Framsókn gegn vaxandi kvíða og þunglyndi Bergþór Smári Pálmason Sighvats skrifar 3. maí 2018 07:00 Við Íslendingar eigum hér um bil met í því að setja börnin okkar á þunglyndislyf. Við byrjum að setja 5 ára börn á lyf því þeim líður illa. Þunglyndislyf hjá börnum undir 14 ára þekkist varla í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við þannig að við erum að gera eitthvað rangt. Vaxandi kvíði og þunglyndi meðal barnanna okkar er virkilegt vandamál. Það hefur verið í umræðunni að allt of margt ungt fólk er að koma úr skólakerfinu okkar með brotið sjálfsálit. Ástæðurnar á bak við þetta eru margþættar, prófkvíði reynist þeim um megn, stress frá félagslífinu og umhverfinu, heimilislífinu er ábótavant, samfélagsmiðlar anda ofan í hálsmálið á þeim, einelti, félagsfælni, laskað sjálfstraust, vanþekking og fáfræði foreldra og kennara á vandamálinu eða einhver setti ekki „Like“ á nýjustu Facebook-færsluna. Hver sem ástæðan er þá er vandinn til staðar. Við erum að horfa á gríðarlega fjölgun ungra öryrkja sökum geðrænna kvilla. Börnin okkar eru að verða félagsfælin, kvíðin og þau skortir sjálfstraust. Við erum dugleg að tala um vandamálið en hver er lausnin? Við verðum að vera framsækin í vitundarvakningu á þunglyndi. Fræðslufundir og námskeið verða að vera aðgengileg fyrir börnin sem og foreldra þeirra. Margir foreldrar eru ekki meðvitaðir um vandamálið fyrr en það er orðið of seint og það er vandamál út af fyrir sig. Mörg börn sem eru þunglynd eru heldur ekki meðvituð um það, þau færa rök fyrir hugsunum sínum og sannfæra sjálf sig um það að það sé allt í lagi að hata sjálfan sig, það sé eðlilegt. En það er ekkert eðlilegt við það að líta á sjálfan sig sem eitthvert úrhrak. Það skortir almenna þekkingu á þunglyndi og hvernig hugarheimur þunglyndra virkar. Það sem þarf að gera er að grípa barnið áður en þunglyndið festir sig í sessi. Við verðum að skima skólastofur og greina börnin hraðar og verðum að vanda til verks. Við verðum að vera vakandi fyrir áhættueinkennum og kunna að taka eftir þeim. Við verðum að hlúa að börnunum okkar. Börnin eru okkar dýrmætasta auðlind, þau sem eiga eftir að taka við af okkur.Höfundur er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar eigum hér um bil met í því að setja börnin okkar á þunglyndislyf. Við byrjum að setja 5 ára börn á lyf því þeim líður illa. Þunglyndislyf hjá börnum undir 14 ára þekkist varla í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við þannig að við erum að gera eitthvað rangt. Vaxandi kvíði og þunglyndi meðal barnanna okkar er virkilegt vandamál. Það hefur verið í umræðunni að allt of margt ungt fólk er að koma úr skólakerfinu okkar með brotið sjálfsálit. Ástæðurnar á bak við þetta eru margþættar, prófkvíði reynist þeim um megn, stress frá félagslífinu og umhverfinu, heimilislífinu er ábótavant, samfélagsmiðlar anda ofan í hálsmálið á þeim, einelti, félagsfælni, laskað sjálfstraust, vanþekking og fáfræði foreldra og kennara á vandamálinu eða einhver setti ekki „Like“ á nýjustu Facebook-færsluna. Hver sem ástæðan er þá er vandinn til staðar. Við erum að horfa á gríðarlega fjölgun ungra öryrkja sökum geðrænna kvilla. Börnin okkar eru að verða félagsfælin, kvíðin og þau skortir sjálfstraust. Við erum dugleg að tala um vandamálið en hver er lausnin? Við verðum að vera framsækin í vitundarvakningu á þunglyndi. Fræðslufundir og námskeið verða að vera aðgengileg fyrir börnin sem og foreldra þeirra. Margir foreldrar eru ekki meðvitaðir um vandamálið fyrr en það er orðið of seint og það er vandamál út af fyrir sig. Mörg börn sem eru þunglynd eru heldur ekki meðvituð um það, þau færa rök fyrir hugsunum sínum og sannfæra sjálf sig um það að það sé allt í lagi að hata sjálfan sig, það sé eðlilegt. En það er ekkert eðlilegt við það að líta á sjálfan sig sem eitthvert úrhrak. Það skortir almenna þekkingu á þunglyndi og hvernig hugarheimur þunglyndra virkar. Það sem þarf að gera er að grípa barnið áður en þunglyndið festir sig í sessi. Við verðum að skima skólastofur og greina börnin hraðar og verðum að vanda til verks. Við verðum að vera vakandi fyrir áhættueinkennum og kunna að taka eftir þeim. Við verðum að hlúa að börnunum okkar. Börnin eru okkar dýrmætasta auðlind, þau sem eiga eftir að taka við af okkur.Höfundur er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar