Geta skimanir skaðað? Jóhann Ágúst Sigurðsson skrifar 8. maí 2018 07:00 Geta skimanir skaðað? Blaðamaður spurði mig þessarar spurningar fyrir 18 árum þegar umræðan um skimanir stóð sem hæst í fjölmiðlum. Já, svaraði ég, „allar skimanir skaða, en sumar þeirra gera meira gagn en skaða“. Blaðamaðurinn átti eðlilega erfitt með að skilja hvernig forvörn eins og skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi gæti skaðað. Útskýringarnar eru í sjálfu sér flóknar og byggja á faraldsfræðilegum gögnum, en í stuttu máli: Skimuninni fylgir fórnarkostnaður, að jafnaði nefnt skaðleg áhrif skimunar. Ef skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi reynist jákvæð (vísbending um sjúkdóm eða aukna áhættu), leiðir slíkt að jafnaði til frekari inngripa t.d. ástungu eða speglunar til nánari sjúkdómsgreiningar og eða lyfjameðferðar. Slík inngrip geta verið áhættusöm auk þess sem lyfjameðferð er ekki laus við aukaverkanir. Þess háttar íhlutun getur leitt til alvarlegra fylgikvilla og jafnvel ótímabærs dauða. Auk þess er ofgreining eða óþarfagreining sjúkdóma og óþarfa meðferð fylgifiskur allra skimana. Þetta þýðir að annars heilbrigður einstaklingur fær sjúkdómsgreiningu og meðferð við sjúkdómnum, án þess að „sjúkdómurinn“ sem slíkur hefði haft áhrif á lífslíkur viðkomandi. Sá fríski fær titilinn „sjúklingur“ og fer í meðferð að óþörfu fyrir hann sjálfan. Árangur skimunar er hins vegar að jafnaði mældur í hlutfallslegum líkum stórra rannsóknarhópa á fækkun dauðsfalla af þeim sjúkdómi sem skimað er fyrir. Heildarniðurstaðan verður svo að vera sú að það sé hægt að bjarga fleirum en þeim sem er fórnað. Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli er ágætt dæmi. Þessari skimun var mikið beitt í Bandaríkjunum í áratugi, en sem betur fer, aldrei tekin upp hér á landi. Rannsóknir (m.a. Evrópurannsóknin 2009) á árangri þessarar skimunar með PSA-prófi, sýndu að til þess að bjarga einum karlmanni frá dauða af völdum þessa krabbameins, þurfti að skima 1.410 einkennalausa karla og gera 48 þeirra að sjúklingum að óþörfu með tilheyrandi fylgikvillum svo sem þvagleka og getuleysi. Nýleg rannsókn frá 2018 sýndi einnig að eftir að 400.000 körlum í Englandi var fylgt eftir í 10 ár, var enginn munur á dánartíðni þeirra sem fóru í PSA-skimun og meðferð og þeirra sem ekki fóru í slíka skimun. Það skiptir því miklu máli að upplýsingar til fólks sem boðið er í skimun fjalli bæði um kosti og hugsanleg skaðleg áhrif skimana. Það á að gefa fólki kost á að velja eða hafna. Markmiðið er fyrst og fremst að auka upplýsta þátttöku (informed participation). Sömuleiðis verður að virða ákvörðun þeirra sem ekki mæta eða vilja ekki taka þátt í skimun. Það er vandasamt verk að búa til hlutlausa upplýsingabæklinga og netsíður um kosti og galla skimana sem almenningur skilur. Þarna hefur verulega skort á síðustu áratugi, líklega vegna hagsmunaárekstra. Slíkar upplýsingar þarf að semja af fagráðum sem í eru sérfræðingar í lýðheilsu, siðfræði, almennir borgarar auk annarra sérfróðra aðila um skimanir. Ég tek undir orð Helga Sigurðssonar, yfirlæknis krabbameinslækningadeildar Landspítalans, sem greint var frá í Fréttablaðinu 17. apríl sl. um að þörf sé á breyttu skipulagi skimunar hér á landi.Höfundur er fv. prófessor og form. Samtaka norrænnna