Samgöngur fyrir fólk Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir skrifar 28. apríl 2018 06:00 Reykjavík stendur frammi fyrir samgönguvanda. Það tekur nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti fjölgaði bílum meira en fólki síðasta kjörtímabil. Það gerist þvert á yfirlýst markmið um annað. Ljóst er að samgönguvandi borgarinnar hefur aukist í tíð núverandi meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur áherslu á spennandi en jafnframt skynsamlegar lausnir í samgöngumálum. Við viljum vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk, með áherslu á styttri ferðatíma. Það er lífsgæðamál fyrir borgarbúa. Við viljum minnka kolefnisspor og leggjum áherslu á að Reykjavík verði leiðandi í rafbílavæðingu. Stórbæta þarf aðgengi að hleðslustöðvum fyrir íbúa borgarinnar, ekki síst þá sem búa í fjölbýlum. Þannig auðveldum við fólki að nýta hreina íslenska orku. Reykjavík er í kjöraðstöðu sem helsti eigandi Orkuveitu Reykjavíkur til að leiða þetta verkefni. Við viljum efla almenningssamgöngur og gera þær að raunhæfum valkosti fyrir fleiri. Það er lykilþáttur við lausn samgönguvandans. Kannanir sýna að helst mætti fjölga notendum ef ferðatími væri styttri. Við leggjum því áherslu á fleiri sérakreinar sem stuðla að styttri ferðatíma.Hildur Björnsdóttir.Það þarf að fjárfesta í bættum almenningssamgöngum, en við teljum ekki unnt að taka upplýsta afstöðu til hugmynda um Borgarlínu á þessu stigi. Málið er ekki svart eða hvítt, það er margvíslega grátóna. Tillagan er á þróunarstigi, kostnaður óljós og aðkoma annarra sveitarfélaga á reiki. Við leggjumst gegn hugmyndum Samfylkingar um að tvöfalda skuldir borgarsjóðs til að fjármagna verkefnið. Það er óábyrgt að skuldsetja framtíðina með veði í óljósum hugmyndum stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því talsvert vegpláss. Við viljum hvetja til aukins samflots í bílum svo bæta megi nýtingu vega og minnka kolefnisspor. Við leggjum því til að sérakreinar fyrir almenningssamgöngur verði einnig nýttar af þeim sem fjölmenna í bíla, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð. Við viljum fara í nauðsynlegar úrbætur á hættulegustu gatnamótum borgarinnar. Eins þarf að nýta nútímatækni svo betur megi stýra ljósum og umferð. Í þessum efnum sækjum við fyrirmyndir til erlendra borga. Bæta þarf aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Það er samgöngumál, en ekki síður lýðheilsumál. Í dag ferðast mun fleiri með hjóli en almenningssamgöngum, og því ljóst að samgöngumátinn hentar mörgum. Við viljum að Reykjavík skapi mun betri skilyrði fyrir þá sem kjósa að ganga eða hjóla. Breyta þarf skipulagi svo fleiri geti starfað austarlega í borginni. Í dag liggja umferðarstraumar til vesturs að morgni en austurs að kvöldi. Hér þarf að ná jafnvægi í borgarskipulagi. Við viljum fjölga vinnustöðum í austurhluta borgarinnar og auka byggð í vesturhlutanum. Þannig má skapa betri hringrás í umferð og svara eftirspurn eftir búsetukostum vestarlega. Sjálfstæðisflokkurinn vill fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur. Við leggjum áherslu á vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Við viljum skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum og bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Reykjavík stendur frammi fyrir samgönguvanda. Það tekur nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti fjölgaði bílum meira en fólki síðasta kjörtímabil. Það gerist þvert á yfirlýst markmið um annað. Ljóst er að samgönguvandi borgarinnar hefur aukist í tíð núverandi meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur áherslu á spennandi en jafnframt skynsamlegar lausnir í samgöngumálum. Við viljum vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk, með áherslu á styttri ferðatíma. Það er lífsgæðamál fyrir borgarbúa. Við viljum minnka kolefnisspor og leggjum áherslu á að Reykjavík verði leiðandi í rafbílavæðingu. Stórbæta þarf aðgengi að hleðslustöðvum fyrir íbúa borgarinnar, ekki síst þá sem búa í fjölbýlum. Þannig auðveldum við fólki að nýta hreina íslenska orku. Reykjavík er í kjöraðstöðu sem helsti eigandi Orkuveitu Reykjavíkur til að leiða þetta verkefni. Við viljum efla almenningssamgöngur og gera þær að raunhæfum valkosti fyrir fleiri. Það er lykilþáttur við lausn samgönguvandans. Kannanir sýna að helst mætti fjölga notendum ef ferðatími væri styttri. Við leggjum því áherslu á fleiri sérakreinar sem stuðla að styttri ferðatíma.Hildur Björnsdóttir.Það þarf að fjárfesta í bættum almenningssamgöngum, en við teljum ekki unnt að taka upplýsta afstöðu til hugmynda um Borgarlínu á þessu stigi. Málið er ekki svart eða hvítt, það er margvíslega grátóna. Tillagan er á þróunarstigi, kostnaður óljós og aðkoma annarra sveitarfélaga á reiki. Við leggjumst gegn hugmyndum Samfylkingar um að tvöfalda skuldir borgarsjóðs til að fjármagna verkefnið. Það er óábyrgt að skuldsetja framtíðina með veði í óljósum hugmyndum stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því talsvert vegpláss. Við viljum hvetja til aukins samflots í bílum svo bæta megi nýtingu vega og minnka kolefnisspor. Við leggjum því til að sérakreinar fyrir almenningssamgöngur verði einnig nýttar af þeim sem fjölmenna í bíla, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð. Við viljum fara í nauðsynlegar úrbætur á hættulegustu gatnamótum borgarinnar. Eins þarf að nýta nútímatækni svo betur megi stýra ljósum og umferð. Í þessum efnum sækjum við fyrirmyndir til erlendra borga. Bæta þarf aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Það er samgöngumál, en ekki síður lýðheilsumál. Í dag ferðast mun fleiri með hjóli en almenningssamgöngum, og því ljóst að samgöngumátinn hentar mörgum. Við viljum að Reykjavík skapi mun betri skilyrði fyrir þá sem kjósa að ganga eða hjóla. Breyta þarf skipulagi svo fleiri geti starfað austarlega í borginni. Í dag liggja umferðarstraumar til vesturs að morgni en austurs að kvöldi. Hér þarf að ná jafnvægi í borgarskipulagi. Við viljum fjölga vinnustöðum í austurhluta borgarinnar og auka byggð í vesturhlutanum. Þannig má skapa betri hringrás í umferð og svara eftirspurn eftir búsetukostum vestarlega. Sjálfstæðisflokkurinn vill fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur. Við leggjum áherslu á vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Við viljum skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum og bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun