Áfangasigur Ellert B. Schram skrifar 14. mars 2018 07:00 Núna, um daginn, samþykkti ríkisstjórnin að skipa vinnuhóp, með fulltrúum aldraðra, sem skoða skal stöðu þeirra eldri borgara sem minnstu tekjur hafa og búa við fátækt. Reyndar hefur vinnuhópurinn, í framhaldinu, það hlutverk að rýna þau mál sem varða mörg önnur „klögumál“ af hálfu ellilífeyrisþega, svo sem húsnæði, þjónustu, hjúkrun, frítekjumörk o.s.frv. En sem sagt, hagur eldri borgara verður skoðaður og ræddur, með það fyrir augum, að gera betur í öldrunarmálum. Ég tek hatt minn ofan fyrir Katrínu forsætisráðherra og Ásmundi velferðarráðherra, sem bæði tóku tillögum um endurskoðun á kjörum aldraðra skjótt og vel. Ég segi heyr, um þau bæði tvö, og ríkisstjórnina, sem hefur fallist á þessi vinnubrögð. Í gamla daga, í fótboltanum, var fagnað þegar sigur vannst í einum leik. Það var áfangi hverju sinni, sem færði þig nánar að meistaratigninni. Sama má segja um það samkomulag sem nú hefur tekist varðandi málefni eldri borgara. Meistaramarkið hefur ekki verið skorað en skrefið er í rétta átt, upphlaup sem getur endað með sigurmarki. Þannig líður mér þessa dagana. Við erum að nálgast áfangann og úrslitin. Og kannski skulum við ekki tala um sigur, heldur samkennd og mannúð og réttlæti. Við erum auðvitað ekki í kappleik, þegar um er að ræða hag og stöðu samborgara okkar og þegar ævikvöld þeirra er á dagskrá. Við erum ekki að rífast, ekki að humma ábyrgðina fram af okkur, né heldur hundsa samborgara okkar, sem þurfa á hjálp að halda. Við erum og verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að sumir á meðal okkar, hafa misst af lestinni. Hafa orðið útundan. Það er okkar hinna, þeirra sem yngri eru, þeirra sem betur búa, þeirra sem ráða, að rétta höndina og hjálpina til þeirra sem búa við fátækt, veikindi og einangrun. Það er margt sem laga þarf en byrjum á þessu. Tökum fyrsta skrefið. Íslendingar er sagðir vera með ríkustu þjóðum heims. Já, það er fínt, en það er alveg sama hvort við erum rík eða ekki rík. Látum ekki um okkur spyrjast að við gleymum þeim sem verða útundan, sem ekki eiga í sig og á, þeim sem eru komnir á aldur og hafa hvorki þrek né tíma til að rétta úr kútnum. Hjálpum þeim. Tryggjum þeim áhyggjulaus ævikvöld. Nú skulum við bretta upp ermarnar.Höfundur er formaður FEB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Núna, um daginn, samþykkti ríkisstjórnin að skipa vinnuhóp, með fulltrúum aldraðra, sem skoða skal stöðu þeirra eldri borgara sem minnstu tekjur hafa og búa við fátækt. Reyndar hefur vinnuhópurinn, í framhaldinu, það hlutverk að rýna þau mál sem varða mörg önnur „klögumál“ af hálfu ellilífeyrisþega, svo sem húsnæði, þjónustu, hjúkrun, frítekjumörk o.s.frv. En sem sagt, hagur eldri borgara verður skoðaður og ræddur, með það fyrir augum, að gera betur í öldrunarmálum. Ég tek hatt minn ofan fyrir Katrínu forsætisráðherra og Ásmundi velferðarráðherra, sem bæði tóku tillögum um endurskoðun á kjörum aldraðra skjótt og vel. Ég segi heyr, um þau bæði tvö, og ríkisstjórnina, sem hefur fallist á þessi vinnubrögð. Í gamla daga, í fótboltanum, var fagnað þegar sigur vannst í einum leik. Það var áfangi hverju sinni, sem færði þig nánar að meistaratigninni. Sama má segja um það samkomulag sem nú hefur tekist varðandi málefni eldri borgara. Meistaramarkið hefur ekki verið skorað en skrefið er í rétta átt, upphlaup sem getur endað með sigurmarki. Þannig líður mér þessa dagana. Við erum að nálgast áfangann og úrslitin. Og kannski skulum við ekki tala um sigur, heldur samkennd og mannúð og réttlæti. Við erum auðvitað ekki í kappleik, þegar um er að ræða hag og stöðu samborgara okkar og þegar ævikvöld þeirra er á dagskrá. Við erum ekki að rífast, ekki að humma ábyrgðina fram af okkur, né heldur hundsa samborgara okkar, sem þurfa á hjálp að halda. Við erum og verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að sumir á meðal okkar, hafa misst af lestinni. Hafa orðið útundan. Það er okkar hinna, þeirra sem yngri eru, þeirra sem betur búa, þeirra sem ráða, að rétta höndina og hjálpina til þeirra sem búa við fátækt, veikindi og einangrun. Það er margt sem laga þarf en byrjum á þessu. Tökum fyrsta skrefið. Íslendingar er sagðir vera með ríkustu þjóðum heims. Já, það er fínt, en það er alveg sama hvort við erum rík eða ekki rík. Látum ekki um okkur spyrjast að við gleymum þeim sem verða útundan, sem ekki eiga í sig og á, þeim sem eru komnir á aldur og hafa hvorki þrek né tíma til að rétta úr kútnum. Hjálpum þeim. Tryggjum þeim áhyggjulaus ævikvöld. Nú skulum við bretta upp ermarnar.Höfundur er formaður FEB
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar