Við getum betur Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Til að reka öflugt heilbrigðiskerfi þarf ekki bara að auka fjármagnið sem í það fer. Forgangsverkefni er að mynda heildstæða stefnu í heilbrigðismálum sem nýleg skýrsla ríkisendurskoðanda kallar á. Til þessa verks þarf að kalla að fólk frá mörgum stofnunum og ekki bara stjórnendur heldur einnig fólkið sem vinnur á gólfinu og hefur sýn á málið þaðan. Læknar þurfa að þora að taka umræðuna um skiptingu fjármagns í hin ýmsu verkefni kerfisins og þá gagnrýni að í sumum tilvikum sé um oflækningar að ræða þegar skoðaðar eru tölur um vissar aðgerðir í samanburði við nágrannalönd okkar. Álag á starfsfólk heilbrigðisstofnana hefur verið vaxandi allt frá hruni og sér ekki fyrir endann á. Allir vita að plássleysið á Landspítala hamlar vissulega því góða starfi sem þar fer fram. Til að nefna sláandi dæmi var 56% af hjartaaðgerðum á Landspítala frestað árið 2017. Alls var 36% aðgerða frestað vegna plássleysis á gjörgæsludeild spítalans og 20% vegna annarra ástæðna eins og mönnunar hjúkrunarfræðinga. Það sjá allir að það hlýtur að vera erfitt að vera búinn að undirbúa sig undir hjartaaðgerð og fá svo þær fréttir samdægurs að ekkert verði af aðgerðinni. Ekki bara fyrir sjúklinginn heldur einnig fyrir aðstandendur sem hafa gert ráðstafanir varðandi frí úr vinnu og ég tala nú ekki um fólk utan af landi sem hefur útvegað sér húsnæði hér í höfuðborginni. Það er líka óþægilegt fyrir starfsfólk spítalans sem hefur undirbúið að gera aðgerðina þennan dag. Það er skiljanlegt að einhverjum aðgerðum þurfi að fresta vegna álags eða ófyrirsjáanlegra atvika og er það vel þekkt erlendis en að yfir helmingi aðgerða á ársgrundvelli sé frestað getur ekki talist í lagi. Hvað er til ráða? Það er sorglegt að horfa á marga hjúkrunarfræðinga með allt að sex ára háskólanám að baki eins og skurðhjúkrunarfræðinga og svæfingahjúkrunarfræðinga kjósa annan starfsvettvang eins og til dæmis flugfreyjustarfið. Þetta er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að átta sig á og koma að borði í launasamningum við kvennastéttir sem starfa í heilbrigðisgeiranum. Til að gera starfið á þessum stofnunum aðlaðandi þarf að bæta launakjör þessara stétta, vinnuaðstöðu og vaktaálag. Landspítalinn hefur brugðist við með svokölluðu Heklu-verkefni en meira þarf að koma til. Starfsmannastefna Landspítalans sem er sú að ráða einungis lækna í 100% starfshlutfall við sjúkrahúsið er ekki til þess fallin að laða lækna heim úr sérnámi. Við erum fámennt land og því er nauðsynlegt fyrir suma sérgreinalækna að halda sér við faglega með því t.d. að starfa hluta úr ári erlendis. Við höfum misst marga góða kollega úr okkar röðum á Landspítalanum vegna þessarar stefnu og það bitnar beint á sjúklingum okkar sem ættu að fá bestu mögulegu þjónustu sem í boði er á hverjum tíma. Varðandi húsnæðismálin, þá er ekki nóg að byggja við gamlar byggingar á Hringbraut eða reisa ný hjúkrunarheimili til að leysa fráflæðisvanda spítalans. Það þarf að manna þessar byggingar og við viljum fólk í þessi störf sem líður vel í vinnunni og hlakkar til komandi verkefna. Vissulega þarf að koma þeim öldruðum sem hafa hlotið þjónustu á sjúkrahúsinu áfram á hjúkrunarheimili og þannig skapa rými fyrir sjúklinga sem þurfa innlögn og eiga ekki að liggja á göngum eða bíða tímunum saman á bráðamóttöku eftir þjónustu. Álag á starfsfólk bráðamóttökunnar hefur lengi verið óeðlilega mikið en það er nefnilega þannig að þangað geta allir leitað, þar eru aldrei allir tímar uppbókaðir og engum er vísað frá. Nú hafa tvær öflugar konur tekið við í forystusveit íslenska heilbrigðiskerfisins, þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller, nýskipaður landlæknir. Ég trúi því að þær taki samtalið við fólkið á gólfinu til að byggja upp öflugra kerfi þar sem sjúklingurinn er settur í öndvegi. Fyrir síðustu alþingiskosningar var það rauður þráður í stefnu allra flokka að hlúa að innviðum og styrkja heilbrigðiskerfi okkar enn frekar. Það eru því bjartir tímar fram undan nú þegar fer að birta og vorið er á næsta leiti. Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Til að reka öflugt heilbrigðiskerfi þarf ekki bara að auka fjármagnið sem í það fer. Forgangsverkefni er að mynda heildstæða stefnu í heilbrigðismálum sem nýleg skýrsla ríkisendurskoðanda kallar á. Til þessa verks þarf að kalla að fólk frá mörgum stofnunum og ekki bara stjórnendur heldur einnig fólkið sem vinnur á gólfinu og hefur sýn á málið þaðan. Læknar þurfa að þora að taka umræðuna um skiptingu fjármagns í hin ýmsu verkefni kerfisins og þá gagnrýni að í sumum tilvikum sé um oflækningar að ræða þegar skoðaðar eru tölur um vissar aðgerðir í samanburði við nágrannalönd okkar. Álag á starfsfólk heilbrigðisstofnana hefur verið vaxandi allt frá hruni og sér ekki fyrir endann á. Allir vita að plássleysið á Landspítala hamlar vissulega því góða starfi sem þar fer fram. Til að nefna sláandi dæmi var 56% af hjartaaðgerðum á Landspítala frestað árið 2017. Alls var 36% aðgerða frestað vegna plássleysis á gjörgæsludeild spítalans og 20% vegna annarra ástæðna eins og mönnunar hjúkrunarfræðinga. Það sjá allir að það hlýtur að vera erfitt að vera búinn að undirbúa sig undir hjartaaðgerð og fá svo þær fréttir samdægurs að ekkert verði af aðgerðinni. Ekki bara fyrir sjúklinginn heldur einnig fyrir aðstandendur sem hafa gert ráðstafanir varðandi frí úr vinnu og ég tala nú ekki um fólk utan af landi sem hefur útvegað sér húsnæði hér í höfuðborginni. Það er líka óþægilegt fyrir starfsfólk spítalans sem hefur undirbúið að gera aðgerðina þennan dag. Það er skiljanlegt að einhverjum aðgerðum þurfi að fresta vegna álags eða ófyrirsjáanlegra atvika og er það vel þekkt erlendis en að yfir helmingi aðgerða á ársgrundvelli sé frestað getur ekki talist í lagi. Hvað er til ráða? Það er sorglegt að horfa á marga hjúkrunarfræðinga með allt að sex ára háskólanám að baki eins og skurðhjúkrunarfræðinga og svæfingahjúkrunarfræðinga kjósa annan starfsvettvang eins og til dæmis flugfreyjustarfið. Þetta er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að átta sig á og koma að borði í launasamningum við kvennastéttir sem starfa í heilbrigðisgeiranum. Til að gera starfið á þessum stofnunum aðlaðandi þarf að bæta launakjör þessara stétta, vinnuaðstöðu og vaktaálag. Landspítalinn hefur brugðist við með svokölluðu Heklu-verkefni en meira þarf að koma til. Starfsmannastefna Landspítalans sem er sú að ráða einungis lækna í 100% starfshlutfall við sjúkrahúsið er ekki til þess fallin að laða lækna heim úr sérnámi. Við erum fámennt land og því er nauðsynlegt fyrir suma sérgreinalækna að halda sér við faglega með því t.d. að starfa hluta úr ári erlendis. Við höfum misst marga góða kollega úr okkar röðum á Landspítalanum vegna þessarar stefnu og það bitnar beint á sjúklingum okkar sem ættu að fá bestu mögulegu þjónustu sem í boði er á hverjum tíma. Varðandi húsnæðismálin, þá er ekki nóg að byggja við gamlar byggingar á Hringbraut eða reisa ný hjúkrunarheimili til að leysa fráflæðisvanda spítalans. Það þarf að manna þessar byggingar og við viljum fólk í þessi störf sem líður vel í vinnunni og hlakkar til komandi verkefna. Vissulega þarf að koma þeim öldruðum sem hafa hlotið þjónustu á sjúkrahúsinu áfram á hjúkrunarheimili og þannig skapa rými fyrir sjúklinga sem þurfa innlögn og eiga ekki að liggja á göngum eða bíða tímunum saman á bráðamóttöku eftir þjónustu. Álag á starfsfólk bráðamóttökunnar hefur lengi verið óeðlilega mikið en það er nefnilega þannig að þangað geta allir leitað, þar eru aldrei allir tímar uppbókaðir og engum er vísað frá. Nú hafa tvær öflugar konur tekið við í forystusveit íslenska heilbrigðiskerfisins, þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller, nýskipaður landlæknir. Ég trúi því að þær taki samtalið við fólkið á gólfinu til að byggja upp öflugra kerfi þar sem sjúklingurinn er settur í öndvegi. Fyrir síðustu alþingiskosningar var það rauður þráður í stefnu allra flokka að hlúa að innviðum og styrkja heilbrigðiskerfi okkar enn frekar. Það eru því bjartir tímar fram undan nú þegar fer að birta og vorið er á næsta leiti. Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun