Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 23:05 Teiknuð mynd af Trace gas Orbiter á braut yfir Mars. Vísir/ESA Vísindamenn vonast til þess að geta leyst einn af stærri leyndardómum Mars á næstu mánuðum. Gervihnöttur sem er nú á braut um rauðu plánetuna er sérhannaður til þess að komast að því hvort lífverur myndi metangas á Mars. Um er að ræða sameiginlegt verkefni Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) og Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Metan hefur fundist á Mars en ekki liggur fyrir hvernig það myndast. Fyrst fannst gasið á Mars árið 2004 með Mars Express geimfarinu. Tíu árum seinna greindi Curiosity einnig metan á Mars. Metan ætti að eyðast á yfirborði Mars vegna mikillar útfjólubláar geislunar. Því telja vísindamenn að það sé sífellt að myndast á plánetunni. Hér á jörðinni verður metan að mestu til vegna örvera en gasið getur einnig myndast neðanjarðar. Gervihnötturinn Trace Gas Orbiter hefur verið á sporbraut um Mars í rúmt ár. Þegar TGO kom til mars varpaði gervihnötturinn Schiaparelli á yfirborð plánetunnar. Schiaparelli fórst þó við lendinguna. Kveikt var á skynjurum TGO í síðustu viku. Nú er gervihnötturinn í um 400 kílómetra hæð og birti ESA fyrstu myndina sem tekin var úr gervihnettinum í fyrradag.#ICYMI Our #ExoMars@ESA_TGO spacecraft has returned the first images of #Mars from its new orbit - this image shows a 40 km-long segment of Korolev Crater Details: https://t.co/NYznK9Hphepic.twitter.com/guvvdA6qEi — ESA (@esa) April 26, 2018 Með því að greina andrúmsloft Mars má sjá samsetningu þess. Finnist mikið af lífrænum eindum í metani Mars væri það til marks um að örverur myndi gasið eða hafi á einhverjum tímapunkti gert það.Samkvæmt umfjöllun Guardian búast vísindamenn ESA við því að það muni taka um ár að grandskoða þá helstu staði Mars þar sem finna má metan. Hins vegar vonast þeir til þess að svara spurningunni um uppruna metansins á næstu tveimur mánuðum.Ef í ljós kemur að örverur myndi ekki metanið er það þó til marks um að finna megi vatn í fljótandi formi undir yfirborði plánetunnar. „Vitandi það að vatna er mikilvægt lífi, eins og við þekkjum það, væru það góðar fréttir varðandi vonir okkar á að finna lífverur á Mars,“ segir vísindamaðurinn Mark McCaughrean. Mars Tækni Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Vísindamenn vonast til þess að geta leyst einn af stærri leyndardómum Mars á næstu mánuðum. Gervihnöttur sem er nú á braut um rauðu plánetuna er sérhannaður til þess að komast að því hvort lífverur myndi metangas á Mars. Um er að ræða sameiginlegt verkefni Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) og Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Metan hefur fundist á Mars en ekki liggur fyrir hvernig það myndast. Fyrst fannst gasið á Mars árið 2004 með Mars Express geimfarinu. Tíu árum seinna greindi Curiosity einnig metan á Mars. Metan ætti að eyðast á yfirborði Mars vegna mikillar útfjólubláar geislunar. Því telja vísindamenn að það sé sífellt að myndast á plánetunni. Hér á jörðinni verður metan að mestu til vegna örvera en gasið getur einnig myndast neðanjarðar. Gervihnötturinn Trace Gas Orbiter hefur verið á sporbraut um Mars í rúmt ár. Þegar TGO kom til mars varpaði gervihnötturinn Schiaparelli á yfirborð plánetunnar. Schiaparelli fórst þó við lendinguna. Kveikt var á skynjurum TGO í síðustu viku. Nú er gervihnötturinn í um 400 kílómetra hæð og birti ESA fyrstu myndina sem tekin var úr gervihnettinum í fyrradag.#ICYMI Our #ExoMars@ESA_TGO spacecraft has returned the first images of #Mars from its new orbit - this image shows a 40 km-long segment of Korolev Crater Details: https://t.co/NYznK9Hphepic.twitter.com/guvvdA6qEi — ESA (@esa) April 26, 2018 Með því að greina andrúmsloft Mars má sjá samsetningu þess. Finnist mikið af lífrænum eindum í metani Mars væri það til marks um að örverur myndi gasið eða hafi á einhverjum tímapunkti gert það.Samkvæmt umfjöllun Guardian búast vísindamenn ESA við því að það muni taka um ár að grandskoða þá helstu staði Mars þar sem finna má metan. Hins vegar vonast þeir til þess að svara spurningunni um uppruna metansins á næstu tveimur mánuðum.Ef í ljós kemur að örverur myndi ekki metanið er það þó til marks um að finna megi vatn í fljótandi formi undir yfirborði plánetunnar. „Vitandi það að vatna er mikilvægt lífi, eins og við þekkjum það, væru það góðar fréttir varðandi vonir okkar á að finna lífverur á Mars,“ segir vísindamaðurinn Mark McCaughrean.
Mars Tækni Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira