Bollívúdd og Nollívúdd Þorvaldur Gylfason skrifar 3. maí 2018 07:00 Heimurinn hefur breytzt. Árin eftir heimsstyrjöldina síðari voru Bandaríkin allsráðandi að heita má, þau voru hálfur heimurinn. Landsframleiðsla Bandaríkjanna var næstum helmingurinn af framleiðslu alls heimsins eða 40% 1960 þótt Bandaríkjamenn teldu þá aðeins 6% af heildarmannfjölda heimsins. Nú er landsframleiðsla Bandaríkjanna komin niður í fjórðung af heimsframleiðslunni og tæpan sjöttung (15%) ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Hlutdeild Bandaríkjanna í mannfjölda heimsins er nú 4%. Allt er þetta eðlilegt eins og ráða má af því að Indland og Kína eru nú einnig orðin að stórveldum, hvort á sína vísu. Samanlögð hlutdeild Indlands og Kína í heimsframleiðslunni var 7% 1960 þótt meira en þriðjungur mannkyns byggi þar þá eins og nú. Risarnir tveir í austri eru glaðvaknaðir. Samanlagt framlag þeirra til heimsframleiðslunnar er komið upp í 18% af heildinni og 23% ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Landsframleiðsla Kína var innan við fimmtungur af landsframleiðslu Bandaríkjanna 1990 miðað við kaupmátt, sigldi fram úr Bandaríkjunum 2013 og stefnir nú í að verða helmingi meiri en þar 2020. En þar eð Kínverjar eru rösklega fjórum sinnum fleiri en Bandaríkjamenn verður landsframleiðsla á mann miðað við kaupmátt þar austur frá þó ekki nema röskur þriðjungur af framleiðslu á mann í Bandaríkjunum 2020 ef svo fer sem horfir. Kínverjar eiga ennþá langt í land.Heimur batnandi fer Sænski lýðheilsufræðiprófessorinn Hans Rosling sem lézt í fyrra þreyttist aldrei á að minna menn á að heimurinn hefur ekki bara breytzt heldur hefur hann tekið stórstígum framförum. Mörg okkar gera sér ekki fulla grein fyrir þessu af ýmsum ástæðum eins og Rosling rekur í bók sinni Factfulness sem var að koma út. Við höldum t.d. mörg að hamfarir og hryðjuverk séu miklu algengari en raun ber vitni um þar eð við heyrum svo margar fréttir af slíkum hörmungum og hræðumst þær. Framför heimsins vekur minni eftirtekt og ótta. Rosling tekur mörg dæmi til að hreyfa við lesendum sínum. Hann spyr:Veiztu hversu hátt hlutfall allra íbúa heimsins býr í lágtekjulöndum og þarf að láta sér nægja 200 krónur á mann á dag skv. mælingum Alþjóðabankans? Rétt svar er 9%, miklu lægra hlutfall en flestir gera sér í hugarlund. Flest fólk býr nú orðið í miðlungstekjulöndum.Veiztu hversu meðalævi allra íbúa heimsins er löng? Rétt svar er 72 ár, mun hærri tala en flestir halda. Meðalævi Kínverja er komin upp í 76 ár, Indverja 69 ár og Afríku sunnan Sahara 60 ár líkt og var hér heima árin fyrir stríð. Veiztu hversu hátt hlutfall barna heimsins fær bólusetningu nú orðið? Rétt svar er 88%.Veiztu hversu hátt hlutfall heimsbyggðarinnar hefur aðgang að rafmagni? Rétt svar er 80%. Rosling lagði nokkrar svona spurningar fyrir allmarga leiðtoga heimsins og viðskiptalífsins á ársfundi þeirra í Davos í Sviss fyrir nokkru. Þegar hann hafði farið yfir svörin gat hann sagt þeim að simpansar myndu hafa staðið sig betur á prófinu. Hann átti við að blindar ágizkanir, ólitaðar af fordómum, hefðu skilað fleiri réttum svörum.Nýtt landslag, nýir landvinningar Þessar tölur og margar aðrar vitna um gerbreytt landslag heimsins, ekki aðeins í efnahags- og heilbrigðismálum heldur einnig á öðrum sviðum. Kaninn var á fyrri tíð allsráðandi í bílabransanum og bíóbransanum en það er hann ekki lengur. Asískir bílar eru nú algengari en amerískir bílar á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Bandaríkin eru komin niður í þriðja sætið á listanum yfir þau lönd þar sem flestar kvikmyndir eru framleiddar. Í efsta sætinu er Indland með 2.000 kvikmyndir í fyrra, þar af eina mynd á dag allt árið í Bollívúdd sem er samheiti á kvikmyndaverunum í Bombay sem heitir nú Múmbaí. Í öðru sæti listans er Nígería þar sem ein milljón manna vinnur nú við kvikmyndagerð. Nollívúdd-myndir seljast nú eins og heitar lummur um alla Afríku og víðar. Sé löndum raðað eftir hagnaði af kvikmyndagerð eru Bandaríkin enn í forustu og á eftir koma Kína, Bretland, Japan, Indland, Frakkland og Suður-Kórea. Takið eftir þessu: fjögur Asíulönd skipa 2., 4., 5. og 7. sæti listans. Indverjar byrjuðu að búa til kvikmyndir um svipað leyti og Bandaríkjamenn, um og upp úr 1910 og hafa verið að æ síðan. Lengi vel höfðuðu indverskar myndir lítt til annarra en Indverja sjálfra, en það hefur breytzt. Margar indverskar myndir falla nú orðið vel að smekk útlendinga. Þessu veldur bæði mikil framför í indverskri kvikmyndagerð og meiri forvitni og víðsýni áhorfenda um allan heim. Síðustu ár hefur Aamir Khan gert hverja stórmyndina á eftir annarri, fjölbreyttar, langar, innihaldsríkar og stundum rammpólitískar myndir. Kvikmyndaunnendur og gagnrýnendur um allan heim gefa myndum Khans o.fl. Indverja jafnháar einkunnir og sumum dáðustu og lífseigustu Hollívúdd-myndum fyrri tíðar eins og t.d. Citizen Kane og Kösublönku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Heimurinn hefur breytzt. Árin eftir heimsstyrjöldina síðari voru Bandaríkin allsráðandi að heita má, þau voru hálfur heimurinn. Landsframleiðsla Bandaríkjanna var næstum helmingurinn af framleiðslu alls heimsins eða 40% 1960 þótt Bandaríkjamenn teldu þá aðeins 6% af heildarmannfjölda heimsins. Nú er landsframleiðsla Bandaríkjanna komin niður í fjórðung af heimsframleiðslunni og tæpan sjöttung (15%) ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Hlutdeild Bandaríkjanna í mannfjölda heimsins er nú 4%. Allt er þetta eðlilegt eins og ráða má af því að Indland og Kína eru nú einnig orðin að stórveldum, hvort á sína vísu. Samanlögð hlutdeild Indlands og Kína í heimsframleiðslunni var 7% 1960 þótt meira en þriðjungur mannkyns byggi þar þá eins og nú. Risarnir tveir í austri eru glaðvaknaðir. Samanlagt framlag þeirra til heimsframleiðslunnar er komið upp í 18% af heildinni og 23% ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Landsframleiðsla Kína var innan við fimmtungur af landsframleiðslu Bandaríkjanna 1990 miðað við kaupmátt, sigldi fram úr Bandaríkjunum 2013 og stefnir nú í að verða helmingi meiri en þar 2020. En þar eð Kínverjar eru rösklega fjórum sinnum fleiri en Bandaríkjamenn verður landsframleiðsla á mann miðað við kaupmátt þar austur frá þó ekki nema röskur þriðjungur af framleiðslu á mann í Bandaríkjunum 2020 ef svo fer sem horfir. Kínverjar eiga ennþá langt í land.Heimur batnandi fer Sænski lýðheilsufræðiprófessorinn Hans Rosling sem lézt í fyrra þreyttist aldrei á að minna menn á að heimurinn hefur ekki bara breytzt heldur hefur hann tekið stórstígum framförum. Mörg okkar gera sér ekki fulla grein fyrir þessu af ýmsum ástæðum eins og Rosling rekur í bók sinni Factfulness sem var að koma út. Við höldum t.d. mörg að hamfarir og hryðjuverk séu miklu algengari en raun ber vitni um þar eð við heyrum svo margar fréttir af slíkum hörmungum og hræðumst þær. Framför heimsins vekur minni eftirtekt og ótta. Rosling tekur mörg dæmi til að hreyfa við lesendum sínum. Hann spyr:Veiztu hversu hátt hlutfall allra íbúa heimsins býr í lágtekjulöndum og þarf að láta sér nægja 200 krónur á mann á dag skv. mælingum Alþjóðabankans? Rétt svar er 9%, miklu lægra hlutfall en flestir gera sér í hugarlund. Flest fólk býr nú orðið í miðlungstekjulöndum.Veiztu hversu meðalævi allra íbúa heimsins er löng? Rétt svar er 72 ár, mun hærri tala en flestir halda. Meðalævi Kínverja er komin upp í 76 ár, Indverja 69 ár og Afríku sunnan Sahara 60 ár líkt og var hér heima árin fyrir stríð. Veiztu hversu hátt hlutfall barna heimsins fær bólusetningu nú orðið? Rétt svar er 88%.Veiztu hversu hátt hlutfall heimsbyggðarinnar hefur aðgang að rafmagni? Rétt svar er 80%. Rosling lagði nokkrar svona spurningar fyrir allmarga leiðtoga heimsins og viðskiptalífsins á ársfundi þeirra í Davos í Sviss fyrir nokkru. Þegar hann hafði farið yfir svörin gat hann sagt þeim að simpansar myndu hafa staðið sig betur á prófinu. Hann átti við að blindar ágizkanir, ólitaðar af fordómum, hefðu skilað fleiri réttum svörum.Nýtt landslag, nýir landvinningar Þessar tölur og margar aðrar vitna um gerbreytt landslag heimsins, ekki aðeins í efnahags- og heilbrigðismálum heldur einnig á öðrum sviðum. Kaninn var á fyrri tíð allsráðandi í bílabransanum og bíóbransanum en það er hann ekki lengur. Asískir bílar eru nú algengari en amerískir bílar á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Bandaríkin eru komin niður í þriðja sætið á listanum yfir þau lönd þar sem flestar kvikmyndir eru framleiddar. Í efsta sætinu er Indland með 2.000 kvikmyndir í fyrra, þar af eina mynd á dag allt árið í Bollívúdd sem er samheiti á kvikmyndaverunum í Bombay sem heitir nú Múmbaí. Í öðru sæti listans er Nígería þar sem ein milljón manna vinnur nú við kvikmyndagerð. Nollívúdd-myndir seljast nú eins og heitar lummur um alla Afríku og víðar. Sé löndum raðað eftir hagnaði af kvikmyndagerð eru Bandaríkin enn í forustu og á eftir koma Kína, Bretland, Japan, Indland, Frakkland og Suður-Kórea. Takið eftir þessu: fjögur Asíulönd skipa 2., 4., 5. og 7. sæti listans. Indverjar byrjuðu að búa til kvikmyndir um svipað leyti og Bandaríkjamenn, um og upp úr 1910 og hafa verið að æ síðan. Lengi vel höfðuðu indverskar myndir lítt til annarra en Indverja sjálfra, en það hefur breytzt. Margar indverskar myndir falla nú orðið vel að smekk útlendinga. Þessu veldur bæði mikil framför í indverskri kvikmyndagerð og meiri forvitni og víðsýni áhorfenda um allan heim. Síðustu ár hefur Aamir Khan gert hverja stórmyndina á eftir annarri, fjölbreyttar, langar, innihaldsríkar og stundum rammpólitískar myndir. Kvikmyndaunnendur og gagnrýnendur um allan heim gefa myndum Khans o.fl. Indverja jafnháar einkunnir og sumum dáðustu og lífseigustu Hollívúdd-myndum fyrri tíðar eins og t.d. Citizen Kane og Kösublönku.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun