Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 23:05 Teiknuð mynd af Trace gas Orbiter á braut yfir Mars. Vísir/ESA Vísindamenn vonast til þess að geta leyst einn af stærri leyndardómum Mars á næstu mánuðum. Gervihnöttur sem er nú á braut um rauðu plánetuna er sérhannaður til þess að komast að því hvort lífverur myndi metangas á Mars. Um er að ræða sameiginlegt verkefni Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) og Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Metan hefur fundist á Mars en ekki liggur fyrir hvernig það myndast. Fyrst fannst gasið á Mars árið 2004 með Mars Express geimfarinu. Tíu árum seinna greindi Curiosity einnig metan á Mars. Metan ætti að eyðast á yfirborði Mars vegna mikillar útfjólubláar geislunar. Því telja vísindamenn að það sé sífellt að myndast á plánetunni. Hér á jörðinni verður metan að mestu til vegna örvera en gasið getur einnig myndast neðanjarðar. Gervihnötturinn Trace Gas Orbiter hefur verið á sporbraut um Mars í rúmt ár. Þegar TGO kom til mars varpaði gervihnötturinn Schiaparelli á yfirborð plánetunnar. Schiaparelli fórst þó við lendinguna. Kveikt var á skynjurum TGO í síðustu viku. Nú er gervihnötturinn í um 400 kílómetra hæð og birti ESA fyrstu myndina sem tekin var úr gervihnettinum í fyrradag.#ICYMI Our #ExoMars@ESA_TGO spacecraft has returned the first images of #Mars from its new orbit - this image shows a 40 km-long segment of Korolev Crater Details: https://t.co/NYznK9Hphepic.twitter.com/guvvdA6qEi — ESA (@esa) April 26, 2018 Með því að greina andrúmsloft Mars má sjá samsetningu þess. Finnist mikið af lífrænum eindum í metani Mars væri það til marks um að örverur myndi gasið eða hafi á einhverjum tímapunkti gert það.Samkvæmt umfjöllun Guardian búast vísindamenn ESA við því að það muni taka um ár að grandskoða þá helstu staði Mars þar sem finna má metan. Hins vegar vonast þeir til þess að svara spurningunni um uppruna metansins á næstu tveimur mánuðum.Ef í ljós kemur að örverur myndi ekki metanið er það þó til marks um að finna megi vatn í fljótandi formi undir yfirborði plánetunnar. „Vitandi það að vatna er mikilvægt lífi, eins og við þekkjum það, væru það góðar fréttir varðandi vonir okkar á að finna lífverur á Mars,“ segir vísindamaðurinn Mark McCaughrean. Mars Tækni Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Vísindamenn vonast til þess að geta leyst einn af stærri leyndardómum Mars á næstu mánuðum. Gervihnöttur sem er nú á braut um rauðu plánetuna er sérhannaður til þess að komast að því hvort lífverur myndi metangas á Mars. Um er að ræða sameiginlegt verkefni Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) og Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Metan hefur fundist á Mars en ekki liggur fyrir hvernig það myndast. Fyrst fannst gasið á Mars árið 2004 með Mars Express geimfarinu. Tíu árum seinna greindi Curiosity einnig metan á Mars. Metan ætti að eyðast á yfirborði Mars vegna mikillar útfjólubláar geislunar. Því telja vísindamenn að það sé sífellt að myndast á plánetunni. Hér á jörðinni verður metan að mestu til vegna örvera en gasið getur einnig myndast neðanjarðar. Gervihnötturinn Trace Gas Orbiter hefur verið á sporbraut um Mars í rúmt ár. Þegar TGO kom til mars varpaði gervihnötturinn Schiaparelli á yfirborð plánetunnar. Schiaparelli fórst þó við lendinguna. Kveikt var á skynjurum TGO í síðustu viku. Nú er gervihnötturinn í um 400 kílómetra hæð og birti ESA fyrstu myndina sem tekin var úr gervihnettinum í fyrradag.#ICYMI Our #ExoMars@ESA_TGO spacecraft has returned the first images of #Mars from its new orbit - this image shows a 40 km-long segment of Korolev Crater Details: https://t.co/NYznK9Hphepic.twitter.com/guvvdA6qEi — ESA (@esa) April 26, 2018 Með því að greina andrúmsloft Mars má sjá samsetningu þess. Finnist mikið af lífrænum eindum í metani Mars væri það til marks um að örverur myndi gasið eða hafi á einhverjum tímapunkti gert það.Samkvæmt umfjöllun Guardian búast vísindamenn ESA við því að það muni taka um ár að grandskoða þá helstu staði Mars þar sem finna má metan. Hins vegar vonast þeir til þess að svara spurningunni um uppruna metansins á næstu tveimur mánuðum.Ef í ljós kemur að örverur myndi ekki metanið er það þó til marks um að finna megi vatn í fljótandi formi undir yfirborði plánetunnar. „Vitandi það að vatna er mikilvægt lífi, eins og við þekkjum það, væru það góðar fréttir varðandi vonir okkar á að finna lífverur á Mars,“ segir vísindamaðurinn Mark McCaughrean.
Mars Tækni Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira