Jonni sendi stuðningsmönnum pillu: „Ógeðslegt“ og „til skammar fyrir félögin“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2018 14:30 Sérfræðingar Körfuboltakvölds voru vægast sagt óánægð með lélega mætingu í Valsheimilnu á laugardag. Eins og sést var mjög lítið af fólki í stúkunni. vísir Í kvöld fer fram þriðji leikur úrslitaeinvígis Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Valur vann síðasta leik á heimavelli sínum þar sem lokamínúturnar voru hörkuspennandi Fáir urðu hins vegar vitni að þessum lokamínútum, því aðeins örfáar hræður voru í stúkunni. Mætingin var svo léleg að sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds, sem hituðu upp fyrir leikinn í beinni frá Hlíðarenda, höfðu orð á henni og lágu ekki á skoðunum sínum. „Ég hef ekki lýsingarorð og ég veit ekki hvort ég megi segja þau orð sem mig langar að segja um þetta,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Mér finnst þetta bara gjörsamlega fáránlegt og til skammar fyrir félögin.“ „Hérna í dag, það eru ekki einu sinni tveir frá hverjum leikmanni [...] Mér finnst ógeðslegt að horfa á þetta, þær eiga þetta ekki skilið.“ Pálína María Gunnlaugsdóttir tók undir orð Jóns Halldórs og skaut föstum skotum. „Svo er fólk að kvarta yfir því að það sé ekki nógu mikil umfjöllun, umgjörð og eitthvað, hvar er þetta fólk? Er það í stúkunni?“ spurði Pálína. „Það er fullt af fólki sem vælir yfir því að konur fái ekki sömu meðferð og karlar í kringum íþróttir. Það er enginn munur á umgjörðinni hérna og í kringum karlaleikinn í gærkvöldi [leik KR og Tindastóls í úrslitum karlamegin] en þar var stappað,“ bætti Jón Halldór við. Leikur Hauka og Vals fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 19:15. Dominos-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Í kvöld fer fram þriðji leikur úrslitaeinvígis Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Valur vann síðasta leik á heimavelli sínum þar sem lokamínúturnar voru hörkuspennandi Fáir urðu hins vegar vitni að þessum lokamínútum, því aðeins örfáar hræður voru í stúkunni. Mætingin var svo léleg að sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds, sem hituðu upp fyrir leikinn í beinni frá Hlíðarenda, höfðu orð á henni og lágu ekki á skoðunum sínum. „Ég hef ekki lýsingarorð og ég veit ekki hvort ég megi segja þau orð sem mig langar að segja um þetta,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Mér finnst þetta bara gjörsamlega fáránlegt og til skammar fyrir félögin.“ „Hérna í dag, það eru ekki einu sinni tveir frá hverjum leikmanni [...] Mér finnst ógeðslegt að horfa á þetta, þær eiga þetta ekki skilið.“ Pálína María Gunnlaugsdóttir tók undir orð Jóns Halldórs og skaut föstum skotum. „Svo er fólk að kvarta yfir því að það sé ekki nógu mikil umfjöllun, umgjörð og eitthvað, hvar er þetta fólk? Er það í stúkunni?“ spurði Pálína. „Það er fullt af fólki sem vælir yfir því að konur fái ekki sömu meðferð og karlar í kringum íþróttir. Það er enginn munur á umgjörðinni hérna og í kringum karlaleikinn í gærkvöldi [leik KR og Tindastóls í úrslitum karlamegin] en þar var stappað,“ bætti Jón Halldór við. Leikur Hauka og Vals fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 19:15.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira