Borgarlína á dagskrá Dagur B. Eggertsson skrifar 17. apríl 2018 07:00 Um þessar mundir eru öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að staðfesta breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um legu borgarlínu. Þessi niðurstaða, að festa borgarlínu í sessi, er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur gengið ótrúlega vel – þvert á sveitarfélagamörk og flokkslínur. Með staðfestingu svæðisskipulagsins er staðfest sú sameiginlega stefna að öflugri almenningssamgöngur með borgarlínu verði hryggjarstykkið í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta þeim mikla vexti sem fyrirsjáanlegur er á svæðinu, án þess að umferð aukist að sama skapi.Borgarlína í fjármálaáætlun ríkisins Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samið verði um framgang borgarlínu milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Í áætluninni segir skýrt að ríkið muni styðja borgarlínu og í Morgunblaðsgrein tekur forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir einnig af öll tvímæli í því efni. Þetta er fagnaðarefni. Á grundvelli fjármálaáætlunar og yfirlýsinga forsætisráðherra hefur stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu falið fulltrúum Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar að undirbúa komandi samningagerð fyrir hönd sveitarfélaganna. Skýr framtíðarsýn Hundruð borga um allan heim, af öllum stærðum, gerðum og loftslagi notast við hraðvagnakerfi með góðum árangri. Þar er víða að nást góður árangur að fjölga notendum almenningssamganga og það viljum við líka gera. Borgarlínan er hluti af framtíðarsýn um fjölbreyttari ferðamáta og meira val í samgöngumálum. Borgarlínan á að verða góður, öruggur valkostur sem veitir tíða þjónustu og keyrir í sérrými. Borgarlínan mun því ekki verða fyrir töfum á annatíma þar sem hún nýtur forgangs í umferðinni. Allir munu hins vegar njóta góðs af því. Eftir því sem notendum borgarlínu fjölgar verður meira rými á götunum fyrir bíla, auk þess sem borgarlínan er afar mikilvægt tæki til að bæta loftgæði, bæta hljóðvist og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Dagur B. Eggertsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að staðfesta breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um legu borgarlínu. Þessi niðurstaða, að festa borgarlínu í sessi, er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur gengið ótrúlega vel – þvert á sveitarfélagamörk og flokkslínur. Með staðfestingu svæðisskipulagsins er staðfest sú sameiginlega stefna að öflugri almenningssamgöngur með borgarlínu verði hryggjarstykkið í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta þeim mikla vexti sem fyrirsjáanlegur er á svæðinu, án þess að umferð aukist að sama skapi.Borgarlína í fjármálaáætlun ríkisins Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samið verði um framgang borgarlínu milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Í áætluninni segir skýrt að ríkið muni styðja borgarlínu og í Morgunblaðsgrein tekur forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir einnig af öll tvímæli í því efni. Þetta er fagnaðarefni. Á grundvelli fjármálaáætlunar og yfirlýsinga forsætisráðherra hefur stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu falið fulltrúum Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar að undirbúa komandi samningagerð fyrir hönd sveitarfélaganna. Skýr framtíðarsýn Hundruð borga um allan heim, af öllum stærðum, gerðum og loftslagi notast við hraðvagnakerfi með góðum árangri. Þar er víða að nást góður árangur að fjölga notendum almenningssamganga og það viljum við líka gera. Borgarlínan er hluti af framtíðarsýn um fjölbreyttari ferðamáta og meira val í samgöngumálum. Borgarlínan á að verða góður, öruggur valkostur sem veitir tíða þjónustu og keyrir í sérrými. Borgarlínan mun því ekki verða fyrir töfum á annatíma þar sem hún nýtur forgangs í umferðinni. Allir munu hins vegar njóta góðs af því. Eftir því sem notendum borgarlínu fjölgar verður meira rými á götunum fyrir bíla, auk þess sem borgarlínan er afar mikilvægt tæki til að bæta loftgæði, bæta hljóðvist og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar