Vonbrigði stúdenta Logi Einarsson skrifar 5. apríl 2018 07:00 Úthlutunarreglur LÍN 2018 - 2019 hafa verið kynntar og enn sitja stúdentar eftir með sárt ennið. Raunin er sú að þörfum stúdenta hefur ekki verið sinnt síðastliðin ár og þeir þurft að sætta sig við skertan hlut – en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðar enga breytingu á því ástandi. Að okkar mati, og að mati talsmanna stúdenta, eru úthlutunareglurnar ekki sú kjarabót sem stúdentar þarfnast og hafa kallað eftir. Hækkun á reiknaðri framfærslu er minniháttar. Hún er enn þá töluvert undir 200.000 krónum og rúmlega 100.000 krónum lægri en lágmarkslaun. Reynt er að réttlæta þennan mikla mismun með vísan til þess að leiga á stúdentaíbúðum er lægri en á almennum markaði en það gengur illa upp vegna þess að aðeins brot af nemendum fá úthlutað íbúð. Frítekjumarkið var heldur ekki hækkað og hefur verið óbreytt síðan 2014 – en laun hafa á sama tíma hækkað um 32%.Vanlíðan stúdenta Vonbrigði stúdenta við þessum fréttum voru bæði augljós og eðlileg, enda eiga þeir margir erfitt með að ná endum saman. Þeir sem ekki geta fengið aðstoð frá foreldrum reyna oft að vinna með skóla en lenda þá í vítahring þar sem námslán þeirra skerðast fljótt vegna lágra frítekjumarka. Á sama tíma líður unga háskólafólkinu okkar ekki vel – en stór hluti háskólanema mælist með kvíða- og þunglyndisvandamál. Nám er fjárfesting fyrir þjóðfélagið í heild og mikilvægt að allir sem vilja geti menntað sig. Í þessari efnahagslegu uppsveiflu væri ráð að fjárfesta almennilega í menntun, endurskoða LÍN og stórbæta kjör námsmanna. Bætum kjörin Hækka þarf reiknaða framfærslu þannig að hún taki mið af raunverulegum aðstæðum stúdenta. Það verður auk þess að hækka frítekjumarkið, efla dreifbýlisstyrki, hækka ferðastyrki, efla og nútímavæða þjónustu. Einnig þyrfti að taka upp samtímagreiðslur námslána svo að unga fólkið okkar þurfi ekki að setja sig í skuld við banka í stórum stíl. Þá ættum við að færa okkur í áttina að námsstyrkjakerfi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Þessu höfum við í Samfylkingunni kallað eftir. Við fögnum því að að flóttafólk öðlist rétt á námslánum. Það sem skiptir þó höfuðmáli er að raunhæft verði að lifa á námslánum. Við þurfum almennilega framtíðarsýn í menntamálum á Íslandi til að vaxa og dafna og til að takast á við þær hröðu breytingar sem eru fram undan. LÍN spilar þar stórt hlutverk og tími til kominn að endurskoða og nútímavæða sjóðinn og gæta þess að hann sinni raunverulega hlutverki sínu sem jöfnunartæki.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Úthlutunarreglur LÍN 2018 - 2019 hafa verið kynntar og enn sitja stúdentar eftir með sárt ennið. Raunin er sú að þörfum stúdenta hefur ekki verið sinnt síðastliðin ár og þeir þurft að sætta sig við skertan hlut – en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðar enga breytingu á því ástandi. Að okkar mati, og að mati talsmanna stúdenta, eru úthlutunareglurnar ekki sú kjarabót sem stúdentar þarfnast og hafa kallað eftir. Hækkun á reiknaðri framfærslu er minniháttar. Hún er enn þá töluvert undir 200.000 krónum og rúmlega 100.000 krónum lægri en lágmarkslaun. Reynt er að réttlæta þennan mikla mismun með vísan til þess að leiga á stúdentaíbúðum er lægri en á almennum markaði en það gengur illa upp vegna þess að aðeins brot af nemendum fá úthlutað íbúð. Frítekjumarkið var heldur ekki hækkað og hefur verið óbreytt síðan 2014 – en laun hafa á sama tíma hækkað um 32%.Vanlíðan stúdenta Vonbrigði stúdenta við þessum fréttum voru bæði augljós og eðlileg, enda eiga þeir margir erfitt með að ná endum saman. Þeir sem ekki geta fengið aðstoð frá foreldrum reyna oft að vinna með skóla en lenda þá í vítahring þar sem námslán þeirra skerðast fljótt vegna lágra frítekjumarka. Á sama tíma líður unga háskólafólkinu okkar ekki vel – en stór hluti háskólanema mælist með kvíða- og þunglyndisvandamál. Nám er fjárfesting fyrir þjóðfélagið í heild og mikilvægt að allir sem vilja geti menntað sig. Í þessari efnahagslegu uppsveiflu væri ráð að fjárfesta almennilega í menntun, endurskoða LÍN og stórbæta kjör námsmanna. Bætum kjörin Hækka þarf reiknaða framfærslu þannig að hún taki mið af raunverulegum aðstæðum stúdenta. Það verður auk þess að hækka frítekjumarkið, efla dreifbýlisstyrki, hækka ferðastyrki, efla og nútímavæða þjónustu. Einnig þyrfti að taka upp samtímagreiðslur námslána svo að unga fólkið okkar þurfi ekki að setja sig í skuld við banka í stórum stíl. Þá ættum við að færa okkur í áttina að námsstyrkjakerfi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Þessu höfum við í Samfylkingunni kallað eftir. Við fögnum því að að flóttafólk öðlist rétt á námslánum. Það sem skiptir þó höfuðmáli er að raunhæft verði að lifa á námslánum. Við þurfum almennilega framtíðarsýn í menntamálum á Íslandi til að vaxa og dafna og til að takast á við þær hröðu breytingar sem eru fram undan. LÍN spilar þar stórt hlutverk og tími til kominn að endurskoða og nútímavæða sjóðinn og gæta þess að hann sinni raunverulega hlutverki sínu sem jöfnunartæki.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun