Hús rýmd vegna snjóflóðahættu Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. mars 2018 07:14 Frá Seyðisfirði, þegar viðraði aðeins betur. Andrea Harris Austlæg átt á landinu í dag og rigning víða, einkum frá Öræfum austur á Austfirði. Rigningin hefur í för með sér aukna hættu á snjóflóðum og er gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði en í gær féll snjóflóð á Seyðisfirði og voru iðnaðarhúsnæði og verbúð á tveimur svæðum rýmd. Vot flóð hafa fallið, meðal annars nokkuð stórt flóð úr Strandartindi, sem fór yfir veg sem liggur út með sunnanverðum Seyðisfirði. Húsin sem rýmd voru í gærkvöldi eru einmitt undir tindinum en á þessu svæði eru dæmi um að að snjóflóð hafi ógnað byggð. Hláka er á svæðinu og ringdi þar í nótt, en undir morgun jókst rigningin talsvert og útlit er fyrir að hún aukist enn með morgninum, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Það gæti aukið enn á hættuna. Þá hefur óvissustigi verið lýst annarsstaðar á Austfjörðum, sem þýðir að grannt er fylgst með hvort ástæða þyki til frekari rýmingar húsa. Ekki liggur fyrir hvort stóra flóðið í Seyðisfirði í gærkvöldi olli einhverju tjóni á mannvirkjum.Væta og fín færð Það má því búast við einhverri vætu í öllum landshlutum í dag, en á morgun léttir til fyrir norðan. Það verður þó áfram væta á Suður- og Vesturlandi. Um og eftir helgi er útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir og rigningu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðantil. Nokkuð milt er í veðri og er búist við að hiti haldi áfram að vera yfir meðallagi þessa árstíma næstu vikuna. Hvað færð varðar þá er enn verið að kanna aðstæður á vegum á Norðurlandi eystra og á Austurlandi. Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru hins vegar að mestu greiðfærir. Eins er mikið autt á Vesturlandi en þar eru þó hálkublettir á köflum og á fáeinum vegum er hálka eða krapi að sögn Vegagerðarinnar. Það eru víða hálkublettir á láglendi á Vestfjörðum en sums staðar er eitthvað meiri hálka á fjallvegum. Á vef Vegagerðarinnar segir að upplýsingar um Steingrímsfjarðarheiði séu þó ókomnar. Á Norðurlandi er mikið til autt austur í Skagafjörð en þar fyrir austan má búast við meiri vetrarfærð.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning, en bjart með köflum N- og NA-lands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt og rigning um landið S- og V-vert, en þurrt fyrir norðan. Áfram milt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir að gangi í stífa suðvestlæga átt með rigningu, en úrkomulítið NA-til. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira
Austlæg átt á landinu í dag og rigning víða, einkum frá Öræfum austur á Austfirði. Rigningin hefur í för með sér aukna hættu á snjóflóðum og er gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði en í gær féll snjóflóð á Seyðisfirði og voru iðnaðarhúsnæði og verbúð á tveimur svæðum rýmd. Vot flóð hafa fallið, meðal annars nokkuð stórt flóð úr Strandartindi, sem fór yfir veg sem liggur út með sunnanverðum Seyðisfirði. Húsin sem rýmd voru í gærkvöldi eru einmitt undir tindinum en á þessu svæði eru dæmi um að að snjóflóð hafi ógnað byggð. Hláka er á svæðinu og ringdi þar í nótt, en undir morgun jókst rigningin talsvert og útlit er fyrir að hún aukist enn með morgninum, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Það gæti aukið enn á hættuna. Þá hefur óvissustigi verið lýst annarsstaðar á Austfjörðum, sem þýðir að grannt er fylgst með hvort ástæða þyki til frekari rýmingar húsa. Ekki liggur fyrir hvort stóra flóðið í Seyðisfirði í gærkvöldi olli einhverju tjóni á mannvirkjum.Væta og fín færð Það má því búast við einhverri vætu í öllum landshlutum í dag, en á morgun léttir til fyrir norðan. Það verður þó áfram væta á Suður- og Vesturlandi. Um og eftir helgi er útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir og rigningu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðantil. Nokkuð milt er í veðri og er búist við að hiti haldi áfram að vera yfir meðallagi þessa árstíma næstu vikuna. Hvað færð varðar þá er enn verið að kanna aðstæður á vegum á Norðurlandi eystra og á Austurlandi. Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru hins vegar að mestu greiðfærir. Eins er mikið autt á Vesturlandi en þar eru þó hálkublettir á köflum og á fáeinum vegum er hálka eða krapi að sögn Vegagerðarinnar. Það eru víða hálkublettir á láglendi á Vestfjörðum en sums staðar er eitthvað meiri hálka á fjallvegum. Á vef Vegagerðarinnar segir að upplýsingar um Steingrímsfjarðarheiði séu þó ókomnar. Á Norðurlandi er mikið til autt austur í Skagafjörð en þar fyrir austan má búast við meiri vetrarfærð.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning, en bjart með köflum N- og NA-lands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt og rigning um landið S- og V-vert, en þurrt fyrir norðan. Áfram milt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir að gangi í stífa suðvestlæga átt með rigningu, en úrkomulítið NA-til. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira