Leiðtogi armensku stjórnarandstöðunnar kjörinn forsætisráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 10:43 Serj Tankian, söngvari bandarísk-armensku þungarokkssveitarinnar System of a Down, fylgdi Pasjinjan (t.h.) á svið í Jerevan í gær. Lög sveitarinnar hafa verið áberandi í mótmælunum. Vísir/AFP Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunnar, var kjörinn forsætisráðherra á þingi í dag. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa safnast saman í höfuðborginni Jerevan í dag en þar hafa mótmæli staðið yfir gegn fyrrverandi forseta landsins undanfarnar vikur. Mótmælin hafa verið kölluð „flauelsbyltingin“. Þau hófust þegar Sersj Sargsjan, forseti Armeníu undanfarinn áratug, lét þingið kjósa sig sem næsta forsætisráðherra. Á sama tíma var stjórnskipun landsins breytt til þess færa völd frá forseta til forsætisráðherra. Hann hrökklaðist frá völdum vegna mótmælanna í síðasta mánuði. Flokkur Sargsjan er enn með meirihluta á þingi og kom í veg fyrir kjör Pasjinjan í síðustu viku. Hann hvatti mótmælendur þá til borgaralegrar óhlýðni. Í kjölfarið lokuðu stuðningsmenn hans götum í Jerevan. Mótmælin hafa þó farið friðsamlega fram. Í dag tryggði Pasjinjan sér meirihluta atkvæða á þinginu. Hann hefur lofað að boða til nýrra kosninga um leið og aðstæður leyfa. Hann hafi ekki í hyggju að gerast þaulsetinn á valdastóli.Ætlar ekki að ílengjast á valdastóli Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í hét hann því að verja mannréttindi í Armeníu og að binda enda á spillingu og kosningasvik. „Allir eru jafnir fyrir lögum. Engin mun njóta forréttinda í Armeníu. Það er allt og sumt. Punktur,“ sagði Pasjinjan.Breska ríkisútvarpið BBC segir að friðsöm bylting gegn einsflokksræði í fyrrum Sovétlýðveldi eins og sú sem nú á sér stað í Armeníu sé fordæmalaus. Tugir manna féllu til dæmis í miklum mótmælum gegn ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj í Úkraínu veturinn 2013 til 2014. Sargsjan var talinn hallur undir stjórnvöld í Kreml. Rússnesk stjórnvöld hafa þó ekki gripið inn í mótmælin í Armeníu fram að þessu. Armenía Tengdar fréttir Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00 Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17 Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00 Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Tugir þúsunda hafa mótmælt ríkisstjórn Armeníu í tæpar þrjár vikur. Hröktu forsætisráðherrann í burtu en fengu sinn mann ekki inn í staðinn. Mótmælin í gær, eftir að þingið hafnaði því að gera Níkol Pasjinjan, leiðtoga mótmælenda, að forseta. 3. maí 2018 06:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunnar, var kjörinn forsætisráðherra á þingi í dag. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa safnast saman í höfuðborginni Jerevan í dag en þar hafa mótmæli staðið yfir gegn fyrrverandi forseta landsins undanfarnar vikur. Mótmælin hafa verið kölluð „flauelsbyltingin“. Þau hófust þegar Sersj Sargsjan, forseti Armeníu undanfarinn áratug, lét þingið kjósa sig sem næsta forsætisráðherra. Á sama tíma var stjórnskipun landsins breytt til þess færa völd frá forseta til forsætisráðherra. Hann hrökklaðist frá völdum vegna mótmælanna í síðasta mánuði. Flokkur Sargsjan er enn með meirihluta á þingi og kom í veg fyrir kjör Pasjinjan í síðustu viku. Hann hvatti mótmælendur þá til borgaralegrar óhlýðni. Í kjölfarið lokuðu stuðningsmenn hans götum í Jerevan. Mótmælin hafa þó farið friðsamlega fram. Í dag tryggði Pasjinjan sér meirihluta atkvæða á þinginu. Hann hefur lofað að boða til nýrra kosninga um leið og aðstæður leyfa. Hann hafi ekki í hyggju að gerast þaulsetinn á valdastóli.Ætlar ekki að ílengjast á valdastóli Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í hét hann því að verja mannréttindi í Armeníu og að binda enda á spillingu og kosningasvik. „Allir eru jafnir fyrir lögum. Engin mun njóta forréttinda í Armeníu. Það er allt og sumt. Punktur,“ sagði Pasjinjan.Breska ríkisútvarpið BBC segir að friðsöm bylting gegn einsflokksræði í fyrrum Sovétlýðveldi eins og sú sem nú á sér stað í Armeníu sé fordæmalaus. Tugir manna féllu til dæmis í miklum mótmælum gegn ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj í Úkraínu veturinn 2013 til 2014. Sargsjan var talinn hallur undir stjórnvöld í Kreml. Rússnesk stjórnvöld hafa þó ekki gripið inn í mótmælin í Armeníu fram að þessu.
Armenía Tengdar fréttir Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00 Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17 Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00 Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Tugir þúsunda hafa mótmælt ríkisstjórn Armeníu í tæpar þrjár vikur. Hröktu forsætisráðherrann í burtu en fengu sinn mann ekki inn í staðinn. Mótmælin í gær, eftir að þingið hafnaði því að gera Níkol Pasjinjan, leiðtoga mótmælenda, að forseta. 3. maí 2018 06:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00
Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17
Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00
Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Tugir þúsunda hafa mótmælt ríkisstjórn Armeníu í tæpar þrjár vikur. Hröktu forsætisráðherrann í burtu en fengu sinn mann ekki inn í staðinn. Mótmælin í gær, eftir að þingið hafnaði því að gera Níkol Pasjinjan, leiðtoga mótmælenda, að forseta. 3. maí 2018 06:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna