Handbolti

Ólafur borinn af velli og fluttur á sjúkrahús

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur í leik með Stjörnunni en hann lék með þeim áður en hann gekk í raðir KIF.
Ólafur í leik með Stjörnunni en hann lék með þeim áður en hann gekk í raðir KIF. vísir/anton
Ólafur Gústafsson, leikmaður KIF Kolding Kaupmanahöfn, meiddist illa í leik liðsins gegn Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Óttast er að Ólafur sé illa meiddur.

Eftir að hafa skorað sitt annað mark í leiknum lenti Ólafur illa og meiddist á hné. Hann var í kjölfarið fluttur frá íþróttahúsinu í sjúkrabíl og beint upp á spítala þar sem hann er á leið í myndatöku samkvæmt heimildum Vísis. Von er á frekari niðurstöðum í kvöld.

Ólafur hefur í gegnum tíðina verið afar óheppinn með meiðsli. Í vetur gekk hann svo í raðir danska liðsins frá Stjörnunni, en þar hefur Ólafur hefur leikið afar vel og meðal annars unnið sér inn sæti í landsliðshóp Íslands.

KIF Kolding Kaupmannahöfn tapaði leiknum með tveggja marka mun en liðið er í harðri baráttu um að lenda í einu af átta efstu sætunum. Átta efstu sætin fara í úrslitakeppni.

Myndband af þessu skelfilega atviki má sjá hér en við vörum viðkvæma við því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×