Kosningaloforð Eyþórs gæti komið Eyjamönnum í bobba Jakob Bjarnar skrifar 18. apríl 2018 15:57 Ráðuneytið krefur Eyjamenn útskýringa á niðurfellingu fasteignagjalda eldri borgara en kosningaloforð Eyþórs hefur orðið til að vekja athygli á hugsanlega ólöglegri niðurfellingu Elliða og Eyjamanna á fasteignagjöldum eldri borgara. Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að krefja Vestmannaeyjabæ svara við framkvæmd heimildar til lækkunar eða niðurfellingu fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir meðal annars: „Þar sem fram hafa komið upplýsingar í fjölmiðlum um að framkvæmd Vestmannaeyjabæjar á álagningu fasteignaskatts kunni þrátt fyrir þetta að fara gegn ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, með vísan til 112. gr. og 113. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, ákveðið að kalla eftir upplýsingum og gögnum frá Vestmannaeyjabæ varðandi það hvernig staðið hefur verið að framkvæmd þessara mála undanfarin ár. Í framhaldi af því mun ráðuneytið meta hvort tilefni er til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins að þessu leyti til formlegrar skoðunar.“Fasteignagjöld eldri borgara í Eyjum engin Þarna er vísað til frétta Vísis af kosningaloforðum Sjálfstæðismanna í borginni og í framhaldi af því viðtali Vísis við Elliða Vignisson bæjarstjóra í Eyjum sem sagði: „Við fellum niður fasteignagjöld hjá íbúum sem eru 70 ára og eldri óháð tekjum. Eldra fólk greiðir ekki fasteignaskatta í Vestmannaeyjum Þeir Vestmannaeyingar sem eru 67 ára og eldri greiða ekki fasteignaskatta af eigin heimilum og hafa ekki gert undanfarin ár.“ Elliði sagði bæinn á síðustu árum ekki hafa fengið neinar nýjar umkvartanir vegna þessa frá ráðuneytinu og þetta hefði reynst vel.Talið stangast á við lög Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna er meðal þeirra sem hefur bent á að þetta stangist á við lög. Sveitarfélögum sé þetta einfaldlega óheimilt, að fella niður fasteignaskatta með þessum hætti. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir einnig að á árinu 2013 hafi innanríkisráðuneytið ákveðið að taka til skoðunar framkvæmd Vestmannaeyjabæjar að þessu leyti en þá lá fyrir að bæjarstjórn hafði á árunum 2012 og 2013 fellt niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í eigu ellilífeyrisþega, 70 ára og eldri, sem nýtt var af þeim til búsetu, óháð tekjum. „Þar sem bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti nýjar reglur um afslátt af fasteignagjöldum vegna ársins 2015, þar sem afslátturinn var tekjutengdur, taldi ráðuneytið ekki tilefni til frekari aðgerða og lokaði málinu með bréfi dagsettu 20. mars 2015. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar (Álagning gjalda fyrir árið 2018), er afsláttur af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum enn tekjutengdur.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lýðskrumari leiðréttur Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt 17. apríl 2018 08:28 Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að krefja Vestmannaeyjabæ svara við framkvæmd heimildar til lækkunar eða niðurfellingu fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir meðal annars: „Þar sem fram hafa komið upplýsingar í fjölmiðlum um að framkvæmd Vestmannaeyjabæjar á álagningu fasteignaskatts kunni þrátt fyrir þetta að fara gegn ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, með vísan til 112. gr. og 113. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, ákveðið að kalla eftir upplýsingum og gögnum frá Vestmannaeyjabæ varðandi það hvernig staðið hefur verið að framkvæmd þessara mála undanfarin ár. Í framhaldi af því mun ráðuneytið meta hvort tilefni er til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins að þessu leyti til formlegrar skoðunar.“Fasteignagjöld eldri borgara í Eyjum engin Þarna er vísað til frétta Vísis af kosningaloforðum Sjálfstæðismanna í borginni og í framhaldi af því viðtali Vísis við Elliða Vignisson bæjarstjóra í Eyjum sem sagði: „Við fellum niður fasteignagjöld hjá íbúum sem eru 70 ára og eldri óháð tekjum. Eldra fólk greiðir ekki fasteignaskatta í Vestmannaeyjum Þeir Vestmannaeyingar sem eru 67 ára og eldri greiða ekki fasteignaskatta af eigin heimilum og hafa ekki gert undanfarin ár.“ Elliði sagði bæinn á síðustu árum ekki hafa fengið neinar nýjar umkvartanir vegna þessa frá ráðuneytinu og þetta hefði reynst vel.Talið stangast á við lög Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna er meðal þeirra sem hefur bent á að þetta stangist á við lög. Sveitarfélögum sé þetta einfaldlega óheimilt, að fella niður fasteignaskatta með þessum hætti. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir einnig að á árinu 2013 hafi innanríkisráðuneytið ákveðið að taka til skoðunar framkvæmd Vestmannaeyjabæjar að þessu leyti en þá lá fyrir að bæjarstjórn hafði á árunum 2012 og 2013 fellt niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í eigu ellilífeyrisþega, 70 ára og eldri, sem nýtt var af þeim til búsetu, óháð tekjum. „Þar sem bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti nýjar reglur um afslátt af fasteignagjöldum vegna ársins 2015, þar sem afslátturinn var tekjutengdur, taldi ráðuneytið ekki tilefni til frekari aðgerða og lokaði málinu með bréfi dagsettu 20. mars 2015. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar (Álagning gjalda fyrir árið 2018), er afsláttur af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum enn tekjutengdur.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lýðskrumari leiðréttur Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt 17. apríl 2018 08:28 Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Lýðskrumari leiðréttur Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt 17. apríl 2018 08:28
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40