Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. apríl 2018 06:00 Datacell og Sunshine Press vildu að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetji eignir Valitors að verðmæti 14,7 milljarða króna. VÍSIR/STEFÁN Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Valitors um nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions, rekstrarfélags Wikileaks, vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Fyrir liggur í málinu niðurstaða matsmanna um 3,2 milljarða tjón stefnenda. Því mati vildi Valitor ekki una og fékk yfirmat sem þeir lögðu ekki fram í málinu en gerðu hins vegar kröfu um nýtt undirmat, sem nú hefur verið synjað enda liggi niðurstaða fyrir um þau atriði sem matsbeiðnin lýtur að, ýmist í undirmati eða yfirmatinu sem Valitor kaus að leggja ekki fram. „Standi þessi niðurstaða óhögguð er ljóst að það er ekki annarri tölu til að dreifa um fjárhæð tjónsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður DataCell og Sunshine Press Productions. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks.Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Þinghald til undirbúnings aðalmeðferðar hefur verið boðað 17. maí næstkomandi. Ólafur Eiríksson, lögmaður Valitors, segir ekki liggja fyrir hvort niðurstaða héraðsdóms verði kærð til Landsréttar, en fari svo mun það væntanlega seinka aðalmeðferð í héraði eitthvað fram á haust. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 WikiLeaks og DataCell krefja Valitor um 9 milljarða Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna WikiLeaks og DataCell hefur krafið Valitor um rúma níu milljarða í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks. Þetta kemur fram á vef RÚV. 3. júlí 2013 19:17 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Valitors um nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions, rekstrarfélags Wikileaks, vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Fyrir liggur í málinu niðurstaða matsmanna um 3,2 milljarða tjón stefnenda. Því mati vildi Valitor ekki una og fékk yfirmat sem þeir lögðu ekki fram í málinu en gerðu hins vegar kröfu um nýtt undirmat, sem nú hefur verið synjað enda liggi niðurstaða fyrir um þau atriði sem matsbeiðnin lýtur að, ýmist í undirmati eða yfirmatinu sem Valitor kaus að leggja ekki fram. „Standi þessi niðurstaða óhögguð er ljóst að það er ekki annarri tölu til að dreifa um fjárhæð tjónsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður DataCell og Sunshine Press Productions. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks.Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Þinghald til undirbúnings aðalmeðferðar hefur verið boðað 17. maí næstkomandi. Ólafur Eiríksson, lögmaður Valitors, segir ekki liggja fyrir hvort niðurstaða héraðsdóms verði kærð til Landsréttar, en fari svo mun það væntanlega seinka aðalmeðferð í héraði eitthvað fram á haust.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 WikiLeaks og DataCell krefja Valitor um 9 milljarða Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna WikiLeaks og DataCell hefur krafið Valitor um rúma níu milljarða í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks. Þetta kemur fram á vef RÚV. 3. júlí 2013 19:17 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59
WikiLeaks og DataCell krefja Valitor um 9 milljarða Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna WikiLeaks og DataCell hefur krafið Valitor um rúma níu milljarða í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks. Þetta kemur fram á vef RÚV. 3. júlí 2013 19:17
„Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57