Mikilvægur Stjörnusigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Anton Ingi Leifsson skrifar 17. mars 2018 18:24 Rodriguez og Whiteside voru í stuði í dag. Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Snæfell í Dominos-deild kvenna í dag, 69-65, en Stjarnan er í harðri baráttu við Skallagrím um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Stjarnan byrjaði betur og var 23-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann, en þá tóku gestirnir aðeins við sér og minnkuðu muninn í 40-36 fyrir hlé. Snæfell skoraði einungis níu stig í þriðja leikhluta en leikurinn var þó alltaf gífurlega spennandi. Í fjórða leikhlutanum náði Stjarnan mest níu stiga forskoti og vann að lokum með fjórum stigum, 69-65. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og gaf níu stoðsendingar en næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með fjórtán.Mikið undir í næsta leik Deildarmeistarar Hauka, Valur og Keflavík eru nú þegar búin að tryggja sér sitt sæti í úrslitakeppninni en baráttan um fjórða sætið stendur á milli Stjörnunnar og Skallagríms. Stjörnukonur eru með 28 stig eftir sigurinn í dag en Skallagrímur getur jafnað Stjörnuna að stigum annað kvöld með sigri á Keflavík á heimavelli. Þegar 26. umferðinni lýkur annað kvöld verða tvær umferðir eftir af deildarkeppninni en þess má geta að Skallagrímur og Stjarnan mætast í næstu umferð, á miðvikudaginn klukkan 19.15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Kristen Denise McCarthy skoraði 24 stig fyrir Snæfell í dag og tók sautján fráköst, en næst kom Berglind Gunnarsdóttir með 17 stig. Snæfell er í sjöunda, næstneðsta sæti deildarinnar, með 20 stig.Njarðvík enn án sigurs Njarðvík tapaði enn einum leiknum þegar liðið tapaði fyrir Val á heimavelli í dag. Þetta var 26. tapleikur Njarðvíkurstúlkna í jafn mörgum leikjum en Valur er í öðru sætinu og freistar þess að halda því út deildarkeppnina. Valur berst við Keflavík um annað sætið. Lokatölur í Ljónagryfjunni urðu 75-63, Val í vil eftir að Valsstúlkur höfðu leitt, 42-32, í hálfleik. Það kom ekki að sök að Njarðvík hafi náð að saxa aðeins á forskot Val í þriðja leikhluta og lokatölur öruggur Valssigur. Shalonda R. Winton skoraði 24 stig fyrir Njarðvík og tók tuttugu fráköst. Hrund Skúladóttir gerði 13. Hjá Val var Aalyah Whiteside stigahæst með 25 stig og tólf fráköst, en næst komu Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir með tíu hvor.Njarðvík-Valur 63-75 (12-21, 20-21, 22-13, 9-20)Njarðvík: Shalonda R. Winton 24/20 fráköst/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 13/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Hulda Bergsteinsdóttir 8/4 fráköst, María Jónsdóttir 4/10 fráköst, Ína María Einarsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.Valur: Aalyah Whiteside 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 10/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/9 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 2.Stjarnan-Snæfell 69-65 (23-13, 17-23, 13-9, 16-20)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 29/8 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 13/10 fráköst, Jenný Harðardóttir 6/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/17 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9, Andrea Bjort Olafsdottir 6/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 4. Dominos-deild kvenna Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Sjá meira
Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Snæfell í Dominos-deild kvenna í dag, 69-65, en Stjarnan er í harðri baráttu við Skallagrím um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Stjarnan byrjaði betur og var 23-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann, en þá tóku gestirnir aðeins við sér og minnkuðu muninn í 40-36 fyrir hlé. Snæfell skoraði einungis níu stig í þriðja leikhluta en leikurinn var þó alltaf gífurlega spennandi. Í fjórða leikhlutanum náði Stjarnan mest níu stiga forskoti og vann að lokum með fjórum stigum, 69-65. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og gaf níu stoðsendingar en næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með fjórtán.Mikið undir í næsta leik Deildarmeistarar Hauka, Valur og Keflavík eru nú þegar búin að tryggja sér sitt sæti í úrslitakeppninni en baráttan um fjórða sætið stendur á milli Stjörnunnar og Skallagríms. Stjörnukonur eru með 28 stig eftir sigurinn í dag en Skallagrímur getur jafnað Stjörnuna að stigum annað kvöld með sigri á Keflavík á heimavelli. Þegar 26. umferðinni lýkur annað kvöld verða tvær umferðir eftir af deildarkeppninni en þess má geta að Skallagrímur og Stjarnan mætast í næstu umferð, á miðvikudaginn klukkan 19.15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Kristen Denise McCarthy skoraði 24 stig fyrir Snæfell í dag og tók sautján fráköst, en næst kom Berglind Gunnarsdóttir með 17 stig. Snæfell er í sjöunda, næstneðsta sæti deildarinnar, með 20 stig.Njarðvík enn án sigurs Njarðvík tapaði enn einum leiknum þegar liðið tapaði fyrir Val á heimavelli í dag. Þetta var 26. tapleikur Njarðvíkurstúlkna í jafn mörgum leikjum en Valur er í öðru sætinu og freistar þess að halda því út deildarkeppnina. Valur berst við Keflavík um annað sætið. Lokatölur í Ljónagryfjunni urðu 75-63, Val í vil eftir að Valsstúlkur höfðu leitt, 42-32, í hálfleik. Það kom ekki að sök að Njarðvík hafi náð að saxa aðeins á forskot Val í þriðja leikhluta og lokatölur öruggur Valssigur. Shalonda R. Winton skoraði 24 stig fyrir Njarðvík og tók tuttugu fráköst. Hrund Skúladóttir gerði 13. Hjá Val var Aalyah Whiteside stigahæst með 25 stig og tólf fráköst, en næst komu Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir með tíu hvor.Njarðvík-Valur 63-75 (12-21, 20-21, 22-13, 9-20)Njarðvík: Shalonda R. Winton 24/20 fráköst/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 13/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Hulda Bergsteinsdóttir 8/4 fráköst, María Jónsdóttir 4/10 fráköst, Ína María Einarsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.Valur: Aalyah Whiteside 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 10/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/9 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 2.Stjarnan-Snæfell 69-65 (23-13, 17-23, 13-9, 16-20)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 29/8 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 13/10 fráköst, Jenný Harðardóttir 6/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/17 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9, Andrea Bjort Olafsdottir 6/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 4.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Sjá meira