Heilbrigðisþing aftur á dagskrá Ingimar Einarsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Um áratugaskeið innihélt heilbrigðislöggjöfin ákvæði um að halda heilbrigðisþing eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Til heilbrigðisþings voru boðaðir stjórnendur, fagfólk, fulltrúar félagasamtaka, stjórnmálamenn og fleiri sem létu sig málefni heilbrigðisþjónustunnar einhverju varða. Hélst sú skipan þar til ný heilbrigðislög voru samþykkt á árinu 2007. Heilbrigðisþing voru haldin 1980, 1995, 1999 og 2003. Sambærilegar samkomur voru einnig haldnar á árunum 2000 og 2001. Annars vegar snerust þær um gæði og árangur heilbrigðisþjónustu og hins vegar um menntun heilbrigðisstétta og mannaflaspár heilbrigðisþjónustunnar.Vettvangur hugmynda Heilbrigðisþingin voru hugsuð sem eins konar vettvangur ráðgjafar- og umsagnarstarfa á sviði heilbrigðismála og um leið grundvöllur stefnumótunar og áætlanagerðar til langs tíma. Heilbrigðisráðuneytinu var venjulega falið að undirbúa heilbrigðisþingin, í samráði við Embætti landlæknis, og jafnframt hefur ráðuneytinu verið falið að fullvinna þau mál sem fram komu á hverju þingi fyrir sig. Í flestum tilvikum vantaði nokkuð upp á að niðurstöðum heilbrigðisþinga væru fylgt eftir í samræmi við þær kröfur sem gera verður um framkvæmd slíkra verkefna.Heilbrigðisþingin Fyrsta heilbrigðisþingið var haldið á haustdögum árið 1980, í embættistíð Svavars Gestssonar, og segir í skýrslu frá þinginu að þátttaka hafi verið mikil og áhugi og metnaður fyrir hönd íslensku heilbrigðisþjónustunnar hafi einkennt umræðurnar. Annað heilbrigðisþingið var haldið í byrjun árs 1995. Umfjöllunarefni þingsins var heilbrigðisástand Íslendinga og horfur um heilsufar þjóðarinnar á næstu árum. Á þriðja heilbrigðisþinginu 1999 kom greinilega fram að í heilbrigðismálum, sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins, væri nauðsynlegt að vinna skipulega að áætlanagerð og setningu markmiða á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. Loks var heilbrigðisþing haldið fjórum árum síðar, eða 7. nóvember 2003. Viðfangsefnið var Háskólasjúkrahús á Íslandi – Framtíðarsýn, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð.Aftur á dagskrá Engum vafa er undirorpið að heilbrigðisþingin hafa verið mikilsverður vettvangur samskipta og skoðanaskipta um heilbrigðismál. Þar voru á dagskrá helstu stefnumál heilbrigðisþjónustunnar og málefni sem hafa verið til umræðu víða um lönd. Það er hins vegar umhugsunarefni hvers vegna þessi samtöl hafa ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti inn í hina pólitísku umræðu og ákvarðanatöku. Undantekningin er gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 sem samþykkt var af Alþingi á vormánuðum árið 2001. Spurningin er hvort ekki sé þörf á að taka upp þráðinn að nýju og efna til heilbrigðisþings til að leggja grundvöll að heilbrigðisstefnu til framtíðar og tryggja að ákvörðunum þess efnis verði fylgt eftir.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið innihélt heilbrigðislöggjöfin ákvæði um að halda heilbrigðisþing eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Til heilbrigðisþings voru boðaðir stjórnendur, fagfólk, fulltrúar félagasamtaka, stjórnmálamenn og fleiri sem létu sig málefni heilbrigðisþjónustunnar einhverju varða. Hélst sú skipan þar til ný heilbrigðislög voru samþykkt á árinu 2007. Heilbrigðisþing voru haldin 1980, 1995, 1999 og 2003. Sambærilegar samkomur voru einnig haldnar á árunum 2000 og 2001. Annars vegar snerust þær um gæði og árangur heilbrigðisþjónustu og hins vegar um menntun heilbrigðisstétta og mannaflaspár heilbrigðisþjónustunnar.Vettvangur hugmynda Heilbrigðisþingin voru hugsuð sem eins konar vettvangur ráðgjafar- og umsagnarstarfa á sviði heilbrigðismála og um leið grundvöllur stefnumótunar og áætlanagerðar til langs tíma. Heilbrigðisráðuneytinu var venjulega falið að undirbúa heilbrigðisþingin, í samráði við Embætti landlæknis, og jafnframt hefur ráðuneytinu verið falið að fullvinna þau mál sem fram komu á hverju þingi fyrir sig. Í flestum tilvikum vantaði nokkuð upp á að niðurstöðum heilbrigðisþinga væru fylgt eftir í samræmi við þær kröfur sem gera verður um framkvæmd slíkra verkefna.Heilbrigðisþingin Fyrsta heilbrigðisþingið var haldið á haustdögum árið 1980, í embættistíð Svavars Gestssonar, og segir í skýrslu frá þinginu að þátttaka hafi verið mikil og áhugi og metnaður fyrir hönd íslensku heilbrigðisþjónustunnar hafi einkennt umræðurnar. Annað heilbrigðisþingið var haldið í byrjun árs 1995. Umfjöllunarefni þingsins var heilbrigðisástand Íslendinga og horfur um heilsufar þjóðarinnar á næstu árum. Á þriðja heilbrigðisþinginu 1999 kom greinilega fram að í heilbrigðismálum, sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins, væri nauðsynlegt að vinna skipulega að áætlanagerð og setningu markmiða á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. Loks var heilbrigðisþing haldið fjórum árum síðar, eða 7. nóvember 2003. Viðfangsefnið var Háskólasjúkrahús á Íslandi – Framtíðarsýn, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð.Aftur á dagskrá Engum vafa er undirorpið að heilbrigðisþingin hafa verið mikilsverður vettvangur samskipta og skoðanaskipta um heilbrigðismál. Þar voru á dagskrá helstu stefnumál heilbrigðisþjónustunnar og málefni sem hafa verið til umræðu víða um lönd. Það er hins vegar umhugsunarefni hvers vegna þessi samtöl hafa ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti inn í hina pólitísku umræðu og ákvarðanatöku. Undantekningin er gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 sem samþykkt var af Alþingi á vormánuðum árið 2001. Spurningin er hvort ekki sé þörf á að taka upp þráðinn að nýju og efna til heilbrigðisþings til að leggja grundvöll að heilbrigðisstefnu til framtíðar og tryggja að ákvörðunum þess efnis verði fylgt eftir.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun