Hefur Reykjavíkurborg sinnt skyldum sínum? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. apríl 2018 18:46 Hvað varðar húsnæðismálin hafa borgaryfirvöld ekki sinnt skyldum sínum. Borgaryfirvöld hafa mismunað þegnum sínum eftir stétt og stöðu. Í Reykjavík hefur skort lóðir sem hefur orsakað algjört öngþveiti á fasteignamarkaði. Þúsundir íbúða vantar í borgina til að uppfylla eftirspurn á húsnæði. Almenningur í borginni hefur verið settur út í horn og réttur þeirra til mannsæmandi lífs hefur verið fótum troðinn. Borgin hefur einnig flæmt ýmsa atvinnustarfsemi burt yfir í nágrannasveitarfélögin. Fólkið er einnig að hrekjast burt í leit að búsetu annars staðar. Flokkur fólksins vill að undið sé ofan af núverandi okri á lóðasölu borgarinnar. Við viljum gefa einstaklingum og fjölskyldum tækifæri til að kaupa sér lóð og eignast framtíðarheimilið. Flokkur fólksins vill byggja öflugt félagslegt húsnæðiskerfi í samvinnu við ríkið og lífeyrissjóði. Friðhelgi og öryggi heimilisins er forsendan fyrir hamingju barnanna okkar. Þróun húsnæðismála hefur komið stórum hópi sérlega illa. Þetta á einkum við um ungt fólk, tekjulága einstaklinga, öryrkja og aðra minnihlutahópa. Á sama tíma og vandinn hefur vaxið hefur ferðamannastraumur til Íslands aukist. Það er einföldun á vandamálinu að fullyrða að húsnæðisvandinn sé auknum ferðamannastraumi að kenna þó það sé hluti vandans. Sannleikurinn er sá að borgaryfirvöld hafa vanrækt þennan málaflokk í mörg ár. Allt of lítið hefur verið byggt af hagkvæmum íbúðum fyrir efnaminni fjölskyldur. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það fylgir því mikil vanlíðan að hafa ekki öruggan samastað enda um eina af okkar grunnþörfum. Óöryggið hefur gífurleg áhrif á börnin í þessum aðstæðum sem hafa mörg hver átt afar erfitt. Það hefur neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna að þurfa að flytja oft. Þau eru ef til vill nýbúin að aðlagast og mynda tengsl þegar þau þurfa að flytja aftur. Það setur að mörgum börnum kvíða og áhyggjur þegar þau hugsa hvort þeim takist að eignast vini á enn einum nýjum stað. Hluti af unga fólkinu okkar sem er að hefja búskap getur kannski treyst á foreldra sína og ættingja. En það geta ekki allir foreldrar hjálpað börnunum sínum því þau eiga kannski nóg með sig. Í öðrum tilfellum eru foreldrar ekki til staðar, búa e.t.v. annars staðar á landinu eða erlendis. Barn sem lifir við þessar aðstæður situr ekki við sama borð og börn sem eiga foreldra í betri efnahagsstöðu. Það ríkir því sannarlega mikill ójöfnuður í borginni hvað þetta varðar. Ójöfnuður sem þessi kemur eins og alltaf verst niður á þeim sem minnst mega sín. Börn þurfa að geta fundið til öryggis í tilveru sinni ef þau eiga að geta vaxið og dafnað áhyggjulaust.Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað varðar húsnæðismálin hafa borgaryfirvöld ekki sinnt skyldum sínum. Borgaryfirvöld hafa mismunað þegnum sínum eftir stétt og stöðu. Í Reykjavík hefur skort lóðir sem hefur orsakað algjört öngþveiti á fasteignamarkaði. Þúsundir íbúða vantar í borgina til að uppfylla eftirspurn á húsnæði. Almenningur í borginni hefur verið settur út í horn og réttur þeirra til mannsæmandi lífs hefur verið fótum troðinn. Borgin hefur einnig flæmt ýmsa atvinnustarfsemi burt yfir í nágrannasveitarfélögin. Fólkið er einnig að hrekjast burt í leit að búsetu annars staðar. Flokkur fólksins vill að undið sé ofan af núverandi okri á lóðasölu borgarinnar. Við viljum gefa einstaklingum og fjölskyldum tækifæri til að kaupa sér lóð og eignast framtíðarheimilið. Flokkur fólksins vill byggja öflugt félagslegt húsnæðiskerfi í samvinnu við ríkið og lífeyrissjóði. Friðhelgi og öryggi heimilisins er forsendan fyrir hamingju barnanna okkar. Þróun húsnæðismála hefur komið stórum hópi sérlega illa. Þetta á einkum við um ungt fólk, tekjulága einstaklinga, öryrkja og aðra minnihlutahópa. Á sama tíma og vandinn hefur vaxið hefur ferðamannastraumur til Íslands aukist. Það er einföldun á vandamálinu að fullyrða að húsnæðisvandinn sé auknum ferðamannastraumi að kenna þó það sé hluti vandans. Sannleikurinn er sá að borgaryfirvöld hafa vanrækt þennan málaflokk í mörg ár. Allt of lítið hefur verið byggt af hagkvæmum íbúðum fyrir efnaminni fjölskyldur. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það fylgir því mikil vanlíðan að hafa ekki öruggan samastað enda um eina af okkar grunnþörfum. Óöryggið hefur gífurleg áhrif á börnin í þessum aðstæðum sem hafa mörg hver átt afar erfitt. Það hefur neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna að þurfa að flytja oft. Þau eru ef til vill nýbúin að aðlagast og mynda tengsl þegar þau þurfa að flytja aftur. Það setur að mörgum börnum kvíða og áhyggjur þegar þau hugsa hvort þeim takist að eignast vini á enn einum nýjum stað. Hluti af unga fólkinu okkar sem er að hefja búskap getur kannski treyst á foreldra sína og ættingja. En það geta ekki allir foreldrar hjálpað börnunum sínum því þau eiga kannski nóg með sig. Í öðrum tilfellum eru foreldrar ekki til staðar, búa e.t.v. annars staðar á landinu eða erlendis. Barn sem lifir við þessar aðstæður situr ekki við sama borð og börn sem eiga foreldra í betri efnahagsstöðu. Það ríkir því sannarlega mikill ójöfnuður í borginni hvað þetta varðar. Ójöfnuður sem þessi kemur eins og alltaf verst niður á þeim sem minnst mega sín. Börn þurfa að geta fundið til öryggis í tilveru sinni ef þau eiga að geta vaxið og dafnað áhyggjulaust.Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar