Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 13. apríl 2018 10:57 Stóru málin Eitt af stærstu áherslumálum Garðabæjarlistans eru velferðarmál. Velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg grunnstoð í hverju samfélagi. Það skiptir máli að okkar innsti kjarni sé styrkur, að við séum hvert og eitt okkar við góða líðan og heilsu líkamlega sem og andlega.Bjóðum upp á faglega þjónustu Þess vegna skiptir það okkur sem komum að Garðabæjarlistanum mjög miklu máli að í Garðabæ sé sérstaklega vandað til verka þegar kemur að viðkæmum málaflokki eins og velferðarmálum. Þegar einstaklingur þarf á aðstoð að halda frá samfélaginu þá skiptir máli að slík aðstoð fáist sem faglegustu og um leið að hún sé miðuð að þörfum hvers og eins. Líðan og velferð okkar alla skiptir máli og felur í sér gríðarleg lífsgæði. Þegar einstaklingur þarf á einhvers konar aðstoð eða stuðningi að halda þá þarf bæjarfélagið að vanda til verka og hafa ígrundað vel þá þjónustu sem í aðstoðinni felst.Stefnumótun með skýrri og metnaðarfullri framtíðarsýn Við í Garðabæjarlistanum viljum vandaða og metnaðarfulla stefnumótun í velferðarmálum. Við tökum einfaldlega ekki annað í mál en að bæjarfélag eins og Garðabær, sem stendur vel fjárhagslega, standi undir þeim kröfum sem við gerum sem samfélag. Við viljum að allir einstaklingar fái notið sín í samfélaginu sem þeir tilheyra og geri það með reisn. Til þess að svo megi vera þarf að hafa skýra sýn og fyrir fram mótaða stefnu um hvernig þjónustu er boðið upp á og hvernig hún er veitt til einstaklinga.Þjónustumiðuð stjórnsýsla er lykill Stjórnsýslan verður að þjóna tilgangi sínum sem er að vera fyrst og fremst í hlutverki þjónustu við íbúa. Við þurfum að byggja upp faglega þjónustu sem leiðir það af sér að hver einasti Garðbæingur upplifi sig heima. Félagsleg úrræði eru einn liður í heildstæðri velferðarþjónustu. Það skiptir máli að Garðabær geri ráð fyrir því að meðal Garðbæinga eru, eins og alls staðar annar staðar, einstaklingar sem munu þurfa á slíkum úrræðum að halda eða þurfa það nú þegar. Við þessari þörf verður að bregðast með faglegum hætti og af ábyrgð.Á tímamótum Við stöndum á ákveðnum tímamótum í kjölfar löggildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann felur m.a. í sér ákveðnar breytingar á viðmóti í velferðarþjónustu almennt sem gengur einfaldlega út á það að gera betur og bera virðingu fyrir rétti einstaklingsins til sjálfstæðs lífs óháð aðstöðu eða atgervi. Við erum einfaldlega komin á þann stað að við viðurkennum réttindi allra til sjálfstæðs lífs. Í því felst m.a. sjálfstæð búseta, aðgengi að samfélaginu í sinni fjölbreyttustu mynd og stuðningur til athafna. Stuðningur bæjarfélagsins verður að taka tillit til misjafnra þarfa einstaklinga, því velferðarþjónusta snýst nefnilega um einstaklinga en ekki kerfi.Gerum betur Garðabær á að okkar mati að vera í fararbroddi í velferðarmálum. Við Garðbæingar eigum að geta verið stolt af því að standa vel að málum þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu okkar. Garðabæjarlistinn vill hafa mennsku og samkennd í fyrirrúmi. Við munum beita okkur af öllum krafti í þágu velferðar og vellíðanar allra íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Stóru málin Eitt af stærstu áherslumálum Garðabæjarlistans eru velferðarmál. Velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg grunnstoð í hverju samfélagi. Það skiptir máli að okkar innsti kjarni sé styrkur, að við séum hvert og eitt okkar við góða líðan og heilsu líkamlega sem og andlega.Bjóðum upp á faglega þjónustu Þess vegna skiptir það okkur sem komum að Garðabæjarlistanum mjög miklu máli að í Garðabæ sé sérstaklega vandað til verka þegar kemur að viðkæmum málaflokki eins og velferðarmálum. Þegar einstaklingur þarf á aðstoð að halda frá samfélaginu þá skiptir máli að slík aðstoð fáist sem faglegustu og um leið að hún sé miðuð að þörfum hvers og eins. Líðan og velferð okkar alla skiptir máli og felur í sér gríðarleg lífsgæði. Þegar einstaklingur þarf á einhvers konar aðstoð eða stuðningi að halda þá þarf bæjarfélagið að vanda til verka og hafa ígrundað vel þá þjónustu sem í aðstoðinni felst.Stefnumótun með skýrri og metnaðarfullri framtíðarsýn Við í Garðabæjarlistanum viljum vandaða og metnaðarfulla stefnumótun í velferðarmálum. Við tökum einfaldlega ekki annað í mál en að bæjarfélag eins og Garðabær, sem stendur vel fjárhagslega, standi undir þeim kröfum sem við gerum sem samfélag. Við viljum að allir einstaklingar fái notið sín í samfélaginu sem þeir tilheyra og geri það með reisn. Til þess að svo megi vera þarf að hafa skýra sýn og fyrir fram mótaða stefnu um hvernig þjónustu er boðið upp á og hvernig hún er veitt til einstaklinga.Þjónustumiðuð stjórnsýsla er lykill Stjórnsýslan verður að þjóna tilgangi sínum sem er að vera fyrst og fremst í hlutverki þjónustu við íbúa. Við þurfum að byggja upp faglega þjónustu sem leiðir það af sér að hver einasti Garðbæingur upplifi sig heima. Félagsleg úrræði eru einn liður í heildstæðri velferðarþjónustu. Það skiptir máli að Garðabær geri ráð fyrir því að meðal Garðbæinga eru, eins og alls staðar annar staðar, einstaklingar sem munu þurfa á slíkum úrræðum að halda eða þurfa það nú þegar. Við þessari þörf verður að bregðast með faglegum hætti og af ábyrgð.Á tímamótum Við stöndum á ákveðnum tímamótum í kjölfar löggildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann felur m.a. í sér ákveðnar breytingar á viðmóti í velferðarþjónustu almennt sem gengur einfaldlega út á það að gera betur og bera virðingu fyrir rétti einstaklingsins til sjálfstæðs lífs óháð aðstöðu eða atgervi. Við erum einfaldlega komin á þann stað að við viðurkennum réttindi allra til sjálfstæðs lífs. Í því felst m.a. sjálfstæð búseta, aðgengi að samfélaginu í sinni fjölbreyttustu mynd og stuðningur til athafna. Stuðningur bæjarfélagsins verður að taka tillit til misjafnra þarfa einstaklinga, því velferðarþjónusta snýst nefnilega um einstaklinga en ekki kerfi.Gerum betur Garðabær á að okkar mati að vera í fararbroddi í velferðarmálum. Við Garðbæingar eigum að geta verið stolt af því að standa vel að málum þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu okkar. Garðabæjarlistinn vill hafa mennsku og samkennd í fyrirrúmi. Við munum beita okkur af öllum krafti í þágu velferðar og vellíðanar allra íbúa.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun