Enn sigra Haukar │ Stjarnan sótti sigur í Smárann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. mars 2018 20:54 Helena Sverrisdóttir vísir/getty Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í Domino's deild kvenna með sigri á botnliði Njarðvíkur suður með sjó í kvöld. Haukakonur sitja á toppi deildarinnar og stefna hraðbyr að deildarmeistaratitilinum, hafa ekki tapað í síðustu 11 deildarleikjum sínum. Njarðvík hefur hins vegar ekki unnið deildarleik í vetur og var því búist við öruggum Haukasigri í kvöld. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu mjög sterkt og unnu fyrsta leikhlutann með 16 stigum, 12-28. Heimakonur náðu þó að koma til baka í öðrum leikhluta og var munurinn aðeins átta stig í hálfleik. Njarðvíkurliðið var hins vegar aldrei líklegt til þess að ná að stela sigrinum og svo fór að lokum að Haukar unnu 75-85. Breiðablik, sem vann topplið Vals í síðustu umferð, fékk Stjörnuna í heimsókn í Smárann í grannaslag. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum þegar fyrsta leikhluta lauk. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og var staðan 30-35 þegar gengið var til leikhlés. Vörn heimakvenna datt í gang í þriðja leikhluta og skoruðu gestirnir aðeins sjö stig. Blikar skoruðu hins vegar aðeins 16 stig á móti og voru því aðeins með fjögurra stiga forystu fyrir loka leikhlutann. Stjarnan var sterkari á loka sprettinum og fór með 57-63 sigur heim í Garðabæinn. Eftir 23. umferðina eru Haukar því enn á toppnum, með tveggja stiga forystu á Val. Stjarnan situr í fjórða sæti, síðasta sætinu í úrslitakeppnina. Stjörnukonur eru með tveggja stiga forystu á Skallagrím og Breiðablik er aðeins fjórum stigum fyrir aftan þær, svo það er enn allt opið í baráttunni um úrslitakeppnissætið. Njarðvík situr hins vegar sem fastast á botninum og er á leiðinni niður í 1. deildina.Njarðvík-Haukar 75-85 (12-28, 24-16, 16-19, 23-22) Njarðvík: Shalonda R. Winton 31/22 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Hrund Skúladóttir 18/5 stolnir, María Jónsdóttir 11/6 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 10/6 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/7 stoðsendingar.Haukar: Whitney Michelle Frazier 24/16 fráköst/7 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 23/8 fráköst/16 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Fanney Ragnarsdóttir 8/3 varin skot, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2.Breiðablik-Stjarnan 57-63 (12-16, 18-19, 16-7, 11-21) Breiðablik: Whitney Kiera Knight 21/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 15/11 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/14 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 2/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 2/8 fráköst.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 32/20 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Jenný Harðardóttir 14/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/4 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/5 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 2, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í Domino's deild kvenna með sigri á botnliði Njarðvíkur suður með sjó í kvöld. Haukakonur sitja á toppi deildarinnar og stefna hraðbyr að deildarmeistaratitilinum, hafa ekki tapað í síðustu 11 deildarleikjum sínum. Njarðvík hefur hins vegar ekki unnið deildarleik í vetur og var því búist við öruggum Haukasigri í kvöld. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu mjög sterkt og unnu fyrsta leikhlutann með 16 stigum, 12-28. Heimakonur náðu þó að koma til baka í öðrum leikhluta og var munurinn aðeins átta stig í hálfleik. Njarðvíkurliðið var hins vegar aldrei líklegt til þess að ná að stela sigrinum og svo fór að lokum að Haukar unnu 75-85. Breiðablik, sem vann topplið Vals í síðustu umferð, fékk Stjörnuna í heimsókn í Smárann í grannaslag. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum þegar fyrsta leikhluta lauk. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og var staðan 30-35 þegar gengið var til leikhlés. Vörn heimakvenna datt í gang í þriðja leikhluta og skoruðu gestirnir aðeins sjö stig. Blikar skoruðu hins vegar aðeins 16 stig á móti og voru því aðeins með fjögurra stiga forystu fyrir loka leikhlutann. Stjarnan var sterkari á loka sprettinum og fór með 57-63 sigur heim í Garðabæinn. Eftir 23. umferðina eru Haukar því enn á toppnum, með tveggja stiga forystu á Val. Stjarnan situr í fjórða sæti, síðasta sætinu í úrslitakeppnina. Stjörnukonur eru með tveggja stiga forystu á Skallagrím og Breiðablik er aðeins fjórum stigum fyrir aftan þær, svo það er enn allt opið í baráttunni um úrslitakeppnissætið. Njarðvík situr hins vegar sem fastast á botninum og er á leiðinni niður í 1. deildina.Njarðvík-Haukar 75-85 (12-28, 24-16, 16-19, 23-22) Njarðvík: Shalonda R. Winton 31/22 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Hrund Skúladóttir 18/5 stolnir, María Jónsdóttir 11/6 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 10/6 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/7 stoðsendingar.Haukar: Whitney Michelle Frazier 24/16 fráköst/7 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 23/8 fráköst/16 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Fanney Ragnarsdóttir 8/3 varin skot, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2.Breiðablik-Stjarnan 57-63 (12-16, 18-19, 16-7, 11-21) Breiðablik: Whitney Kiera Knight 21/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 15/11 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/14 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 2/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 2/8 fráköst.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 32/20 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Jenný Harðardóttir 14/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/4 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/5 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 2, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira