Handbolti

Filip Jícha verður aðstoðarþjálfari Alfreðs hjá Kiel

Einar Sigurvinsson skrifar
Filip Jícha í leik með Kiel árið 2015.
Filip Jícha í leik með Kiel árið 2015. getty
Fyrrum leikmaður Kiel og tékkneska landsliðsins, Filip Jícha, mun verða aðstoðarþjálfari Alfreðs Gíslasonar hjá þýska handboltastórliðinu Kiel. Hann skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Kiel í dag og mun hefja störf í sumar.

Stuðningsmenn Kiel þekkja vel til Filip Jícha en hann lék með liðinu í átta ár, frá árinu 2007-2015. Síðustu tvö ár ferilsins spilaði hann með spænska stórveldinu Barcelona.

Illa hefur gengið hjá Kiel upp á síðkastið en liðið situr sem stendur í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. níu stigum frá toppliðinu Rhein-Neckar Löwen.

Jícha mun hefja störf hjá Kiel um svipað leyti og FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjáns­son, en hann samdi við liðið í lok síðasta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×