Veðrið um helgina verður nokkuð misjafnt eftir landshlutum þó að greinilegt sé víða að sumarið er á næsta leiti.
Theódór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að almennt verði örlítið kaldara um helgina en í dag. Kólnandi loft komi norður úr hafi og þá megi búast við að hálka myndist á fjallvegum en mun síður á láglendi.
Rigning verði syðst á landinu á morgun en úrkoman færist síðan norð-austur um kvöldið og á sunnudaginn. Gert er ráð fyrir þurrviðri vestanlands.
Rigning á nokkrum stöðum um helgina
Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
