Innlent

Svalt veður miðað við árstíma

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þær eru ekki háar hitatölurnar sem spáð er fyrir hádegið í dag.
Þær eru ekki háar hitatölurnar sem spáð er fyrir hádegið í dag. veðurstofa íslands
Það er svalt veður í kortunum miðað við árstíma að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þar sem norðlægar áttir verða ríkjandi fram að helgi með dálítilli úrkomu í flestum landshlutum.

Í dag er spáð norðaustlægri átt með strekkingi norðvestan til en annars hægari vindi. Þá verður dálítil úrkoma um allt land, rigning með köflum sunnanlands en stöku él norðan til. Á morgun má síðan búast við dálítilli snjókomu nyrst á morgun en stöku skúrum syðra.

Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:

Norðaustan eða breytileg átt, 5-13 m/s, hvassast norðvestan til. Rigning með köflum um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan, einkum inn til landsins.

Dálítl snjókoma norðanlands á morgun, einkum við sjóinn, en stöku skúr syðra. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýast sunnanlands en næturfrost í innsveitum norðan til.

Á miðvikudag:

Norðaustan 5-13 m/s, skýjað og lítilsháttar snjókoma en austlægari og skúrir með suður ströndinni. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á fimmtudag og föstudag:

Norðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s. Dálítil rigning á láglendi, þó síðst norðaustantil. Hiti 0 til 6 stig að deginum.

Á laugardag:

Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku skúrir eða él, einkum sunnanlands. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast syðst.

Á sunnudag:

Ákveðin sunnanátt og rigning, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×