Lýðræði, Evrópa og ríkidæmi Þorvaldur Gylfason skrifar 5. apríl 2018 07:00 Menn greinir á um Evrópusambandið innan lands og utan. Það er eðlilegt þar eð sambandið er öðrum þræði pólitískt í eðli sínu, samband um frið í álfunni og virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Ágreiningur um stjórnmál liggur í hlutarins eðli. Menn getur einnig greint á um efnahagshluta reynslunnar af ESB þar eð hagrænar vísbendingar um málið eru margslungnar. Sumir benda á að viðskipti innan ESB hafa glæðzt til muna til hagsbóta fyrir aðildarríkin eins og að var stefnt. Aðrir benda á að sameiginleg mynt 19 aðildarlanda af 28, evran, hefur sums staðar valdið vandræðum með því að svipta einstök evrulönd getunni til að fella gengi eigin gjaldmiðila með gamla laginu. Þeir segja: Sama gengi hentar ekki öllum. Enn aðrir segja: Sama örlæti gagnvart erlendum flóttamönnum og öðrum innflytjendum hentar ekki heldur öllum. Svíar sem telja 2% af mannfjölda ESB tóku á móti 160.000 flóttamönnum 2015. Ef öll aðildarlönd ESB hefðu tekið við sama fjölda flóttamanna í hlutfalli við mannfjölda hefði ESB tekið við átta milljónum flóttamanna á einu ári. Til viðmiðunar telja Svisslendingar röskar átta milljónir. Hvert ESB-land ræður því sjálft hversu mörgum innflytjendum það tekur við frá löndum utan ESB. Hvert ESB-land ræður því þó ekki hversu mörgum það tekur við frá öðrum ESB-löndum.Eigin forsendur Svíþjóð og Sviss, vel á minnzt. Byrjum á Svíum. Svíþjóð og Finnland eru náskyld lönd og nauðalík að flestu öðru leyti en því að Finnar tóku upp evruna um leið og færi gafst 1999 en Svíar ekki. Samt hefur efnahagsþróun beggja landa æ síðan verið áþekk í grófum dráttum. Svíar hafa haldið lítils háttar forskoti sínu á Finna mælt í þjóðartekjum á mann. Sama máli gegnir um Sviss og Austurríki. Austurríkismenn tóku upp evruna 1999 en Svisslendingar ekki. Svisslendingar eru jafnvel ekki aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hvað þá að ESB eða evrunni. Eigi að síður hefur efnahagsþróun beggja landa verið áþekk frá aldamótum. Svisslendingar hafa haldið forskoti sínu á Austurríkismenn mælt í þjóðartekjum á mann. Sviss hefur lengið verið meðal allra ríkustu landa heims mælt í tekjum og eignum á mann. Af báðum þessum dæmum virðist mega ráða að aðild að ESB og evrusamstarfinu skiptir ekki öllu máli fyrir afkomu þjóða sé vel á málum haldið heima fyrir. Líku máli gegnir um Kanada og Bandaríkin. Efnahagur beggja landa hefur þróazt með áþekkum hætti undangenginn mannsaldur. Þetta er öðrum þræði hugsunin á bak við Brexit eða a.m.k. hugsun þeirra sem standa nú frammi fyrir útgöngu Breta úr ESB að ári. Hví skyldi Bretlandi ekki geta vegnað vel utan ESB á eigin forsendum líkt og Sviss og Kanada? Á móti kemur aðhald og hópefli sem ESB-aðild felur í sér. Hvort vegur þyngra er álitamál. Sviss í hjarta Evrópu Sviss er kapítuli út af fyrir sig. Landið er hlutlaust, stóð utan beggja heimsstyrjalda og gerðist ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en 2002. Landið stendur einnig utan efnahagsbandalaga að öðru leyti en því að Sviss er ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein aðili að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA). Sviss er einnig aðili að Alþjóðaviðskiptastofnunni (WTO) sem hefur það hlutverk að örva millilandaviðskipti. Svisslendingar hafa samið sérstaklega við ESB um viðskipti, umferð o.fl. enda er landið umlukið evrulöndum. Enginn sem fer um svæðið rekur sig á nokkurn mun sem máli skiptir að öðru leyti en því að Svisslendingar nota franka frekar en evrur. Sviss er Evrópuland Meira lýðræði, minni spilling Svisslendingar hafa einnig markað sér sérstöðu með beinu lýðræði við hlið fulltrúalýðræðis. Þeir ganga til þjóðaratkvæðis um stór mál og smá u.þ.b. fjórum sinnum á ári að jafnaði. Kjörnum fulltrúum stjórnmálaflokka á þingi eru því falin færri verkefni en ella væri. Stjórnmálamenn og flokkar eru eftir því minni fyrirferðar en annars staðar í álfunni. Hér kann að liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna spilling mælist mun minni í Sviss en í nálægum löndum. Í heimskönnun Gallups 2012 kom fram að 23% Svisslendinga töldu spillingu vera umtalsvert vandamál heima fyrir á móti 54% í Frakklandi, 58% í Þýzkalandi, 67% í Austurríki og 86% á Ítalíu. Transparency International tekur í sama streng og skipar Sviss í þriðja sæti listans yfir óspilltustu ríki heims 2017; aðeins Nýja-Sjáland og Danmörk fá hærri einkunn. Sviss stendur jafnfætis Finnlandi og Noregi á listanum og miklu framar en Frakkland, Þýzkaland, Austurríki og Ítalía Hingað heim Reynsla Svisslendinga virðist vitna um að lýðræði aftrar spillingu. Í þessu ljósi þarf að skoða ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um beint lýðræði með auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna hér heima og andstöðu margra stjórnmálamanna við að staðfesta stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Nýju stjórnarskránni er beinlínis ætlað að minnka vægi stjórnmálamanna og flokka og draga m.a. þannig úr spillingu að svissneskri fyrirmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Menn greinir á um Evrópusambandið innan lands og utan. Það er eðlilegt þar eð sambandið er öðrum þræði pólitískt í eðli sínu, samband um frið í álfunni og virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Ágreiningur um stjórnmál liggur í hlutarins eðli. Menn getur einnig greint á um efnahagshluta reynslunnar af ESB þar eð hagrænar vísbendingar um málið eru margslungnar. Sumir benda á að viðskipti innan ESB hafa glæðzt til muna til hagsbóta fyrir aðildarríkin eins og að var stefnt. Aðrir benda á að sameiginleg mynt 19 aðildarlanda af 28, evran, hefur sums staðar valdið vandræðum með því að svipta einstök evrulönd getunni til að fella gengi eigin gjaldmiðila með gamla laginu. Þeir segja: Sama gengi hentar ekki öllum. Enn aðrir segja: Sama örlæti gagnvart erlendum flóttamönnum og öðrum innflytjendum hentar ekki heldur öllum. Svíar sem telja 2% af mannfjölda ESB tóku á móti 160.000 flóttamönnum 2015. Ef öll aðildarlönd ESB hefðu tekið við sama fjölda flóttamanna í hlutfalli við mannfjölda hefði ESB tekið við átta milljónum flóttamanna á einu ári. Til viðmiðunar telja Svisslendingar röskar átta milljónir. Hvert ESB-land ræður því sjálft hversu mörgum innflytjendum það tekur við frá löndum utan ESB. Hvert ESB-land ræður því þó ekki hversu mörgum það tekur við frá öðrum ESB-löndum.Eigin forsendur Svíþjóð og Sviss, vel á minnzt. Byrjum á Svíum. Svíþjóð og Finnland eru náskyld lönd og nauðalík að flestu öðru leyti en því að Finnar tóku upp evruna um leið og færi gafst 1999 en Svíar ekki. Samt hefur efnahagsþróun beggja landa æ síðan verið áþekk í grófum dráttum. Svíar hafa haldið lítils háttar forskoti sínu á Finna mælt í þjóðartekjum á mann. Sama máli gegnir um Sviss og Austurríki. Austurríkismenn tóku upp evruna 1999 en Svisslendingar ekki. Svisslendingar eru jafnvel ekki aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hvað þá að ESB eða evrunni. Eigi að síður hefur efnahagsþróun beggja landa verið áþekk frá aldamótum. Svisslendingar hafa haldið forskoti sínu á Austurríkismenn mælt í þjóðartekjum á mann. Sviss hefur lengið verið meðal allra ríkustu landa heims mælt í tekjum og eignum á mann. Af báðum þessum dæmum virðist mega ráða að aðild að ESB og evrusamstarfinu skiptir ekki öllu máli fyrir afkomu þjóða sé vel á málum haldið heima fyrir. Líku máli gegnir um Kanada og Bandaríkin. Efnahagur beggja landa hefur þróazt með áþekkum hætti undangenginn mannsaldur. Þetta er öðrum þræði hugsunin á bak við Brexit eða a.m.k. hugsun þeirra sem standa nú frammi fyrir útgöngu Breta úr ESB að ári. Hví skyldi Bretlandi ekki geta vegnað vel utan ESB á eigin forsendum líkt og Sviss og Kanada? Á móti kemur aðhald og hópefli sem ESB-aðild felur í sér. Hvort vegur þyngra er álitamál. Sviss í hjarta Evrópu Sviss er kapítuli út af fyrir sig. Landið er hlutlaust, stóð utan beggja heimsstyrjalda og gerðist ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en 2002. Landið stendur einnig utan efnahagsbandalaga að öðru leyti en því að Sviss er ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein aðili að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA). Sviss er einnig aðili að Alþjóðaviðskiptastofnunni (WTO) sem hefur það hlutverk að örva millilandaviðskipti. Svisslendingar hafa samið sérstaklega við ESB um viðskipti, umferð o.fl. enda er landið umlukið evrulöndum. Enginn sem fer um svæðið rekur sig á nokkurn mun sem máli skiptir að öðru leyti en því að Svisslendingar nota franka frekar en evrur. Sviss er Evrópuland Meira lýðræði, minni spilling Svisslendingar hafa einnig markað sér sérstöðu með beinu lýðræði við hlið fulltrúalýðræðis. Þeir ganga til þjóðaratkvæðis um stór mál og smá u.þ.b. fjórum sinnum á ári að jafnaði. Kjörnum fulltrúum stjórnmálaflokka á þingi eru því falin færri verkefni en ella væri. Stjórnmálamenn og flokkar eru eftir því minni fyrirferðar en annars staðar í álfunni. Hér kann að liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna spilling mælist mun minni í Sviss en í nálægum löndum. Í heimskönnun Gallups 2012 kom fram að 23% Svisslendinga töldu spillingu vera umtalsvert vandamál heima fyrir á móti 54% í Frakklandi, 58% í Þýzkalandi, 67% í Austurríki og 86% á Ítalíu. Transparency International tekur í sama streng og skipar Sviss í þriðja sæti listans yfir óspilltustu ríki heims 2017; aðeins Nýja-Sjáland og Danmörk fá hærri einkunn. Sviss stendur jafnfætis Finnlandi og Noregi á listanum og miklu framar en Frakkland, Þýzkaland, Austurríki og Ítalía Hingað heim Reynsla Svisslendinga virðist vitna um að lýðræði aftrar spillingu. Í þessu ljósi þarf að skoða ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um beint lýðræði með auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna hér heima og andstöðu margra stjórnmálamanna við að staðfesta stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Nýju stjórnarskránni er beinlínis ætlað að minnka vægi stjórnmálamanna og flokka og draga m.a. þannig úr spillingu að svissneskri fyrirmynd.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun