Veit af áhuga erlendis en mun ekki stökkva hvert sem er Kristinn Páll skrifar 5. maí 2018 09:00 Lið ársins í Dominos-deild kvenna. vísir/vilhelm Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna í fimmta sinn í gær. Helena hefur heyrt af áhuga erlendra liða en segir að það þurfi að henta henni og fjölskyldunni vel ef hún eigi að skoða það nánar. Aðstæður hafa breyst hjá Helenu eftir að fjölskyldan stækkaði á síðasta ári. Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona úr Haukum, var í gær valin besti leikmaður tímabilsins í Domino’s-deild kvenna í fimmta sinn á ferlinum, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa verið valin best í úrslitakeppninni. Er þetta í fimmta sinn á ferlinum sem Helena er valin best en aðeins Anna María Sveinsdóttir hefur hlotið þessa nafnbót oftar. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn í kvennaflokki á dögunum eftir sigur í oddaleik gegn Val en þetta er þriðji meistaratitill Helenu. Var hún hreint út sagt stórkostleg í einvíginu gegn Val en hún var með þrefalda tvennu að meðaltali í leikjunum fimm, 20,2 stig, 12,2 fráköst og 10,8 stoðsendingar.Fimmti gullboltinn Helenu tókst, ólíkt því sem var fyrir tveimur árum, að ljúka tímabilinu með sigri í úrslitaeinvígi Domino’sdeildarinnar. Hún var skiljanlega í skýjunum með að klára tímabilið af krafti og að taka á móti verðlaununum sem Íslandsmeistari í ár. „Það er alltaf frábært að fá svona viðurkenningar á spilamennskunni hjá manni, þetta er búin að vera frábær vika og endar vel,“ segir Helena sem viðurkennir þó að það hafi verið sérstakt að fagna Íslandsmeistaratitlinum í ljósi þess að systir hennar, Guðbjörg, var í liði andstæðinganna. „Það var auðvitað erfitt og ég fann til með henni því ég vil að hún nái alltaf sem bestum árangri en það var víst ekki hægt þegar við kepptum hvor á móti annarri svo vonandi kemur að henni seinna.“ Helena skrapp í atvinnumennsku í stuttan tíma en sneri aftur í Haukaliðið og leiddi liðið til sigurs. „Þetta var svolítið skrýtið, að fara og spila með öðru liði inn á milli var nýtt en þegar ég lít til baka hjálpaði það mér þegar ég kom til baka til Haukanna. Þá kem ég aftur í frábæran hóp, ég hef þekkt margar af þessum stelpum síðan þær voru litlar og það var frábært að vinna þann stóra með þeim.“Skoðum það ef tilboðið er rétt Helena segir að það sé erfitt að segja til um hvort hún verði áfram á Íslandi á næsta tímabili. Hún sé komin með fjölskyldu og þau þurfi að taka sameiginlega ákvörðun. „Þegar þú ert komin með lítið barn eru breyttar forsendur, ég get ekki leyft mér að stökkva á hvað sem er. Ég er ekki búin að loka á neitt og ef eitthvað spennandi kemur upp munum við skoða það,“ segir Helena sem hefur heyrt af áhuga hjá umboðsmanni sínum. „Ég heyrði af áhuga, bæði fyrir og á meðan á úrslitakeppninni stóð. Tímabilin eru að klárast í Evrópu og liðin eru farin að skoða málin fyrir næsta tímabil en umboðsmaðurinn minn þekkir mig vel og er ekkert að segja mér frá einhverju sem uppfyllir ekki það sem ég þarf,“ segir Helena og bætir við: „Hann veit alveg hvar við stöndum en ég fer ekki ein út. Við fjölskyldan erum einn pakki og förum þá út saman en eins og staðan er í dag finnst mér líklegast að við verðum áfram í Haukum,“ segir Helena en maður hennar, Finnur Atli Magnússon, leikur fyrir Hauka í Domino’s-deild karla. „Gott dæmi er þegar ég fór til Good Angels í janúar, ég þekkti klúbbinn og að hverju ég gengi, ég er ekki að segja að ég sé bara að horfa á Slóvakíu en ég vil vita að ég sé að fara í gott og öruggt umhverfi,“ segir Helena. Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna í fimmta sinn í gær. Helena hefur heyrt af áhuga erlendra liða en segir að það þurfi að henta henni og fjölskyldunni vel ef hún eigi að skoða það nánar. Aðstæður hafa breyst hjá Helenu eftir að fjölskyldan stækkaði á síðasta ári. Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona úr Haukum, var í gær valin besti leikmaður tímabilsins í Domino’s-deild kvenna í fimmta sinn á ferlinum, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa verið valin best í úrslitakeppninni. Er þetta í fimmta sinn á ferlinum sem Helena er valin best en aðeins Anna María Sveinsdóttir hefur hlotið þessa nafnbót oftar. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn í kvennaflokki á dögunum eftir sigur í oddaleik gegn Val en þetta er þriðji meistaratitill Helenu. Var hún hreint út sagt stórkostleg í einvíginu gegn Val en hún var með þrefalda tvennu að meðaltali í leikjunum fimm, 20,2 stig, 12,2 fráköst og 10,8 stoðsendingar.Fimmti gullboltinn Helenu tókst, ólíkt því sem var fyrir tveimur árum, að ljúka tímabilinu með sigri í úrslitaeinvígi Domino’sdeildarinnar. Hún var skiljanlega í skýjunum með að klára tímabilið af krafti og að taka á móti verðlaununum sem Íslandsmeistari í ár. „Það er alltaf frábært að fá svona viðurkenningar á spilamennskunni hjá manni, þetta er búin að vera frábær vika og endar vel,“ segir Helena sem viðurkennir þó að það hafi verið sérstakt að fagna Íslandsmeistaratitlinum í ljósi þess að systir hennar, Guðbjörg, var í liði andstæðinganna. „Það var auðvitað erfitt og ég fann til með henni því ég vil að hún nái alltaf sem bestum árangri en það var víst ekki hægt þegar við kepptum hvor á móti annarri svo vonandi kemur að henni seinna.“ Helena skrapp í atvinnumennsku í stuttan tíma en sneri aftur í Haukaliðið og leiddi liðið til sigurs. „Þetta var svolítið skrýtið, að fara og spila með öðru liði inn á milli var nýtt en þegar ég lít til baka hjálpaði það mér þegar ég kom til baka til Haukanna. Þá kem ég aftur í frábæran hóp, ég hef þekkt margar af þessum stelpum síðan þær voru litlar og það var frábært að vinna þann stóra með þeim.“Skoðum það ef tilboðið er rétt Helena segir að það sé erfitt að segja til um hvort hún verði áfram á Íslandi á næsta tímabili. Hún sé komin með fjölskyldu og þau þurfi að taka sameiginlega ákvörðun. „Þegar þú ert komin með lítið barn eru breyttar forsendur, ég get ekki leyft mér að stökkva á hvað sem er. Ég er ekki búin að loka á neitt og ef eitthvað spennandi kemur upp munum við skoða það,“ segir Helena sem hefur heyrt af áhuga hjá umboðsmanni sínum. „Ég heyrði af áhuga, bæði fyrir og á meðan á úrslitakeppninni stóð. Tímabilin eru að klárast í Evrópu og liðin eru farin að skoða málin fyrir næsta tímabil en umboðsmaðurinn minn þekkir mig vel og er ekkert að segja mér frá einhverju sem uppfyllir ekki það sem ég þarf,“ segir Helena og bætir við: „Hann veit alveg hvar við stöndum en ég fer ekki ein út. Við fjölskyldan erum einn pakki og förum þá út saman en eins og staðan er í dag finnst mér líklegast að við verðum áfram í Haukum,“ segir Helena en maður hennar, Finnur Atli Magnússon, leikur fyrir Hauka í Domino’s-deild karla. „Gott dæmi er þegar ég fór til Good Angels í janúar, ég þekkti klúbbinn og að hverju ég gengi, ég er ekki að segja að ég sé bara að horfa á Slóvakíu en ég vil vita að ég sé að fara í gott og öruggt umhverfi,“ segir Helena.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira