Dapurlegt sameiningarafl Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. maí 2018 08:30 Einn af hverjum fimm einstaklingum á Íslandi á aldrinum 18 til 24 ára segist oft eða mjög oft finna fyrir einkennum sjúkdóms sem tengdur er við 26 prósent auknar líkur á ótímabæru dauðsfalli. Þessi sjúkdómur hefur verið tengdur við þunglyndi og skapgerðarbreytingar ásamt auknum líkum á heilablóðfalli og hjartasjúkdómum. Sjúkdóminn er að finna á öllum stigum og öllum sviðum samfélagsins. Hann er ekki bundinn við ákveðin einkenni tiltekins hóps. Þeir sem berjast við sjúkdóminn eru oft jaðarsettir og veigra sér við því að ræða um veikindi sín af ótta við frekari útskúfun. Orðið heimsfaraldur hefur verið notað þegar rætt er um útbreiðslu sjúkdómsins, þó slík lýsing hjálpi lítið í baráttunni við hann. Sjúkdómur þessi er auðvitað einmanaleiki, nánar tiltekið sú tilfinning sem hlýst af félagslegri einangrun. Erfiðlega hefur gengið að henda reiður á raunverulegri útbreiðslu einmanaleika í heiminum, því það er sannarlega munur á mikilvægri þörf okkar fyrir einsemd og næði og þeirri kennd sem sprettur af félagslegri einangrun og er til umræðu hér. Það sem flækir vandamál einmanaleika í nútímasamfélagi er sú ákvörðun sem við stöndum frammi fyrir og óttumst að taka þegar við raunverulega þörfnumst þess að spegla okkur í öðrum. Valið stendur á milli þess að taka vafasamt trúarstökk og greina frá einsemd okkar, eða að halda þessum tilfinningum leyndum, gegn því að eiga greiðari og þægilegri leið inn í þann félagslega strúktúr sem er okkur nauðsynlegur. Seinni valmöguleikinn er auðvitað ákjósanlegri. Þetta er viðhorfið sem þarf að breyta. Á undanförnum árum höfum við brotið á bak aftur marga bannhelgi sem kúgað hefur jaðarsetta samfélagshópa áratugum saman. Einmanaleikinn er hins vegar af öðrum toga en réttindabarátta þessara mismunandi hópa. Einmanaleikinn er dapurlegt sameiningarafl allra hópa samfélagsins, en sameiningarafl engu að síður. Þannig er vafasamt að ræða um einmanaleika sem heimsfaraldur. Slíkt færir athyglina frá þeim breytingum sem þörf er á í viðmóti okkar og viðhorfi gagnvart nágrönnum okkar og leggur þess í stað áherslur á læknisfræðilegar, eða sálfræðilegar, hliðar vandamálsins. Lausnin á þessu vandamáli fellst í miklu átaki gegn félagslegu óréttlæti. Hún tekur til baráttu gegn gegn ójöfnuði og bannhelgi einmanaleikans, til efldrar líkamlegrar og andlegrar heilsu almennings, og að öllum séu tryggð jöfn tækifæri í lífinu. Risavaxið vandamál eins og einmanaleikinn krefst þannig stórra lausna sem, þegar allt kemur til alls, færa okkur bætt, betra og blíðara samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Tengdar fréttir Margir íhugað sjálfsvíg Fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu hafa haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum. Vandinn er meiri hjá tekjulágum og einhleypum. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Einn af hverjum fimm einstaklingum á Íslandi á aldrinum 18 til 24 ára segist oft eða mjög oft finna fyrir einkennum sjúkdóms sem tengdur er við 26 prósent auknar líkur á ótímabæru dauðsfalli. Þessi sjúkdómur hefur verið tengdur við þunglyndi og skapgerðarbreytingar ásamt auknum líkum á heilablóðfalli og hjartasjúkdómum. Sjúkdóminn er að finna á öllum stigum og öllum sviðum samfélagsins. Hann er ekki bundinn við ákveðin einkenni tiltekins hóps. Þeir sem berjast við sjúkdóminn eru oft jaðarsettir og veigra sér við því að ræða um veikindi sín af ótta við frekari útskúfun. Orðið heimsfaraldur hefur verið notað þegar rætt er um útbreiðslu sjúkdómsins, þó slík lýsing hjálpi lítið í baráttunni við hann. Sjúkdómur þessi er auðvitað einmanaleiki, nánar tiltekið sú tilfinning sem hlýst af félagslegri einangrun. Erfiðlega hefur gengið að henda reiður á raunverulegri útbreiðslu einmanaleika í heiminum, því það er sannarlega munur á mikilvægri þörf okkar fyrir einsemd og næði og þeirri kennd sem sprettur af félagslegri einangrun og er til umræðu hér. Það sem flækir vandamál einmanaleika í nútímasamfélagi er sú ákvörðun sem við stöndum frammi fyrir og óttumst að taka þegar við raunverulega þörfnumst þess að spegla okkur í öðrum. Valið stendur á milli þess að taka vafasamt trúarstökk og greina frá einsemd okkar, eða að halda þessum tilfinningum leyndum, gegn því að eiga greiðari og þægilegri leið inn í þann félagslega strúktúr sem er okkur nauðsynlegur. Seinni valmöguleikinn er auðvitað ákjósanlegri. Þetta er viðhorfið sem þarf að breyta. Á undanförnum árum höfum við brotið á bak aftur marga bannhelgi sem kúgað hefur jaðarsetta samfélagshópa áratugum saman. Einmanaleikinn er hins vegar af öðrum toga en réttindabarátta þessara mismunandi hópa. Einmanaleikinn er dapurlegt sameiningarafl allra hópa samfélagsins, en sameiningarafl engu að síður. Þannig er vafasamt að ræða um einmanaleika sem heimsfaraldur. Slíkt færir athyglina frá þeim breytingum sem þörf er á í viðmóti okkar og viðhorfi gagnvart nágrönnum okkar og leggur þess í stað áherslur á læknisfræðilegar, eða sálfræðilegar, hliðar vandamálsins. Lausnin á þessu vandamáli fellst í miklu átaki gegn félagslegu óréttlæti. Hún tekur til baráttu gegn gegn ójöfnuði og bannhelgi einmanaleikans, til efldrar líkamlegrar og andlegrar heilsu almennings, og að öllum séu tryggð jöfn tækifæri í lífinu. Risavaxið vandamál eins og einmanaleikinn krefst þannig stórra lausna sem, þegar allt kemur til alls, færa okkur bætt, betra og blíðara samfélag.
Margir íhugað sjálfsvíg Fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu hafa haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum. Vandinn er meiri hjá tekjulágum og einhleypum. 1. maí 2018 07:00
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar