Sport

Aníta ekki í úrslit á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aníta náði ekki sinni bestu frammistöðu í BIrmingham.
Aníta náði ekki sinni bestu frammistöðu í BIrmingham. vísir/hanna
Aníta Hinriksdóttir komst ekki áfram í úrslitahlaupið í 1500 metra hlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu innanhús, en keppt er í Birmingham á Englandi.

Aníta hefur áður lagt mikla áherslu á 800 metra hlaup sín, en hún hljóp sig inn í 1500 metra hlaupið með frábæru hlaupi í Þýskalandi í síðasta mánuði. Hún þurfti að ná svipuðu hlaupi til að komast áfram.

Aníta leiddi hlaupið framan af, en þegar leið á hlaupið dróst hún aftur úr. Að endingu kom Aníta áttunda og síðust í mark í sínum undanriðli og það dugði skiljanlega ekki til að komast áfram.

Íslandsmet Anítu frá því að hún tryggði sig inn á HM, 4:09,54, hefði dugað henni til að komast áfram, en hún hljóp í kvöld á 4:15,73.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×