Áfram kennarar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. mars 2018 13:59 Grunnskólakennarar felldu nýjan samning með afgerandi hætti í vikunni. Samning, sem er lagður fram á sama tíma og yfirvöld menntamála á Íslandi tala hátt og skýrt fyrir því að nú verði ekki annað tekið í mál en að gert verði betur í menntamálum. Að kennarann verði að setja í forgang og ekki bara það heldur einfaldlega í fyrsta sæti. Mikilvægi kennarastarfsins verði að setja í öndvegi og bæta verulega starfsumhverfi og kjör, svo íslenskt menntakerfi standi a.m.k. jafnfætis því sem gerist hjá öðrum þjóðum, ef ekki framar. Kjarasamningar grunnskólakennara hingað til og eins langt aftur og hægt er að muna byggja á ramma sem í dag er úreltur og um leið að mínu mati rót vandans. Samningur, sem byggir á kennsluskyldu annars vegar og öðrum verkefnum hins vegar, allt í mínútum talið. Þar sem hver einasta mínúta er eyrnamerkt ótal, ótal verkefnum ásamt hinu eiginlega starfi að kenna. Verkefnum, sem búið er að skilgreina aftur og aftur sem hluta af starfinu að kenna. Vandinn er, að þessi mínútu skilgreiningarárátta hefur aldrei virkað og mun aldrei virka. Hún heldur skólastarfinu í einhvers konar gíslingu. Samkvæmt þessari mínútu eða hinni á kennarinn alls ekki að vera að sinna þessu heldur hinu. Við verðum að fara að hugsa þetta upp á nýtt, setja smá nýsköpunarhugsun inn í reikningsdæmið og færa okkur á nýjan reit, setjast niður, saman við nýtt og hreint borð. Því við getum einfaldlega gert svo miklu betur. Hættum að endurskilgreina hlutverk kennarans með endalausum viðbótarverkefnum og reynum að skilja út á hvað kennsla gengur og einfaldlega viðurkenna megin hlutverk kennarans. Þess, sem menntar sig sérstaklega til þess að vera ein af mikilvægustu manneskjunum í lífi hvers barns stóran hluta uppvaxtarára þess. Kennarinn óskar mjög skýrt eftir því að fá að sinna því starfi, sem hann hefur menntað sig til, og fá fyrir það ágætis kjör. Skólastarf byggir vissulega á fleiri þáttum en beinni kennslu og að mörgu að hyggja í starfi með börnum og ungmennum. Það höfum við viðurkennt og gefið því skilning en ávalt með það að leiðarljósi að eina og sama manneskjan sinni áfram öllum þeim fjölbreyttu störfum, sem fyrirfinnast í einum skóla, eða um það bil. Hér þarf að endurhugsa hlutverk, öll vitum við hver verkefnin eru og hversu fjölbreytt þau eru. Tökum stöðuna alvarlega og mætum í eitt skipti fyrir öll kennaranum með samtali og samvinnu um hvernig gott skólastarf er byggt upp og förum yfir það saman hverjir þurfa í raun og veru að koma að þeim verkefnum, sem vinna þarf, svo menntun barna og ungmenna verði framúrskarndi. Það er svo sannarlega hægt. Núverandi skilgreining á störfum hins eina sanna kennara er einfaldlega skökk og gengur aldrei upp í stóra samhenginu. Brettum upp ermar, tölum saman, tökum upp nýja hugsun og hættum að styðja við sjálfsvörn úrelts kerfis, sem er hætt að virka fyrir það samfélag sem við búum í og viljum byggja til framtíðar. Ég styð kennara og lýsi mig reiðubúna til þess að taka þátt í að leita leiða til að kennarastarfið verði eflt og eftirsótt. Enda er ég kennari að mennt og hef sem skólastjóri tekið þátt í að þróa annars konar vinnuramma utan um skólastarf. Það er allt hægt. Líka að tryggja sátt kennara.Höfundur er fyrrum skólastjóri grunnskóla Hjallastefnunnar og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu nýjan samning með afgerandi hætti í vikunni. Samning, sem er lagður fram á sama tíma og yfirvöld menntamála á Íslandi tala hátt og skýrt fyrir því að nú verði ekki annað tekið í mál en að gert verði betur í menntamálum. Að kennarann verði að setja í forgang og ekki bara það heldur einfaldlega í fyrsta sæti. Mikilvægi kennarastarfsins verði að setja í öndvegi og bæta verulega starfsumhverfi og kjör, svo íslenskt menntakerfi standi a.m.k. jafnfætis því sem gerist hjá öðrum þjóðum, ef ekki framar. Kjarasamningar grunnskólakennara hingað til og eins langt aftur og hægt er að muna byggja á ramma sem í dag er úreltur og um leið að mínu mati rót vandans. Samningur, sem byggir á kennsluskyldu annars vegar og öðrum verkefnum hins vegar, allt í mínútum talið. Þar sem hver einasta mínúta er eyrnamerkt ótal, ótal verkefnum ásamt hinu eiginlega starfi að kenna. Verkefnum, sem búið er að skilgreina aftur og aftur sem hluta af starfinu að kenna. Vandinn er, að þessi mínútu skilgreiningarárátta hefur aldrei virkað og mun aldrei virka. Hún heldur skólastarfinu í einhvers konar gíslingu. Samkvæmt þessari mínútu eða hinni á kennarinn alls ekki að vera að sinna þessu heldur hinu. Við verðum að fara að hugsa þetta upp á nýtt, setja smá nýsköpunarhugsun inn í reikningsdæmið og færa okkur á nýjan reit, setjast niður, saman við nýtt og hreint borð. Því við getum einfaldlega gert svo miklu betur. Hættum að endurskilgreina hlutverk kennarans með endalausum viðbótarverkefnum og reynum að skilja út á hvað kennsla gengur og einfaldlega viðurkenna megin hlutverk kennarans. Þess, sem menntar sig sérstaklega til þess að vera ein af mikilvægustu manneskjunum í lífi hvers barns stóran hluta uppvaxtarára þess. Kennarinn óskar mjög skýrt eftir því að fá að sinna því starfi, sem hann hefur menntað sig til, og fá fyrir það ágætis kjör. Skólastarf byggir vissulega á fleiri þáttum en beinni kennslu og að mörgu að hyggja í starfi með börnum og ungmennum. Það höfum við viðurkennt og gefið því skilning en ávalt með það að leiðarljósi að eina og sama manneskjan sinni áfram öllum þeim fjölbreyttu störfum, sem fyrirfinnast í einum skóla, eða um það bil. Hér þarf að endurhugsa hlutverk, öll vitum við hver verkefnin eru og hversu fjölbreytt þau eru. Tökum stöðuna alvarlega og mætum í eitt skipti fyrir öll kennaranum með samtali og samvinnu um hvernig gott skólastarf er byggt upp og förum yfir það saman hverjir þurfa í raun og veru að koma að þeim verkefnum, sem vinna þarf, svo menntun barna og ungmenna verði framúrskarndi. Það er svo sannarlega hægt. Núverandi skilgreining á störfum hins eina sanna kennara er einfaldlega skökk og gengur aldrei upp í stóra samhenginu. Brettum upp ermar, tölum saman, tökum upp nýja hugsun og hættum að styðja við sjálfsvörn úrelts kerfis, sem er hætt að virka fyrir það samfélag sem við búum í og viljum byggja til framtíðar. Ég styð kennara og lýsi mig reiðubúna til þess að taka þátt í að leita leiða til að kennarastarfið verði eflt og eftirsótt. Enda er ég kennari að mennt og hef sem skólastjóri tekið þátt í að þróa annars konar vinnuramma utan um skólastarf. Það er allt hægt. Líka að tryggja sátt kennara.Höfundur er fyrrum skólastjóri grunnskóla Hjallastefnunnar og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun