Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Fyrirkomulag strandveiða hefur lítið breyst frá árinu 2009. Meiri afli hefur farið inn í kerfið en tekjur sjómanna hins vegar minnkað á sama tíma. Hilmar Thorarensen gerir út frá Gjögri í Árneshreppi á Ströndum Vísir/Stefán Staða strandveiða fyrir árið 2018 er óljósari en nokkru sinni áður samkvæmt skýrslu Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á meðan afli til veiðanna hefur verið aukinn um nærri 150 prósent hefur bátunum ekki fjölgað í takt. Afurðaverð hefur haft þau áhrif að meðafli skilar sér mun minna en áður til hafnar sem gæti bent til aukins brottkasts í kerfinu. Sjávarútvegsmiðstöð HA vann akýrsluna fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Hún sýnir miklar brotalamir í kerfi strandveiða og að gæðum samfélagsins, í þessu tilviki aflamarki, sé ráðstafað með litlum árangri og að strandveiðar beri ýmis merki þess að vera svokölluð „hobbýsjómennska“. Í lok september í fyrra lauk níunda strandveiðisumrinu á Íslandi. Á þessum tíma hefur afli, sem farið hefur inn í kerfið, aukist úr 3.900 þorskígildistonnum í heil 9.760 tonn án þess að hið opinbera skoði hvernig nýtingin á þeim gæðum hafi verið fyrr en nú. Bátum hefur þó ekki fjölgað í takt við aukinn afla og afkoma strandveiðimanna hefur heldur ekki batnað í takt við auknar aflaheimildir. Strandveiðum var ætlað að stuðla að nýliðun og vera einhvers konar brú fyrir nýliða inn í aflamarkskerfið, þeir keyptu sér aflaheimildir og kæmust á skrið í greininni. Af skýrslunni að dæma hefur þetta markmið ekki náðst að neinu marki. „Vega þarf og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, þar með talið strandveiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun,“ segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Mikilvæg eða klúðursleg „Skýrslan er mikilvægt innlegg í þá vinnu sem mælt er fyrir um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Sá hluti þeirrar vinnu sem snýr að strandveiðum þarf að taka mið af þessum niðurstöðum. Að mínu mati þarf sérstaklega að skoða nýliðun í greininni og nýtingu á hráefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hinn dæmigerði strandveiðisjó- maður er karlmaður yfir 50 ára aldri, gerir út á bátnum sínum einn í áhöfn og með 4 rúllur um borð og hefur milljón krónur upp úr krafsinu yfir heilt sumar að mati skýrsluhöfunda. Axel Helgason, formaður Félags smábátaeigenda, gefur lítið fyrir þessa skýrslu. „Hún er frekar klúðurslega unnin og ég hnýt um margt í henni sem er ekki rétt farið með. Þetta slær mig sem einhvers konar atvinnusköpun fyrir háskólanema,“ segir Axel. „En það er bent á góða hluti þarna, meðal annars að hægt er að bæta kerfið með sóknardagakerfi. Það gekk ekki hjá síðasta ráðherra en við erum vongóðir um að það breytist núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Staða strandveiða fyrir árið 2018 er óljósari en nokkru sinni áður samkvæmt skýrslu Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á meðan afli til veiðanna hefur verið aukinn um nærri 150 prósent hefur bátunum ekki fjölgað í takt. Afurðaverð hefur haft þau áhrif að meðafli skilar sér mun minna en áður til hafnar sem gæti bent til aukins brottkasts í kerfinu. Sjávarútvegsmiðstöð HA vann akýrsluna fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Hún sýnir miklar brotalamir í kerfi strandveiða og að gæðum samfélagsins, í þessu tilviki aflamarki, sé ráðstafað með litlum árangri og að strandveiðar beri ýmis merki þess að vera svokölluð „hobbýsjómennska“. Í lok september í fyrra lauk níunda strandveiðisumrinu á Íslandi. Á þessum tíma hefur afli, sem farið hefur inn í kerfið, aukist úr 3.900 þorskígildistonnum í heil 9.760 tonn án þess að hið opinbera skoði hvernig nýtingin á þeim gæðum hafi verið fyrr en nú. Bátum hefur þó ekki fjölgað í takt við aukinn afla og afkoma strandveiðimanna hefur heldur ekki batnað í takt við auknar aflaheimildir. Strandveiðum var ætlað að stuðla að nýliðun og vera einhvers konar brú fyrir nýliða inn í aflamarkskerfið, þeir keyptu sér aflaheimildir og kæmust á skrið í greininni. Af skýrslunni að dæma hefur þetta markmið ekki náðst að neinu marki. „Vega þarf og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, þar með talið strandveiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun,“ segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Mikilvæg eða klúðursleg „Skýrslan er mikilvægt innlegg í þá vinnu sem mælt er fyrir um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Sá hluti þeirrar vinnu sem snýr að strandveiðum þarf að taka mið af þessum niðurstöðum. Að mínu mati þarf sérstaklega að skoða nýliðun í greininni og nýtingu á hráefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hinn dæmigerði strandveiðisjó- maður er karlmaður yfir 50 ára aldri, gerir út á bátnum sínum einn í áhöfn og með 4 rúllur um borð og hefur milljón krónur upp úr krafsinu yfir heilt sumar að mati skýrsluhöfunda. Axel Helgason, formaður Félags smábátaeigenda, gefur lítið fyrir þessa skýrslu. „Hún er frekar klúðurslega unnin og ég hnýt um margt í henni sem er ekki rétt farið með. Þetta slær mig sem einhvers konar atvinnusköpun fyrir háskólanema,“ segir Axel. „En það er bent á góða hluti þarna, meðal annars að hægt er að bæta kerfið með sóknardagakerfi. Það gekk ekki hjá síðasta ráðherra en við erum vongóðir um að það breytist núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira