Skoðun

Við skorum á þig!

Carlos Cruz skrifar
Það hefur mikið verið rætt um sykur á undanförnum árum og meðvitund aukist um hættur of mikillar sykurneyslu. Offita er alþjóðleg áskorun og það er samfélagsleg ábyrgð okkar hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, sem eins stærsta framleiðanda á drykkjarvörum á íslenskum markaði, að draga úr neyslu á sykri. Við tökum þá ábyrgð alvarlega. Við viljum vera hluti af lausninni en ekki hluti af vandanum.

Við framleiðum breiða vörulínu og höfum þegar dregið umtalsvert úr sykurnotkun, eða um 15 prósent frá 2010, og í samræmi við sjálfbærnistefnu CCEP höfum við einnig sett fram markmið um að að minnsta kosti 50 prósent af sölu fyrirtækisins komi frá sykurlausum eða sykurskertum valkostum árið 2025.

10 prósent minni sykur fyrir 2020

Skuldbinding okkar nú er að draga úr sykri í vörulínu okkar um 10 prósent á tímabilinu frá 2015-2020. Við munum setja aukinn kraft í vöruþróun á sykurminni eða sykurlausum drykkjum og gera innihaldslýsingar auðskiljanlegri, svo að fólk eigi auðveldara með að átta sig á sykurmagni. Við viljum að neytandinn hafi val en einnig ber að hafa í huga að sykur er ekki alslæmur, ef hans er neytt í hóflegu magni. Jafnframt gerum við átak í minnkun skammtastærða, þar á meðal má nefna valkosti um minni umbúðir.



Vinnum saman að aukinni lýðheilsu

Nútímafyrirtæki þurfa að koma til móts við þarfir neytenda og vera meðvituð um áhrif sín á bæði samfélag og umhverfi. Saman getum við áorkað gríðarlega miklu og því skora ég á félaga mína í matvælaiðnaði að sýna viljann í verki og skuldbinda sig líka til að minnka sykur í sinni framleiðslu og auðvelda þannig neytendum að lifa heilbrigðara lífi.

Saman getum við svo sannarlega eflt lífsgæði fólks.

Höfundur er forstjóri Coca-Cola European Partners Ísland




Skoðun

Sjá meira


×