasveitarfélögunum: Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ.Samræmd próf Eðlilegt er að taka niðurstöður PISA alvarlega og það gerum við í Reykjavík en við viljum horfa til fleiri mælikvarða jafnframt. Þar má helst nefna samræmdu prófin sem sýna í megindráttum sömu niðurstöður og PISA, þ.e. sterka stöðu nemenda úr Reykjavík og af höfuðborgarsvæðinu borið saman við stöðu nemenda á landsbyggðinni. Þetta á bæði við um samræmd próf í íslensku og stærðfræði hvort sem litið er á niðurstöður úr 7. eða 10. bekk á árinu 2017. Reykvískir nemendur raða sér í 1. eða 2. sæti í samanburði milli níu landshluta í öllum þessum prófum.Gripið til aðgerða Læsi og málefni barna með annað móðurmál en íslensku hafa verið í sérstökum forgangi á þessu kjörtímabili og frá því síðasta PISA-könnun var gerð í mars 2015 hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða í læsismálum, þ.m.t. er stóraukin kennsluráðgjöf við leikskóla og grunnskóla á vegum Miðju máls og læsis, tvöfölduð framlög til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna á síðasta ári og rúmlega tvöfölduð framlög til fjölmenningarlegs leikskólastarfs á þesssu ári. Þá er nú tryggt að stuðningur sé mestur við þau börn sem koma lægst út á málkönnunarprófi og að leikskólar með hæst hlutfall barna af erlendum uppruna fái hæstu framlögin af fjárveitingum til fjölmenningar. Fjölmenningarstefnan Heimurinn er hér sem samþykkt var 2014 er leiðarljós vinnunnar en hún hefur hlotið lof innlendra og erlendra sérfræðinga sem framsækin og heildstæð stefna sem mæti vel þörfum barnanna.Höfundur er formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumarkaðs- og menntamál á Norðurlöndum þar sem m.a. er borinn saman árangur í PISA-könnunum. Þar kemur fram að staða íslenskra nemenda sé lakari en jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum. Sumir hafa beint sjónum að Reykjavík í þessu sambandi án þess að vitna í réttar upplýsingar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á stöðuna í Reykjavík. Þá kemur í ljós að í síðustu PISA-könnun sem reyndar er þriggja ára gömul kom fram að reykvískir nemendur standa betur en nemendur víðast hvar á landinu og eru ýmist í 1. eða 2. sæti í samanburði nemenda milli landshluta. Staða reykvískra nemenda er í öllum tilvikum yfir meðaltali nemenda á Íslandi. Í náttúruvísindum koma nemendur í Reykjavík best út á landinu öllu en árangurinn er þó nokkuð undir meðaltali nemenda í OECD-ríkjunum. Árangur nemenda á landsbyggðinni er að meðaltali 13 stigum undir árangri nemenda í Reykjavík. Íslenskir nemendur standa verst að vígi í náttúruvísindum í norrænum samanburði og þar er brýnast að gripið verði til aðgerða af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Mikill skortur er á faggreinakennurum í náttúruvísindum, alltof fáir velja þær greinar í kennaranáminu og þarf verulegt átak til að snúa þeirri þróun við. Stærðfræði og lesskilningur Árangur reykvískra nemenda í stærðfræði er ágætur, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna, yfir meðaltali nemenda í Svíþjóð og sjónarmun undir meðaltali nemenda í Noregi. Nemendur í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu komu best út í stærðfræði. Það er hins vegar áhyggjuefni að árangur nemenda í öðrum landshlutum er að meðaltali rúmlega 20 stigum lægri sem undirstrikar verulegan mun á árangri nemenda eftir búsetu á landsbyggðinni í óhag. Mikilvægt er að menntamálayfirvöld bregðist sérstaklega við þeirri stöðu. Árangur reykvískra nemenda er næstbestur á landinu þegar kemur að lesskilningi og að meðaltali er árangurinn í Reykjavík 17 stigum hærri en í landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykvískir nemendur eru rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna og ekki hafa orðið marktækar breytingar á árangri þeirra frá 2012 en hins vegar er marktæk niðursveifla í nágrannasveitarfélögunum: Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ.Samræmd próf Eðlilegt er að taka niðurstöður PISA alvarlega og það gerum við í Reykjavík en við viljum horfa til fleiri mælikvarða jafnframt. Þar má helst nefna samræmdu prófin sem sýna í megindráttum sömu niðurstöður og PISA, þ.e. sterka stöðu nemenda úr Reykjavík og af höfuðborgarsvæðinu borið saman við stöðu nemenda á landsbyggðinni. Þetta á bæði við um samræmd próf í íslensku og stærðfræði hvort sem litið er á niðurstöður úr 7. eða 10. bekk á árinu 2017. Reykvískir nemendur raða sér í 1. eða 2. sæti í samanburði milli níu landshluta í öllum þessum prófum.Gripið til aðgerða Læsi og málefni barna með annað móðurmál en íslensku hafa verið í sérstökum forgangi á þessu kjörtímabili og frá því síðasta PISA-könnun var gerð í mars 2015 hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða í læsismálum, þ.m.t. er stóraukin kennsluráðgjöf við leikskóla og grunnskóla á vegum Miðju máls og læsis, tvöfölduð framlög til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna á síðasta ári og rúmlega tvöfölduð framlög til fjölmenningarlegs leikskólastarfs á þesssu ári. Þá er nú tryggt að stuðningur sé mestur við þau börn sem koma lægst út á málkönnunarprófi og að leikskólar með hæst hlutfall barna af erlendum uppruna fái hæstu framlögin af fjárveitingum til fjölmenningar. Fjölmenningarstefnan Heimurinn er hér sem samþykkt var 2014 er leiðarljós vinnunnar en hún hefur hlotið lof innlendra og erlendra sérfræðinga sem framsækin og heildstæð stefna sem mæti vel þörfum barnanna.Höfundur er formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun