Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir skrifar 18. maí 2018 10:25 Loftslagsbreytingar af mannavöldum og áhrif þeirra eru eitt af stærstu og brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir á komandi árum og áratugum. Áhrif þeirra á vistkerfi jarðarinnar geta valdið gríðarlegu og óafturkræfu tjóni í öllum löndum og hverri einustu borg. Líka á Íslandi og hér í Reykjavík. Í loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar er stefnt að því að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2040. En stefna og markmið eru ekki nóg: Við verðum að stíga miklu fastar til jarðar og taka stærri skref til að ná þessum markmiðum.Borgarlína er góð - en ekki nóg Eitt stærsta skrefið sem við getum stigið er að greiða veg vistvænna samgangna. Lagning borgarlínu er ein mikilvægasta forsenda þess, og því leggjum við í Vinstri grænum höfuðáherslu á að hefja lagningu hennar tafarlaust. En borgarlínan ein og sér dugar ekki til. Við verðum að fjölga hjólastígum og aðgreina þá frá gangandi umferð því það hefur sýnt sig að þá hjóla fleiri og hjólreiðar verða öruggari. Við þurfum að efla strætó meðan við bíðum eftir borgarlínunni og með því að banna nagladekk getum við strax dregið úr svifryksmengun og bætt loftgæðin í borginni. Reykjavík á líka að gera meira til þess að greiða fyrir rafbílavæðingu. Það þarf að koma fyrir hleðslustöðum við allar opinberar byggingar, í bílastæðahúsum og í íbúðargötum, og veita sérstakan stuðning við að koma upp hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla við íbúðarhús. Við þurfum líka að endurheimta náttúrugæði og stórefla kolefnisbindingu, rækta skóga og endurheimta votlendi.Drögum úr neyslu og sóun Rót vandans er óheft neysluhyggja og kannski hugsanaleysi um sótspor okkar. Við þurfum því að ráðast af krafti í markvissa fræðslu og vitundarvakningu um sótspor okkar og hvað við getum gert til að minnka það. Með því að hvetja til matjurtaræktar og minni matarsóunar og með því að gera vegan fæði hærra undir í mötuneytum borgarinnar stuðlar borgin að neyslu sem skilur efitr sig minna sótspor. Vekjum fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að fara vel með okkar nánasta umhverfi og náttúruna og að vera ábyrgur neytandi. Það á eftir að skila sér í betra og heilsusamlegra samfélagi. Fyrir því ætla ég beita mér af krafti í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Setjum X við V á laugardaginn og tryggjum aukin lífgæði og enn betri borg fyrir okkur öll.Líf Magneudóttir, Oddviti VG í borgarstjórnarkosningunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar af mannavöldum og áhrif þeirra eru eitt af stærstu og brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir á komandi árum og áratugum. Áhrif þeirra á vistkerfi jarðarinnar geta valdið gríðarlegu og óafturkræfu tjóni í öllum löndum og hverri einustu borg. Líka á Íslandi og hér í Reykjavík. Í loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar er stefnt að því að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2040. En stefna og markmið eru ekki nóg: Við verðum að stíga miklu fastar til jarðar og taka stærri skref til að ná þessum markmiðum.Borgarlína er góð - en ekki nóg Eitt stærsta skrefið sem við getum stigið er að greiða veg vistvænna samgangna. Lagning borgarlínu er ein mikilvægasta forsenda þess, og því leggjum við í Vinstri grænum höfuðáherslu á að hefja lagningu hennar tafarlaust. En borgarlínan ein og sér dugar ekki til. Við verðum að fjölga hjólastígum og aðgreina þá frá gangandi umferð því það hefur sýnt sig að þá hjóla fleiri og hjólreiðar verða öruggari. Við þurfum að efla strætó meðan við bíðum eftir borgarlínunni og með því að banna nagladekk getum við strax dregið úr svifryksmengun og bætt loftgæðin í borginni. Reykjavík á líka að gera meira til þess að greiða fyrir rafbílavæðingu. Það þarf að koma fyrir hleðslustöðum við allar opinberar byggingar, í bílastæðahúsum og í íbúðargötum, og veita sérstakan stuðning við að koma upp hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla við íbúðarhús. Við þurfum líka að endurheimta náttúrugæði og stórefla kolefnisbindingu, rækta skóga og endurheimta votlendi.Drögum úr neyslu og sóun Rót vandans er óheft neysluhyggja og kannski hugsanaleysi um sótspor okkar. Við þurfum því að ráðast af krafti í markvissa fræðslu og vitundarvakningu um sótspor okkar og hvað við getum gert til að minnka það. Með því að hvetja til matjurtaræktar og minni matarsóunar og með því að gera vegan fæði hærra undir í mötuneytum borgarinnar stuðlar borgin að neyslu sem skilur efitr sig minna sótspor. Vekjum fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að fara vel með okkar nánasta umhverfi og náttúruna og að vera ábyrgur neytandi. Það á eftir að skila sér í betra og heilsusamlegra samfélagi. Fyrir því ætla ég beita mér af krafti í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Setjum X við V á laugardaginn og tryggjum aukin lífgæði og enn betri borg fyrir okkur öll.Líf Magneudóttir, Oddviti VG í borgarstjórnarkosningunum
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun