Óvissa um framhaldið hjá Hlyni: „Þurfum að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 11:30 Hlynur Bæringsson hefur verið frábær í einvígi Stjörnunnar og ÍR, sem og allt tímabilið í Domino's deildinni. Vísir/Andri Marinó Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. „Eins og þetta er núna er staðan bara frekar óljós,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, þegar Vísir ræddi við hann í dag um ástand Hlyns. „Við þurfum líka að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað og annað. Hann fann fyrir einhverju í hálfleik en tók það ekki með öllu að setjast.“ „Það var náttúrulega alvarlega spáð í það þarna í hálfleik [að Hlynur myndi ekki spila meira] en hann vildi fá að prófa tvær þrjár mínútur og svo var þetta metið þá að þetta væri ekki að há honum þannig.“ Svo fór að Hlynur spilaði mest allra leikmanna á vellinum í Seljaskóla í gær, hann var inn á í 37 mínútur og 26 sekúndur. Atvikið átti sér stað þegar rétt tæpar 4 mínútur voru liðnar af leiknum. „Með kvöldinu þá virðist hann hafa farið að finna fyrir einhverju. Ég hef ekki heyrt í honum í dag hvernig staðan er, en hann finnur fyrir áhrifum höggsins, það er á hreinu.“ „Ef að hann finnur fyrir einkennum höggsins á leikdegi þá spilar hann ekki leikinn, það er alveg 100 prósent.“ „Við erum með mann í þjálfarateyminu sem hefur mikla og góða reynslu af þessu og hann fór vel yfir það með Hlyn eftir leikinn hvernig væri best að vega og meta þetta og haga sér núna á milli þessara tveggja leikja.“ „Hann er bara með Hlyn í umsjá fram að sunnudeginum,“ sagði Hrafn og átti þar við Justin Shouse, aðstoðarþjálfara sinn sem lék með Stjörnunni á síðasta tímabili og á árum áður. Hann lagði skóna á hilluna í apríl síðast liðinn, meðal annars vegna alvarlegs höfuðhöggs sem hann hlaut í janúar 2017. Shouse tjáði sig um málið á Twitter í gær og biðlaði til KKÍ að grípa til aðgerða ef þeim væri „annt um öryggi leikmanna og höfuðmeiðsli.“As a former player who has dealt w/ head trauma on the court, this aggressive elbow to the head of the Icelandic National team capt. is excruciating to see. If KKI and referees care about player safety and head injuries something should be addressed here. #dominos365#korfuboltipic.twitter.com/FQYIPCqOLS — jshouse (@shousey12) March 22, 2018Dómaranefnd KKÍ er búin að kæra atvikið til Aga- og úrskurðanefndar sem mun ákveða hvort Taylor fari í bann vegna höggsins. Hrafn sagðist ánægður með að hlutlaus aðili hafi kært málið, en Stjarnan hefði að öllum líkindum gert það ef dómaranefnd hefði ekkert aðhafst. Fjórði leikur einvígisins fer fram í Ásgarði í Garðabæ á sunnudaginn. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 67-64 │ ÍR vann spennutrylli í Seljaskóla Stjarnan jafnaði einvígið við ÍR á heimavelli sínum í Garðabæ á mánudaginn í 1-1 eftir að ÍR hafði komist yfir. Liðin mættust í þriðja sinn í Seljaskóla í kvöld og þar fór ÍR með sigur eftir svakalegar loka mínútur. 22. mars 2018 22:15 Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56 „Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni“ Hrafn Kristjánsson var vægast sagt ósáttur með dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í Seljaskóla í kvöld. ÍR hafði 67-64 sigur í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar. 22. mars 2018 21:34 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. „Eins og þetta er núna er staðan bara frekar óljós,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, þegar Vísir ræddi við hann í dag um ástand Hlyns. „Við þurfum líka að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað og annað. Hann fann fyrir einhverju í hálfleik en tók það ekki með öllu að setjast.“ „Það var náttúrulega alvarlega spáð í það þarna í hálfleik [að Hlynur myndi ekki spila meira] en hann vildi fá að prófa tvær þrjár mínútur og svo var þetta metið þá að þetta væri ekki að há honum þannig.“ Svo fór að Hlynur spilaði mest allra leikmanna á vellinum í Seljaskóla í gær, hann var inn á í 37 mínútur og 26 sekúndur. Atvikið átti sér stað þegar rétt tæpar 4 mínútur voru liðnar af leiknum. „Með kvöldinu þá virðist hann hafa farið að finna fyrir einhverju. Ég hef ekki heyrt í honum í dag hvernig staðan er, en hann finnur fyrir áhrifum höggsins, það er á hreinu.“ „Ef að hann finnur fyrir einkennum höggsins á leikdegi þá spilar hann ekki leikinn, það er alveg 100 prósent.“ „Við erum með mann í þjálfarateyminu sem hefur mikla og góða reynslu af þessu og hann fór vel yfir það með Hlyn eftir leikinn hvernig væri best að vega og meta þetta og haga sér núna á milli þessara tveggja leikja.“ „Hann er bara með Hlyn í umsjá fram að sunnudeginum,“ sagði Hrafn og átti þar við Justin Shouse, aðstoðarþjálfara sinn sem lék með Stjörnunni á síðasta tímabili og á árum áður. Hann lagði skóna á hilluna í apríl síðast liðinn, meðal annars vegna alvarlegs höfuðhöggs sem hann hlaut í janúar 2017. Shouse tjáði sig um málið á Twitter í gær og biðlaði til KKÍ að grípa til aðgerða ef þeim væri „annt um öryggi leikmanna og höfuðmeiðsli.“As a former player who has dealt w/ head trauma on the court, this aggressive elbow to the head of the Icelandic National team capt. is excruciating to see. If KKI and referees care about player safety and head injuries something should be addressed here. #dominos365#korfuboltipic.twitter.com/FQYIPCqOLS — jshouse (@shousey12) March 22, 2018Dómaranefnd KKÍ er búin að kæra atvikið til Aga- og úrskurðanefndar sem mun ákveða hvort Taylor fari í bann vegna höggsins. Hrafn sagðist ánægður með að hlutlaus aðili hafi kært málið, en Stjarnan hefði að öllum líkindum gert það ef dómaranefnd hefði ekkert aðhafst. Fjórði leikur einvígisins fer fram í Ásgarði í Garðabæ á sunnudaginn.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 67-64 │ ÍR vann spennutrylli í Seljaskóla Stjarnan jafnaði einvígið við ÍR á heimavelli sínum í Garðabæ á mánudaginn í 1-1 eftir að ÍR hafði komist yfir. Liðin mættust í þriðja sinn í Seljaskóla í kvöld og þar fór ÍR með sigur eftir svakalegar loka mínútur. 22. mars 2018 22:15 Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56 „Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni“ Hrafn Kristjánsson var vægast sagt ósáttur með dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í Seljaskóla í kvöld. ÍR hafði 67-64 sigur í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar. 22. mars 2018 21:34 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 67-64 │ ÍR vann spennutrylli í Seljaskóla Stjarnan jafnaði einvígið við ÍR á heimavelli sínum í Garðabæ á mánudaginn í 1-1 eftir að ÍR hafði komist yfir. Liðin mættust í þriðja sinn í Seljaskóla í kvöld og þar fór ÍR með sigur eftir svakalegar loka mínútur. 22. mars 2018 22:15
Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48
Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56
„Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni“ Hrafn Kristjánsson var vægast sagt ósáttur með dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í Seljaskóla í kvöld. ÍR hafði 67-64 sigur í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar. 22. mars 2018 21:34