Þekking er gjaldmiðill framtíðar Jón Atli Benediktsson skrifar 22. mars 2018 17:00 Uppbygging rannsókna og doktorsnáms við Háskóla Íslands undanfarna tvo áratugi hefur komið skólanum í fremstu röð alþjóð legra rannsóknaháskóla. Þjóðir heims fjárfesta í rannsóknarháskólum til að byggja upp samfélag sem drifið er áfram af menntun, rannsóknum og nýsköpun. Hér á landi hefur verið stigið skref í þá átt með uppbyggingu háskólastigsins en til að byggja upp blómlegt þekkingarsamfélag á Íslandi til framtíðar þarf samstillt átak háskóla, stjórnvalda og atvinnulífs. Atvinnulífið þarf að sjá sér hag í því að vinna með háskólum og háskólar þurfa að sjá ábata af því að vinna með atvinnulífinu. Þannig er hægt að tryggja hagnýtingu þekkingar og að ungt fólk hafi fjölbreytt tækifæri til að nýta háskólamenntun sína og sjái sér þannig hag í að búa hér á landi. Rannsóknir háskóla og doktorsnám er mikilvægur þáttur í þessari menntasókn. Hagnýting þekkingar er forsenda þess að hægt sé að takast á við samfélagslegar áskoranir á borð við loftslagsbreytingar og misskiptingu auðs og til að fyrirtæki geti þróað starfsemi sína. Opinberar stofnanir, nýsköpunarfyrirtæki og atvinnulíf kalla sífellt eftir sérhæfðari þekkingu og háþróaðri tæknilausnum. Mörg framsæknustu fyrirtæki heims hafa því byggt upp öflugt samstarf við háskóla til að sækja þangað þekkingu og tækninýjungar sem sprottnar eru úr grunnrannsóknum á ólíkum fræðasviðum. Hátæknirisar á borð við Google og Apple sækjast t.d. markvisst eftir samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir og er þróun þessara fyrirtækja háð slíkri þekkingarsköpun. Mikilvæg framþróun síðustu áratuga – s.s. GPS-tæknin, snertiskjárinn og internetið – hefði aldrei náðst án fjárfestingar samfélagsins í háskólamenntun, rannsóknum og doktorsnámi í fjölbreyttum fræðigreinum. Háskóli Íslands hefur þegar stigið markviss skref til að skapa lifandi og gagnvirkan samstarfsvettvang við atvinnulífið. Dæmi um þetta er uppbygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni í samvinnu við Reykjavíkurborg þar sem Háskólinn og nýsköpunarfyrirtæki eru leidd saman. Þá hefur Háskólinn haft forystu um stofnun þekkingarveitunnar „Auðnu“ sem er vettvangur til að veita hugverkum og nýrri tækni úr háskólum og rannsóknastofnunum til samfélags og atvinnulífs. Erlendar úttektir hafa sýnt að skortur á slíku samstarfi og slíkri þekkingarveitu hefur verið veikleiki kerfisins hér á landi. Sóknarfærin hér fyrir íslenskt samfélag eru nánast óþrjótandi. Beint samband er á milli fjárfestingar í rannsóknum, nýsköpun og þróun annars vegar og framleiðniaukningar og hagvaxtar hins vegar. Áhrifin eru víðtækust í þeim ríkjum sem fjárfesta mest í háskólastarfi. Sýnt hefur verið fram á að hver aukin króna til rannsókna og nýsköpunar skilar vexti þjóðartekna sem nemur fimmfaldri þeirri aukningu. Fjárfesting í rannsóknum og menntun skilar sér þannig margfalt til baka til samfélagsins í auknum hagvexti og lífsgæðum.Sameiginlegt viðfangsefni Samkvæmt nýsköpunarvísitölu Sameinuðu þjóðanna stendur Ísland sterkt að vígi þegar litið er til árangurs vísindarannsókna og alþjóðlegs samstarfs, en síður þegar kemur að þáttum á borð við nýtingu hátækni, útflutning og framleiðni. Hluti vandans er að við verjum ekki nægilegum fjármunum í rannsóknir og þróun, jafnt í háskólum sem fyrirtækjum. Við þurfum sameiginlega að setja okkur metnaðarfull markmið til að vera samkeppnishæf við nágrannaþjóðir okkar. Evrópusambandið stefnir að því að verja þremur prósentum af landsframleiðslu aðildarríkjanna í rannsóknir og þróun og skapa með því fjölda nýrra starfa og auka hagvöxt. Framsækin ríki á borð við Bandaríkin, Japan og Suður-Kóreu fjárfesta nú þegar þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu sinni í rannsóknaháskólum, alþjóðasamstarfi, hagnýtingu og nýsköpun til að tryggja samkeppnishæfni sína. Slík fjárfesting skilar sér beint til atvinnulífsins og samfélagsins alls. Það er sameiginlegt viðfangsefni okkar, háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og stjórnvalda að stuðla að hagnýtingu þekkingar í þágu sjálfbærni samfélagsins, velferðar allra og til að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. Farsæld samfélags okkar til framtíðar er í húfi.Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Uppbygging rannsókna og doktorsnáms við Háskóla Íslands undanfarna tvo áratugi hefur komið skólanum í fremstu röð alþjóð legra rannsóknaháskóla. Þjóðir heims fjárfesta í rannsóknarháskólum til að byggja upp samfélag sem drifið er áfram af menntun, rannsóknum og nýsköpun. Hér á landi hefur verið stigið skref í þá átt með uppbyggingu háskólastigsins en til að byggja upp blómlegt þekkingarsamfélag á Íslandi til framtíðar þarf samstillt átak háskóla, stjórnvalda og atvinnulífs. Atvinnulífið þarf að sjá sér hag í því að vinna með háskólum og háskólar þurfa að sjá ábata af því að vinna með atvinnulífinu. Þannig er hægt að tryggja hagnýtingu þekkingar og að ungt fólk hafi fjölbreytt tækifæri til að nýta háskólamenntun sína og sjái sér þannig hag í að búa hér á landi. Rannsóknir háskóla og doktorsnám er mikilvægur þáttur í þessari menntasókn. Hagnýting þekkingar er forsenda þess að hægt sé að takast á við samfélagslegar áskoranir á borð við loftslagsbreytingar og misskiptingu auðs og til að fyrirtæki geti þróað starfsemi sína. Opinberar stofnanir, nýsköpunarfyrirtæki og atvinnulíf kalla sífellt eftir sérhæfðari þekkingu og háþróaðri tæknilausnum. Mörg framsæknustu fyrirtæki heims hafa því byggt upp öflugt samstarf við háskóla til að sækja þangað þekkingu og tækninýjungar sem sprottnar eru úr grunnrannsóknum á ólíkum fræðasviðum. Hátæknirisar á borð við Google og Apple sækjast t.d. markvisst eftir samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir og er þróun þessara fyrirtækja háð slíkri þekkingarsköpun. Mikilvæg framþróun síðustu áratuga – s.s. GPS-tæknin, snertiskjárinn og internetið – hefði aldrei náðst án fjárfestingar samfélagsins í háskólamenntun, rannsóknum og doktorsnámi í fjölbreyttum fræðigreinum. Háskóli Íslands hefur þegar stigið markviss skref til að skapa lifandi og gagnvirkan samstarfsvettvang við atvinnulífið. Dæmi um þetta er uppbygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni í samvinnu við Reykjavíkurborg þar sem Háskólinn og nýsköpunarfyrirtæki eru leidd saman. Þá hefur Háskólinn haft forystu um stofnun þekkingarveitunnar „Auðnu“ sem er vettvangur til að veita hugverkum og nýrri tækni úr háskólum og rannsóknastofnunum til samfélags og atvinnulífs. Erlendar úttektir hafa sýnt að skortur á slíku samstarfi og slíkri þekkingarveitu hefur verið veikleiki kerfisins hér á landi. Sóknarfærin hér fyrir íslenskt samfélag eru nánast óþrjótandi. Beint samband er á milli fjárfestingar í rannsóknum, nýsköpun og þróun annars vegar og framleiðniaukningar og hagvaxtar hins vegar. Áhrifin eru víðtækust í þeim ríkjum sem fjárfesta mest í háskólastarfi. Sýnt hefur verið fram á að hver aukin króna til rannsókna og nýsköpunar skilar vexti þjóðartekna sem nemur fimmfaldri þeirri aukningu. Fjárfesting í rannsóknum og menntun skilar sér þannig margfalt til baka til samfélagsins í auknum hagvexti og lífsgæðum.Sameiginlegt viðfangsefni Samkvæmt nýsköpunarvísitölu Sameinuðu þjóðanna stendur Ísland sterkt að vígi þegar litið er til árangurs vísindarannsókna og alþjóðlegs samstarfs, en síður þegar kemur að þáttum á borð við nýtingu hátækni, útflutning og framleiðni. Hluti vandans er að við verjum ekki nægilegum fjármunum í rannsóknir og þróun, jafnt í háskólum sem fyrirtækjum. Við þurfum sameiginlega að setja okkur metnaðarfull markmið til að vera samkeppnishæf við nágrannaþjóðir okkar. Evrópusambandið stefnir að því að verja þremur prósentum af landsframleiðslu aðildarríkjanna í rannsóknir og þróun og skapa með því fjölda nýrra starfa og auka hagvöxt. Framsækin ríki á borð við Bandaríkin, Japan og Suður-Kóreu fjárfesta nú þegar þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu sinni í rannsóknaháskólum, alþjóðasamstarfi, hagnýtingu og nýsköpun til að tryggja samkeppnishæfni sína. Slík fjárfesting skilar sér beint til atvinnulífsins og samfélagsins alls. Það er sameiginlegt viðfangsefni okkar, háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og stjórnvalda að stuðla að hagnýtingu þekkingar í þágu sjálfbærni samfélagsins, velferðar allra og til að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. Farsæld samfélags okkar til framtíðar er í húfi.Höfundur er rektor Háskóla Íslands.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun