Frelsi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 3. mars 2018 11:00 Nokkrir þingmanna Viðreisnar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði. Þingmennirnir vilja afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna fyrir aukna samkeppni. Í reynd þýðir þetta að opna ætti íslenskan markað fyrir alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Uber eða Lyft. Leigubílamarkaðurinn á Íslandi er einokunarbransi. Eingöngu með því að hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur bifreiðastöð má aka leigubifreið. Gjaldskrá leigubíla er sömuleiðis samræmd. Sama gjald er greitt hvar sem stigið er upp í bílinn. Bílstjórar þurfa líka að hafa akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu, að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins sem notaður er og mega ekki hafa verið dæmdir til refsivistar. Færa má rök fyrir því að öll þessi skilyrði séu úrelt. Þau tvö fyrstu dæma sig sjálf og í tilviki þess þriðja má velta fyrir sér hvort það að fólk hafi misstigið sig einhvern tíma á lífsleiðinni eigi að leiða til þess að það sé útilokað frá því að verða atvinnubílstjóri um aldur og ævi. Einkafyrirtæki á borð við Uber gera strangar kröfur til bílstjóra og bifreiða. Bifreiðarnar þurfa að standast kröfur um hámarksaldur og lágmarksgæði, og gerðar eru kröfur um að bílstjórar séu með óflekkað mannorð. Notendur geta valið um flokk bifreiða eftir því hvort þeir vilja lítinn rafmagnsbíl, þurfa pláss fyrir farangur eða vilja ferðast með glæsibifreið. Kostnaður er ljós fyrirfram og er greiðsla innheimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar, tíma dags og svo framvegis. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og skipt kostnaðinum gegnum Uber-snjallforritið. Bæði farþegar og bílstjórar gefa svo hvor öðrum einkunn, þannig að óvinsælir bílstjórar kemba yfirleitt ekki hærurnar í starfi. Í íslenska einokunarkerfinu er þessu öðruvísi farið. Sama háa gjald er greitt óháð gæðum bifreiðar eða þjónustu. Hvati fyrir bílstjóra til að skara fram úr starfssystkinum sínum er enginn. Umræðan um þessi mál hefur alltof oft snúist um upphrópanir. Auðvitað myndu neytendur njóta góðs af því ef leigubílastarfsemi yrði gefin frjáls. Atvinnubílstjórar ættu heldur ekki að mótmæla eðlilegum framförum heldur fagna þeim. Þeirra baráttumál ættu að snúast um að alþjóðlegir risar á borð við Lyft eða Uber sýni réttindum bílstjóra virðingu, en það hefur stundum vantað. Gleymum því ekki að leigubifreiðar eru í samanburði nokkuð hagkvæmur samgöngukostur. Ef þeir eru hóflega verðlagðir og einfaldir í notkun til að verða raunverulegur kostur, getur það orðið til þess að fækka bílum, með jákvæðum áhrifum á umhverfi og umferðarþunga. Í borg eins og Reykjavík, sem óneitanlega á við samgönguvanda að etja, væri akkur í frjálsri leigubílastarfsemi. Kannski ættum við meira að segja að ganga skrefinu lengra og gera það að skilyrði að leigubílar séu knúnir nýjum vistvænum orkugjöfum eins og rafmagni. Hvað sem slíkum bollaleggingum líður er ljóst að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls hér á landi. Eftirlitsstofnun ESA hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg leigubílalög í Noregi stríði gegn EES-samningnum. Þingmenn standa því væntanlega frammi fyrir því hvort þeir vilji sýna frumkvæði til frelsis eða bíða valdboðsins að utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Leigubílar Tengdar fréttir Um umræðuna um umskurð Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. 3. mars 2018 11:00 Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Nokkrir þingmanna Viðreisnar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði. Þingmennirnir vilja afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna fyrir aukna samkeppni. Í reynd þýðir þetta að opna ætti íslenskan markað fyrir alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Uber eða Lyft. Leigubílamarkaðurinn á Íslandi er einokunarbransi. Eingöngu með því að hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur bifreiðastöð má aka leigubifreið. Gjaldskrá leigubíla er sömuleiðis samræmd. Sama gjald er greitt hvar sem stigið er upp í bílinn. Bílstjórar þurfa líka að hafa akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu, að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins sem notaður er og mega ekki hafa verið dæmdir til refsivistar. Færa má rök fyrir því að öll þessi skilyrði séu úrelt. Þau tvö fyrstu dæma sig sjálf og í tilviki þess þriðja má velta fyrir sér hvort það að fólk hafi misstigið sig einhvern tíma á lífsleiðinni eigi að leiða til þess að það sé útilokað frá því að verða atvinnubílstjóri um aldur og ævi. Einkafyrirtæki á borð við Uber gera strangar kröfur til bílstjóra og bifreiða. Bifreiðarnar þurfa að standast kröfur um hámarksaldur og lágmarksgæði, og gerðar eru kröfur um að bílstjórar séu með óflekkað mannorð. Notendur geta valið um flokk bifreiða eftir því hvort þeir vilja lítinn rafmagnsbíl, þurfa pláss fyrir farangur eða vilja ferðast með glæsibifreið. Kostnaður er ljós fyrirfram og er greiðsla innheimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar, tíma dags og svo framvegis. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og skipt kostnaðinum gegnum Uber-snjallforritið. Bæði farþegar og bílstjórar gefa svo hvor öðrum einkunn, þannig að óvinsælir bílstjórar kemba yfirleitt ekki hærurnar í starfi. Í íslenska einokunarkerfinu er þessu öðruvísi farið. Sama háa gjald er greitt óháð gæðum bifreiðar eða þjónustu. Hvati fyrir bílstjóra til að skara fram úr starfssystkinum sínum er enginn. Umræðan um þessi mál hefur alltof oft snúist um upphrópanir. Auðvitað myndu neytendur njóta góðs af því ef leigubílastarfsemi yrði gefin frjáls. Atvinnubílstjórar ættu heldur ekki að mótmæla eðlilegum framförum heldur fagna þeim. Þeirra baráttumál ættu að snúast um að alþjóðlegir risar á borð við Lyft eða Uber sýni réttindum bílstjóra virðingu, en það hefur stundum vantað. Gleymum því ekki að leigubifreiðar eru í samanburði nokkuð hagkvæmur samgöngukostur. Ef þeir eru hóflega verðlagðir og einfaldir í notkun til að verða raunverulegur kostur, getur það orðið til þess að fækka bílum, með jákvæðum áhrifum á umhverfi og umferðarþunga. Í borg eins og Reykjavík, sem óneitanlega á við samgönguvanda að etja, væri akkur í frjálsri leigubílastarfsemi. Kannski ættum við meira að segja að ganga skrefinu lengra og gera það að skilyrði að leigubílar séu knúnir nýjum vistvænum orkugjöfum eins og rafmagni. Hvað sem slíkum bollaleggingum líður er ljóst að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls hér á landi. Eftirlitsstofnun ESA hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg leigubílalög í Noregi stríði gegn EES-samningnum. Þingmenn standa því væntanlega frammi fyrir því hvort þeir vilji sýna frumkvæði til frelsis eða bíða valdboðsins að utan.
Um umræðuna um umskurð Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. 3. mars 2018 11:00
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun