Ekki ólíklegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins vakni við alhvíta jörð í vikunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. maí 2018 13:45 Þessi mynd er tekin síðastliðinn vetur þegar veðrið var ekkert sérstaklega gott við tjörnina í Reykjavík. vísir/vilhelm Ekki er ólíklegt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni við alhvíta jörð í vikunni að sögn veðurfræðings þar sem kuldi og éljagangur eru í kortunum. Síðast snjóaði með þessum hætti í maí á suðvesturhorninu fyrir sjö árum. Einhverjir ráku líklega upp stór augu í morgun þegar snjór tók að falla á fyrsta degi maímánaðar. Á vestanverðu landinu var nokkur éljagangur í morgun en Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að snjórinn sem settist muni víðast bráðna í sólskininu í dag. Vorið virðist þó ekki á allra næsta leyti. „Horfurnar fram eftir vikunni eru þær að þessi vestanátt haldi bara áfram og verði alls ekki hlýrri heldur en hún er núna og jafnvel kaldari. Þannig að það eru töluverðar líkur á því að menn muni vakna upp einhvern daganna í vikunni við alhvíta jörð,“ segir Haraldur. Snjókoman sem er væntanleg á Vestur- og Suðvesturlandi telst nokkuð sjaldgæf í maí en slíkt er algengara fyrir norðan. „Það snjóar nægilega mikið til að það sé hægt að mæla snjódýpt á nokkurra ára fresti í Reykjavík í maí. Síðast kom töluverður snjór 2011, 1. maí, þá voru sextán sentimetrar sem er náttúrulega töluvert mikið.“ Vorblíðan virðist ekki vera í kortunum. „Það lítur út fyrir að þetta endist fram á sunnudag þetta kuldakast. Svo sér maður bara ekki með neitt skýrum hætti lengra fram í tímann.“ Haraldur segir kalda loftið yfir landinu komið frá Grænlandi og Kanada þar sem mikill hafís er um þessar mundir og sjórinn kaldur. „Þannig að þó að sólin sé orðin mjög sterk þá dugir það ekki alveg. Það tekur langan tíma að hita sjóinn og bræða ísinn.“ Veður Tengdar fréttir Skúrir og slydduél í kortunum Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. 1. maí 2018 09:24 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ekki er ólíklegt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni við alhvíta jörð í vikunni að sögn veðurfræðings þar sem kuldi og éljagangur eru í kortunum. Síðast snjóaði með þessum hætti í maí á suðvesturhorninu fyrir sjö árum. Einhverjir ráku líklega upp stór augu í morgun þegar snjór tók að falla á fyrsta degi maímánaðar. Á vestanverðu landinu var nokkur éljagangur í morgun en Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að snjórinn sem settist muni víðast bráðna í sólskininu í dag. Vorið virðist þó ekki á allra næsta leyti. „Horfurnar fram eftir vikunni eru þær að þessi vestanátt haldi bara áfram og verði alls ekki hlýrri heldur en hún er núna og jafnvel kaldari. Þannig að það eru töluverðar líkur á því að menn muni vakna upp einhvern daganna í vikunni við alhvíta jörð,“ segir Haraldur. Snjókoman sem er væntanleg á Vestur- og Suðvesturlandi telst nokkuð sjaldgæf í maí en slíkt er algengara fyrir norðan. „Það snjóar nægilega mikið til að það sé hægt að mæla snjódýpt á nokkurra ára fresti í Reykjavík í maí. Síðast kom töluverður snjór 2011, 1. maí, þá voru sextán sentimetrar sem er náttúrulega töluvert mikið.“ Vorblíðan virðist ekki vera í kortunum. „Það lítur út fyrir að þetta endist fram á sunnudag þetta kuldakast. Svo sér maður bara ekki með neitt skýrum hætti lengra fram í tímann.“ Haraldur segir kalda loftið yfir landinu komið frá Grænlandi og Kanada þar sem mikill hafís er um þessar mundir og sjórinn kaldur. „Þannig að þó að sólin sé orðin mjög sterk þá dugir það ekki alveg. Það tekur langan tíma að hita sjóinn og bræða ísinn.“
Veður Tengdar fréttir Skúrir og slydduél í kortunum Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. 1. maí 2018 09:24 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Skúrir og slydduél í kortunum Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. 1. maí 2018 09:24