heimilislækna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Geta skimanir skaðað? Blaðamaður spurði mig þessarar spurningar fyrir 18 árum þegar umræðan um skimanir stóð sem hæst í fjölmiðlum. Já, svaraði ég, „allar skimanir skaða, en sumar þeirra gera meira gagn en skaða“. Blaðamaðurinn átti eðlilega erfitt með að skilja hvernig forvörn eins og skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi gæti skaðað. Útskýringarnar eru í sjálfu sér flóknar og byggja á faraldsfræðilegum gögnum, en í stuttu máli: Skimuninni fylgir fórnarkostnaður, að jafnaði nefnt skaðleg áhrif skimunar. Ef skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi reynist jákvæð (vísbending um sjúkdóm eða aukna áhættu), leiðir slíkt að jafnaði til frekari inngripa t.d. ástungu eða speglunar til nánari sjúkdómsgreiningar og eða lyfjameðferðar. Slík inngrip geta verið áhættusöm auk þess sem lyfjameðferð er ekki laus við aukaverkanir. Þess háttar íhlutun getur leitt til alvarlegra fylgikvilla og jafnvel ótímabærs dauða. Auk þess er ofgreining eða óþarfagreining sjúkdóma og óþarfa meðferð fylgifiskur allra skimana. Þetta þýðir að annars heilbrigður einstaklingur fær sjúkdómsgreiningu og meðferð við sjúkdómnum, án þess að „sjúkdómurinn“ sem slíkur hefði haft áhrif á lífslíkur viðkomandi. Sá fríski fær titilinn „sjúklingur“ og fer í meðferð að óþörfu fyrir hann sjálfan. Árangur skimunar er hins vegar að jafnaði mældur í hlutfallslegum líkum stórra rannsóknarhópa á fækkun dauðsfalla af þeim sjúkdómi sem skimað er fyrir. Heildarniðurstaðan verður svo að vera sú að það sé hægt að bjarga fleirum en þeim sem er fórnað. Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli er ágætt dæmi. Þessari skimun var mikið beitt í Bandaríkjunum í áratugi, en sem betur fer, aldrei tekin upp hér á landi. Rannsóknir (m.a. Evrópurannsóknin 2009) á árangri þessarar skimunar með PSA-prófi, sýndu að til þess að bjarga einum karlmanni frá dauða af völdum þessa krabbameins, þurfti að skima 1.410 einkennalausa karla og gera 48 þeirra að sjúklingum að óþörfu með tilheyrandi fylgikvillum svo sem þvagleka og getuleysi. Nýleg rannsókn frá 2018 sýndi einnig að eftir að 400.000 körlum í Englandi var fylgt eftir í 10 ár, var enginn munur á dánartíðni þeirra sem fóru í PSA-skimun og meðferð og þeirra sem ekki fóru í slíka skimun. Það skiptir því miklu máli að upplýsingar til fólks sem boðið er í skimun fjalli bæði um kosti og hugsanleg skaðleg áhrif skimana. Það á að gefa fólki kost á að velja eða hafna. Markmiðið er fyrst og fremst að auka upplýsta þátttöku (informed participation). Sömuleiðis verður að virða ákvörðun þeirra sem ekki mæta eða vilja ekki taka þátt í skimun. Það er vandasamt verk að búa til hlutlausa upplýsingabæklinga og netsíður um kosti og galla skimana sem almenningur skilur. Þarna hefur verulega skort á síðustu áratugi, líklega vegna hagsmunaárekstra. Slíkar upplýsingar þarf að semja af fagráðum sem í eru sérfræðingar í lýðheilsu, siðfræði, almennir borgarar auk annarra sérfróðra aðila um skimanir. Ég tek undir orð Helga Sigurðssonar, yfirlæknis krabbameinslækningadeildar Landspítalans, sem greint var frá í Fréttablaðinu 17. apríl sl. um að þörf sé á breyttu skipulagi skimunar hér á landi.Höfundur er fv. prófessor og form. Samtaka norrænnna heimilislækna
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun