Jón: Langar að kveðja íslenska landsliðið, sjáum til í kjölfarið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. apríl 2018 22:45 Jón Arnór (fyrir miðju) fagnar fimmta titlinum í röð með KR vísir/bára Maðurinn sem margir segja vera besta körfuboltamann Íslandssögunnar var að vinna sinn fjórða Íslandsmeistaratitil og titillinn var jafnframt sá fimmti hjá KR í röð. Er þessi titill sætari enn allir hinir? „Já, ég myndi segja það. Náttúrulega bara útaf þessu afreki. Við erum að slá met með þessu, fimm í röð og svo er þetta búið að vera tímabil sem er upp og niður allan tímann og mikið af róteringum og drama í kringum liðið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir frábæran sigur á Tindastól, 89-73 þar sem hann setti 14 stig. „Við höfum ekki verið að spila eftir okkar bestu getu og erum að koma í fyrsta skipti sem litla liðið inn í úrslitakeppnina, á útivelli til að byrja með og við höfum aldrei gert það áður og það var áskorun fyrir okkur sem við vildum takast á við. Við settum upp gott „game-plan“ og framkvæmdum það. Fyrir vikið er þetta ótrúlega sætt.“ Afrek KR er eitthvað sem líklegast verður ekki leikið aftur, að taka fimm titla í röð. „Það verður mjög erfitt. Auðvitað vonast ég til þess að það séu fleiri lið að byggja upp og vinna titla og titillinn flakki á milli, það er best fyrir íslenskan körfubolta. KR er búið að vera með yfirburði síðustu tíu ár og maður vill kannski sjá þetta þróast út í það að verða aðeins jafnara.“ „Deildin var mjög flott í ár og það var mikið af liðum sem voru búin að bæta sig mikið og áttu skilið að vinna þennan titil alveg eins og við.“ Jón Arnór er orðinn 35 ára gamall og hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili. Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir þennan magnaða leikmann? „Ég verð alltaf KR-ingur. Spurning hvað maður spilar lengi í viðbót. Ég þarf að vera mjög duglegur í sumar að taka skrokkinn á mér í gegn ef ég ætla að taka þátt og vera góður. Ég hef oft sagt það að ef ég er ekki góður og mér líður eins og ég sé ekki góður þá vil ég ekkert spila.“ „Það bara kemur í ljós. Það eru landsleikir núna sem ég er búin að gefa það út að ég ætli að spila. Fram að þeim tíma þarf ég að vera rosalega duglegur, ég má eiginlega ekkert taka mér neina pásu, þarf að teygja á náranum þangað til. Það er áskorun fyrir mig og mig langar að kveðja íslenska landsliðið með þessum leikjum og fá minn kveðjuleik og drama og allt það.“ „Það er fyrsta verkefnið og svo sjáum við til í kjölfarið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Maðurinn sem margir segja vera besta körfuboltamann Íslandssögunnar var að vinna sinn fjórða Íslandsmeistaratitil og titillinn var jafnframt sá fimmti hjá KR í röð. Er þessi titill sætari enn allir hinir? „Já, ég myndi segja það. Náttúrulega bara útaf þessu afreki. Við erum að slá met með þessu, fimm í röð og svo er þetta búið að vera tímabil sem er upp og niður allan tímann og mikið af róteringum og drama í kringum liðið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir frábæran sigur á Tindastól, 89-73 þar sem hann setti 14 stig. „Við höfum ekki verið að spila eftir okkar bestu getu og erum að koma í fyrsta skipti sem litla liðið inn í úrslitakeppnina, á útivelli til að byrja með og við höfum aldrei gert það áður og það var áskorun fyrir okkur sem við vildum takast á við. Við settum upp gott „game-plan“ og framkvæmdum það. Fyrir vikið er þetta ótrúlega sætt.“ Afrek KR er eitthvað sem líklegast verður ekki leikið aftur, að taka fimm titla í röð. „Það verður mjög erfitt. Auðvitað vonast ég til þess að það séu fleiri lið að byggja upp og vinna titla og titillinn flakki á milli, það er best fyrir íslenskan körfubolta. KR er búið að vera með yfirburði síðustu tíu ár og maður vill kannski sjá þetta þróast út í það að verða aðeins jafnara.“ „Deildin var mjög flott í ár og það var mikið af liðum sem voru búin að bæta sig mikið og áttu skilið að vinna þennan titil alveg eins og við.“ Jón Arnór er orðinn 35 ára gamall og hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili. Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir þennan magnaða leikmann? „Ég verð alltaf KR-ingur. Spurning hvað maður spilar lengi í viðbót. Ég þarf að vera mjög duglegur í sumar að taka skrokkinn á mér í gegn ef ég ætla að taka þátt og vera góður. Ég hef oft sagt það að ef ég er ekki góður og mér líður eins og ég sé ekki góður þá vil ég ekkert spila.“ „Það bara kemur í ljós. Það eru landsleikir núna sem ég er búin að gefa það út að ég ætli að spila. Fram að þeim tíma þarf ég að vera rosalega duglegur, ég má eiginlega ekkert taka mér neina pásu, þarf að teygja á náranum þangað til. Það er áskorun fyrir mig og mig langar að kveðja íslenska landsliðið með þessum leikjum og fá minn kveðjuleik og drama og allt það.“ „Það er fyrsta verkefnið og svo sjáum við til í kjölfarið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15