Áratugur breytinga: Stafræna byltingin Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 16. mars 2018 12:00 Á síðustu 10 árum, áratug breytinga, hafa átt sér stað margvíslegar byltingar. Efnahagshrunið vatt af stað pólitískum straumhvörfum á Íslandi sem enn eru að finna sér farveg og raunveruleikinn fór fram úr ímyndunaraflinu hvað varðar áhrif hrunsins á efnahagslífið í heild sinni. Íslenska brjóstabyltingin og #metoo-byltingin hafa hreyft við rótgrónum staðalmyndum kvenna og sú kynslóð sem er að ryðja sér til rúms á vettvangi sköpunar, stjórnmála og stjórnunar trúir á jafna hæfileika óháð kyni. Á sama áratug hefur líka átt sér stað stafræn bylting. Fyrst tengdust fyrirtæki netinu, svo heimilin okkar, nú við einstaklingarnir og næst allt annað. Fyrir ekki svo löngu var tæknin aðallega á forræði stórfyrirtækja og háskóla en í dag er hún á forræði einstaklinga. Frumkvöðlar í tæknilausnum þurfa ekki lengur stór, dýr, tölvukerfi sem eru hýst í sérútbúnum sölum með tilheyrandi kostnaði við lagningu kælikerfa, öryggiskerfa og varaaflstöðva. Skýjalausnir og ný viðskiptamódel þar sem hægt er að leigja tæknigetu eftir notkun valda því að upphafsfjárfestingar í tækni nema 1% af því sem áður var (1). Þróunar- og nýsköpunarumhverfinu hefur verið bylt og áhrifin sjáum við í öllum atvinnugreinum. Heimild: Neyslu- og lífstílskönnun Gallup & tölfræðiskýrslur Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn. Ein mesta breytingin á síðasta áratug er sú að einstaklingar eru nú nettengdir með snjallsímum. Alls eiga 86% Íslendinga, eldri en 18 ára, snjallsíma og gagnamagn á farsímaneti hefur hátt í tuttugufaldast undanfarin ár. Notkunin hefur vaxið fimmfalt meira en útbreiðslan. Heimild: Neyslu- og lífstílskönnun Gallup & tölfræðiskýrslur Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn. Snjallsíminn er í dag af mörgum talinn þarfasti þjónninn. Stöðug nettenging alls staðar, breytir raunveruleikanum í rauntíma. Allt sem er og getur orðið stafrænt verður aðgengilegt og breytanlegt. Með símanum eru einstaklingar tengdir við netið, geta aflað og miðlað gögnum og framkvæmt aðgerðir. Aðgengi, útbreiðsla og notkun tækninnar hefur áhrif á alla þætti samfélagsins, ekki síst rekstur fyrirtækja. Leikreglurnar breytast. Áhrifin á verslun og þjónustu eru augljós. Nú er svo komið að um fjórðungur Íslendinga á aldrinum 18-44 ára kaupir vörur á Internetinu mánaðarlega eða oftar. Heimild: Neyslu- og lífstílskönnun Gallup. Stafræna byltingin hefur áhrif á stefnumörkun, fjárfestingar og daglegan rekstur fyrirtækja. Nú eru tímar tæknimöguleika og einkafyrirtæki leika stór hlutverk. Fyrir okkur sem höfum ástríðu fyrir viðskiptum og nýsköpun, er mikilvægt að sjá hvert straumarnir liggja. Við lærum um snjallt ryk, fjórvíddarprentun, nanótækni, nýja orkugjafa, róbóta, dróna, blokkkeðjutækni, upphleðslu hugsana, umbreytingu fæðukeðja, samþættingu véla og manns og síðast en ekki síst gervigreind. Gervigreind er nú þegar í fullri notkun, meðal annars við að flokka myndir, vinna úr tali og texta, þýða tungumál, sjá um framkvæmd viðskipta, veita þjónustu, greina lántakendur og viðskiptasvik, kaupa og selja verðbréf, keyra bíla og áfram mætti lengi telja. Við lærum líka að meta hvaða tækni er tilbúin til notkunar og greina hana frá þeirri sem er það ekki. Ný tækni og nálgun við hönnun gagnaöflunar og gagnagreininga, hönnun notendaviðmóta og þjónustu hefur fært okkur fyrirtæki sem hafa breytt væntingum og viðhorfi okkar. Nokkur þeirra má einnig rekja til deilihagkerfisins en deilihagkerfið dregur úr kostnaði og eykur tekjuöflunarmöguleika á sjálfbærari hátt en áður. Tæknin gerir okkur auðveldara að treysta, svo bæði fólk og fyrirtæki geta nú deilt með ókunnugum á öruggari hátt en áður. Nokkur slík fyrirtæki hafa verið áberandi á sviði ferðaþjónustunnar og ítarleg rannsókn á vefverslun Íslendinga sýnir einmitt að ferðalög eru sá flokkur vöru og þjónustu sem hlutfallslega flestir Íslendinga kaupa á netinu en hátt í 90% þeirra sem hafa verslað í flokknum „Ferðalög“ hafa einmitt gert það á netinu. Þróun innan þess geira gefur vísbendingu um það sem koma skal á öðrum sviðum. Heimild: Rannsókn Gallup á vefverslun Íslendinga í janúar 2017. Fyrir tíu árum varð efnahagshrun á Íslandi en einmitt þá kom fram á sjónarsviðið ný tegund snjallsíma sem raunverulega gerði það að verkum að einstaklingar eru nettengdir. Síðan hafa orðið framfarir í tækni og tæknirekstri sem gera hvort tveggja hagkvæmara, aðgengilegra og notendavænna – bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ný viðskiptamódel, sem byggja á aukinni sjálfbærni og gagnsæi hafa rutt sér til rúms undanfarinn áratug og leikreglurnar í viðskiptum og fyrirtækjarekstri eru breyttar. Það verður spennandi að fylgjast með og taka áfram þátt í þróun á sviði stafrænnar tækni á Íslandi, gerum Ísland að draumalandi á þessu sviði. (1) Prof. Evgeny Kaganer, IESE Business School, Digital Mindset, New York 2017. Höfundur er forstjóri Já og Gallup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigríður Margrét Oddsdóttir Stafræn þróun Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á síðustu 10 árum, áratug breytinga, hafa átt sér stað margvíslegar byltingar. Efnahagshrunið vatt af stað pólitískum straumhvörfum á Íslandi sem enn eru að finna sér farveg og raunveruleikinn fór fram úr ímyndunaraflinu hvað varðar áhrif hrunsins á efnahagslífið í heild sinni. Íslenska brjóstabyltingin og #metoo-byltingin hafa hreyft við rótgrónum staðalmyndum kvenna og sú kynslóð sem er að ryðja sér til rúms á vettvangi sköpunar, stjórnmála og stjórnunar trúir á jafna hæfileika óháð kyni. Á sama áratug hefur líka átt sér stað stafræn bylting. Fyrst tengdust fyrirtæki netinu, svo heimilin okkar, nú við einstaklingarnir og næst allt annað. Fyrir ekki svo löngu var tæknin aðallega á forræði stórfyrirtækja og háskóla en í dag er hún á forræði einstaklinga. Frumkvöðlar í tæknilausnum þurfa ekki lengur stór, dýr, tölvukerfi sem eru hýst í sérútbúnum sölum með tilheyrandi kostnaði við lagningu kælikerfa, öryggiskerfa og varaaflstöðva. Skýjalausnir og ný viðskiptamódel þar sem hægt er að leigja tæknigetu eftir notkun valda því að upphafsfjárfestingar í tækni nema 1% af því sem áður var (1). Þróunar- og nýsköpunarumhverfinu hefur verið bylt og áhrifin sjáum við í öllum atvinnugreinum. Heimild: Neyslu- og lífstílskönnun Gallup & tölfræðiskýrslur Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn. Ein mesta breytingin á síðasta áratug er sú að einstaklingar eru nú nettengdir með snjallsímum. Alls eiga 86% Íslendinga, eldri en 18 ára, snjallsíma og gagnamagn á farsímaneti hefur hátt í tuttugufaldast undanfarin ár. Notkunin hefur vaxið fimmfalt meira en útbreiðslan. Heimild: Neyslu- og lífstílskönnun Gallup & tölfræðiskýrslur Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn. Snjallsíminn er í dag af mörgum talinn þarfasti þjónninn. Stöðug nettenging alls staðar, breytir raunveruleikanum í rauntíma. Allt sem er og getur orðið stafrænt verður aðgengilegt og breytanlegt. Með símanum eru einstaklingar tengdir við netið, geta aflað og miðlað gögnum og framkvæmt aðgerðir. Aðgengi, útbreiðsla og notkun tækninnar hefur áhrif á alla þætti samfélagsins, ekki síst rekstur fyrirtækja. Leikreglurnar breytast. Áhrifin á verslun og þjónustu eru augljós. Nú er svo komið að um fjórðungur Íslendinga á aldrinum 18-44 ára kaupir vörur á Internetinu mánaðarlega eða oftar. Heimild: Neyslu- og lífstílskönnun Gallup. Stafræna byltingin hefur áhrif á stefnumörkun, fjárfestingar og daglegan rekstur fyrirtækja. Nú eru tímar tæknimöguleika og einkafyrirtæki leika stór hlutverk. Fyrir okkur sem höfum ástríðu fyrir viðskiptum og nýsköpun, er mikilvægt að sjá hvert straumarnir liggja. Við lærum um snjallt ryk, fjórvíddarprentun, nanótækni, nýja orkugjafa, róbóta, dróna, blokkkeðjutækni, upphleðslu hugsana, umbreytingu fæðukeðja, samþættingu véla og manns og síðast en ekki síst gervigreind. Gervigreind er nú þegar í fullri notkun, meðal annars við að flokka myndir, vinna úr tali og texta, þýða tungumál, sjá um framkvæmd viðskipta, veita þjónustu, greina lántakendur og viðskiptasvik, kaupa og selja verðbréf, keyra bíla og áfram mætti lengi telja. Við lærum líka að meta hvaða tækni er tilbúin til notkunar og greina hana frá þeirri sem er það ekki. Ný tækni og nálgun við hönnun gagnaöflunar og gagnagreininga, hönnun notendaviðmóta og þjónustu hefur fært okkur fyrirtæki sem hafa breytt væntingum og viðhorfi okkar. Nokkur þeirra má einnig rekja til deilihagkerfisins en deilihagkerfið dregur úr kostnaði og eykur tekjuöflunarmöguleika á sjálfbærari hátt en áður. Tæknin gerir okkur auðveldara að treysta, svo bæði fólk og fyrirtæki geta nú deilt með ókunnugum á öruggari hátt en áður. Nokkur slík fyrirtæki hafa verið áberandi á sviði ferðaþjónustunnar og ítarleg rannsókn á vefverslun Íslendinga sýnir einmitt að ferðalög eru sá flokkur vöru og þjónustu sem hlutfallslega flestir Íslendinga kaupa á netinu en hátt í 90% þeirra sem hafa verslað í flokknum „Ferðalög“ hafa einmitt gert það á netinu. Þróun innan þess geira gefur vísbendingu um það sem koma skal á öðrum sviðum. Heimild: Rannsókn Gallup á vefverslun Íslendinga í janúar 2017. Fyrir tíu árum varð efnahagshrun á Íslandi en einmitt þá kom fram á sjónarsviðið ný tegund snjallsíma sem raunverulega gerði það að verkum að einstaklingar eru nettengdir. Síðan hafa orðið framfarir í tækni og tæknirekstri sem gera hvort tveggja hagkvæmara, aðgengilegra og notendavænna – bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ný viðskiptamódel, sem byggja á aukinni sjálfbærni og gagnsæi hafa rutt sér til rúms undanfarinn áratug og leikreglurnar í viðskiptum og fyrirtækjarekstri eru breyttar. Það verður spennandi að fylgjast með og taka áfram þátt í þróun á sviði stafrænnar tækni á Íslandi, gerum Ísland að draumalandi á þessu sviði. (1) Prof. Evgeny Kaganer, IESE Business School, Digital Mindset, New York 2017. Höfundur er forstjóri Já og Gallup.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun