Leikskólalausnir Snædís Karlsdóttir skrifar 11. apríl 2018 12:03 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ekki er allt með felldu í málefnum leikskóla Reykjavíkurborgar. Ljóst er að gera þarf stórátak áður en skólarnir verða reiðubúnir til þess að veita þá þjónustu sem borgarbúar vænta. Kallað er eftir skýrum svörum og raunhæfum lausnum frá stjórnmálamönnum nú í aðdraganda kosninga. Skiljanlega, ástandið er óþolandi. Þessu kalli keppast frambjóðendur nú við að svara, með ýmsum fyrirheitum og hugmyndum. Meðal loforða er að byggja fleiri leikskóla og fjölga deildum. En stöldrum aðeins við. Áður en við leitum svara skulum við skilgreina spurninguna, hvert er vandamálið? Ekki hefur, með góðu móti tekist að manna leikskólana síðustu misseri, með tilheyrandi keðjuverkandi vanda. Þó það sé gott skref að huga að byggingu nýrra leikskóla þá mun fjölgun leikskólaplássa ein og sér eingöngu auka á mannekluvanda skólanna. Vandinn í grunninn er sá að einhverra hluta vegna vill fólk ekki starfa á leikskólum og leikskólakennurum fækkar. Spurningin sem við þurfum að svara er; hvað veldur? Að starfa með stórum hóp af litlum börnum, í litlu rými allan daginn er gríðarlega krefjandi, það veit ég af eigin raun. En vinnan göfgar manninn og eins og gefur að skilja þá eru fá störf eins gefandi. En hvers vegna fæst þá ekki fólk til starfa á leikskólum? Er svarið í raun ekki eins einfalt og það er augljóst? Laun á leikskólum eru ekki samkeppnishæf og við söltum ekki grautinn okkar með hugsjónum einum. Megin ástæða þess að fáir leggja í þá vegferð að mennta sig í leikskólafræðum er þessi staðreynd. Af þeim sökum eru leikskólarnir bornir uppi af ófagmenntuðu starfsfólki og launin sem við bjóðum þeim eru með ólíkindum lág. Ef ekki fæst hæft starfsfólk til starfa á leikskólum vegna þeirra lágu launa sem í boði eru, hvað gerum við þá? Bjóðum börnum og gamalmennum störfin, þyggja þau ekki hvaða laun sem er? Nei hættið nú alveg, á hvaða vegferð er þessi umræða? Við hljótum að geta gert betur. Við þurfum að gera það upp við okkur hvort við viljum hafa fagmenntað starfsfólk á leikskólum borgarinnar. Ef svo er, þá þurfum við að hækka launin, þetta er ekki flókið. Framsókn í Reykjavík vill fara í aðgerðir með það að markmiði að auka samkeppnishæfni leikskólanna til þess að laða að hæft og fagmenntað starfsfólk. Við viljum hækka laun leikskólakennara og leikskólaliða. Samhliða því viljum við fara í ýmsar aðgerðir til þess að bæta starfsaðstæður allra á leikskólum borgarinnar. Nýlega kynnti Starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík tillögur sínar. Tillögurnar falla margar vel að stefnu Framsóknar í Reykjavík og teljum við þær skref í rétta átt. Meðal þess sem við viljum leggja áherslu á, samhliða launahækkun er að vinnuvika starfsmanna leikskóla verði stytt enda hefur það verkefni gefið góða raun. Þá þarf að bæta aðbúnað og húsakost strax og minnka álag á starfsfólk og börn með því að minnka deildir leikskólanna. Við getum og viljum gera betur.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ekki er allt með felldu í málefnum leikskóla Reykjavíkurborgar. Ljóst er að gera þarf stórátak áður en skólarnir verða reiðubúnir til þess að veita þá þjónustu sem borgarbúar vænta. Kallað er eftir skýrum svörum og raunhæfum lausnum frá stjórnmálamönnum nú í aðdraganda kosninga. Skiljanlega, ástandið er óþolandi. Þessu kalli keppast frambjóðendur nú við að svara, með ýmsum fyrirheitum og hugmyndum. Meðal loforða er að byggja fleiri leikskóla og fjölga deildum. En stöldrum aðeins við. Áður en við leitum svara skulum við skilgreina spurninguna, hvert er vandamálið? Ekki hefur, með góðu móti tekist að manna leikskólana síðustu misseri, með tilheyrandi keðjuverkandi vanda. Þó það sé gott skref að huga að byggingu nýrra leikskóla þá mun fjölgun leikskólaplássa ein og sér eingöngu auka á mannekluvanda skólanna. Vandinn í grunninn er sá að einhverra hluta vegna vill fólk ekki starfa á leikskólum og leikskólakennurum fækkar. Spurningin sem við þurfum að svara er; hvað veldur? Að starfa með stórum hóp af litlum börnum, í litlu rými allan daginn er gríðarlega krefjandi, það veit ég af eigin raun. En vinnan göfgar manninn og eins og gefur að skilja þá eru fá störf eins gefandi. En hvers vegna fæst þá ekki fólk til starfa á leikskólum? Er svarið í raun ekki eins einfalt og það er augljóst? Laun á leikskólum eru ekki samkeppnishæf og við söltum ekki grautinn okkar með hugsjónum einum. Megin ástæða þess að fáir leggja í þá vegferð að mennta sig í leikskólafræðum er þessi staðreynd. Af þeim sökum eru leikskólarnir bornir uppi af ófagmenntuðu starfsfólki og launin sem við bjóðum þeim eru með ólíkindum lág. Ef ekki fæst hæft starfsfólk til starfa á leikskólum vegna þeirra lágu launa sem í boði eru, hvað gerum við þá? Bjóðum börnum og gamalmennum störfin, þyggja þau ekki hvaða laun sem er? Nei hættið nú alveg, á hvaða vegferð er þessi umræða? Við hljótum að geta gert betur. Við þurfum að gera það upp við okkur hvort við viljum hafa fagmenntað starfsfólk á leikskólum borgarinnar. Ef svo er, þá þurfum við að hækka launin, þetta er ekki flókið. Framsókn í Reykjavík vill fara í aðgerðir með það að markmiði að auka samkeppnishæfni leikskólanna til þess að laða að hæft og fagmenntað starfsfólk. Við viljum hækka laun leikskólakennara og leikskólaliða. Samhliða því viljum við fara í ýmsar aðgerðir til þess að bæta starfsaðstæður allra á leikskólum borgarinnar. Nýlega kynnti Starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík tillögur sínar. Tillögurnar falla margar vel að stefnu Framsóknar í Reykjavík og teljum við þær skref í rétta átt. Meðal þess sem við viljum leggja áherslu á, samhliða launahækkun er að vinnuvika starfsmanna leikskóla verði stytt enda hefur það verkefni gefið góða raun. Þá þarf að bæta aðbúnað og húsakost strax og minnka álag á starfsfólk og börn með því að minnka deildir leikskólanna. Við getum og viljum gera betur.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar