Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 19:17 Ættingjar hinna látnu harmi slegnir, framan við Al-Shifa sjúkrahúsið í Gaza-borg. Vísir / AFP Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. Ísraelsher beitti í dag piparúða, byssum sem skjóta gúmmíkúlum og skotvopnum gegn mótmælendum. Palestínumenn hafa haldið fjölmenn mótmæli nú fimm vikur í röð. Í dag var mótmælt á fimm stöðum þar sem landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins liggja. Kröfur mótmælenda eru að fá til baka það land sem þeim tilheyrir, land sem forfeður þeirra og formæður byggðu. Yfirvöld í Ísrael hafa á móti sagt að mótmælin séu aðeins yfirskin og að Hamas-samtökin, sem fara með stjórn Gaza-svæðisins, vilji gera árásir á Ísrael. Ísraelsher hafi aðeins verið að vernda landamærin gegn mótmælendum sem brotið hafi sér leið í gegn um landamæravarnir þeirra. Ísraelskir hermenn hafa drepið 40 manns síðan að mótmælin hófust. Meira en 5000 manns hafa slasast. Aðgerðir mótmælenda eiga að ná hámarki 15. maí. Þá verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að hundruð þúsunda Palestínumanna þurftu að yfirgefa heimili sín og gerast flóttafólk í kjölfar stofnunar Ísraelsríkis. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í dag viðbrögð Ísraelsmanna við mótmælunum og sagði viðbrögð hersins vera úr hófi fram og að fjöldi slasaðra væri gífurlegur. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir því að ríki heims setji vopnasölubann á Ísraelsríki.BBC greinir frá. Erlent Tengdar fréttir Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40 Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. Ísraelsher beitti í dag piparúða, byssum sem skjóta gúmmíkúlum og skotvopnum gegn mótmælendum. Palestínumenn hafa haldið fjölmenn mótmæli nú fimm vikur í röð. Í dag var mótmælt á fimm stöðum þar sem landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins liggja. Kröfur mótmælenda eru að fá til baka það land sem þeim tilheyrir, land sem forfeður þeirra og formæður byggðu. Yfirvöld í Ísrael hafa á móti sagt að mótmælin séu aðeins yfirskin og að Hamas-samtökin, sem fara með stjórn Gaza-svæðisins, vilji gera árásir á Ísrael. Ísraelsher hafi aðeins verið að vernda landamærin gegn mótmælendum sem brotið hafi sér leið í gegn um landamæravarnir þeirra. Ísraelskir hermenn hafa drepið 40 manns síðan að mótmælin hófust. Meira en 5000 manns hafa slasast. Aðgerðir mótmælenda eiga að ná hámarki 15. maí. Þá verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að hundruð þúsunda Palestínumanna þurftu að yfirgefa heimili sín og gerast flóttafólk í kjölfar stofnunar Ísraelsríkis. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í dag viðbrögð Ísraelsmanna við mótmælunum og sagði viðbrögð hersins vera úr hófi fram og að fjöldi slasaðra væri gífurlegur. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir því að ríki heims setji vopnasölubann á Ísraelsríki.BBC greinir frá.
Erlent Tengdar fréttir Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40 Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40
Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39