Tölum íslensku! Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 17. maí 2018 07:00 Þann 22. janúar sl. birtist viðtal í DV við Aneta M. Matuszewska, stofnanda og skólastjóra Retor fræðslu. Kallar hún þar eftir skýrri stefnu stjórnvalda varðandi íslenskukennslu og nám innflytjenda. Bendir hún á að staðan sé þannig í dag að enska sé orðin að leiðandi tungumáli á vinnustöðum þar sem innflytjendur starfi. Íslendingar grípi frekar til ensku og þar með geri innflytjendur það einnig, jafnvel þótt þeir tali íslensku. Segir Aneta vel hægt að snúa þessari þróun við ef stjórnvöld beiti sér og marki skýra stefnu. Þá séu þau hjá Retor, sem er einn aðili af nokkrum sem sinna íslenskukennslu fyrir innflytjendur, með margar hugmyndir í pokahorninu og starfa þegar eftir skýrri stefnu og námskrá sem þau byggja á námskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hafa þau bætt töluverðu efni við umrædda námskrá og setja fram skýrari kröfur, markmið, þrepaskipta náminu og skilgreina nauðsynlega eftirfylgni.Breyttar forsendur Aðstæður og breytt umhverfi innflytjenda er breytt frá því sem áður var og hingað til lands kemur fólk sem hefur hug á að setjast hér að og skapa sér og sínum framtíðarheimili. Við virðumst þó nálgast innflytjendur að stórum hluta sem hóp farandverkamanna sem hingað eru komnir til að starfa í stuttan tíma. Krafan og hvatinn til að læra íslensku er því ekki nægilega skýlaus né heldur markviss. Hópur innflytjenda sinnir íslenskunámi að eigin frumkvæði og fjárfestir þannig í sinni framtíð hér á landi og eykur þannig möguleika sína á þátttöku í íslensku samfélagi. Við megum þó ekki gera ráð fyrir því að eins sé farið með alla. Í amstri dagsins mun það að setjast á skólabekk hvorki verða forgangsatriði í frítíma né fjárútlátum heimilisins. Það er því stjórnvalda að stíga inn í og gera það að sjálfsögðum hlut að þeir innflytjendur sem hér eru búsettir og starfa fái tíma og rúm til að sinna íslenskunámi og geri það sem hluta af sínu starfi. Tungumálakennsla sem fram fer á móðurmáli hvers og eins er skilvirkari en að læra tungumál á öðru máli en sínu eigin og er það samfélagsleg ábyrgð stjórnvalda að af slíku íslenskunámi sé nægjanlegt framboð. Aðeins þannig nýtum við að fullu þann mannauð og þá þekkingu sem í borginni má finna. Við viljum að Reykjavíkurborg sýni fyrirtækjum og stofnunum gott fordæmi og geri íslensku markvisst að leiðandi tungumáli innan sinna starfsstöðva. Tölum íslensku.Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Skóla - og menntamál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 22. janúar sl. birtist viðtal í DV við Aneta M. Matuszewska, stofnanda og skólastjóra Retor fræðslu. Kallar hún þar eftir skýrri stefnu stjórnvalda varðandi íslenskukennslu og nám innflytjenda. Bendir hún á að staðan sé þannig í dag að enska sé orðin að leiðandi tungumáli á vinnustöðum þar sem innflytjendur starfi. Íslendingar grípi frekar til ensku og þar með geri innflytjendur það einnig, jafnvel þótt þeir tali íslensku. Segir Aneta vel hægt að snúa þessari þróun við ef stjórnvöld beiti sér og marki skýra stefnu. Þá séu þau hjá Retor, sem er einn aðili af nokkrum sem sinna íslenskukennslu fyrir innflytjendur, með margar hugmyndir í pokahorninu og starfa þegar eftir skýrri stefnu og námskrá sem þau byggja á námskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hafa þau bætt töluverðu efni við umrædda námskrá og setja fram skýrari kröfur, markmið, þrepaskipta náminu og skilgreina nauðsynlega eftirfylgni.Breyttar forsendur Aðstæður og breytt umhverfi innflytjenda er breytt frá því sem áður var og hingað til lands kemur fólk sem hefur hug á að setjast hér að og skapa sér og sínum framtíðarheimili. Við virðumst þó nálgast innflytjendur að stórum hluta sem hóp farandverkamanna sem hingað eru komnir til að starfa í stuttan tíma. Krafan og hvatinn til að læra íslensku er því ekki nægilega skýlaus né heldur markviss. Hópur innflytjenda sinnir íslenskunámi að eigin frumkvæði og fjárfestir þannig í sinni framtíð hér á landi og eykur þannig möguleika sína á þátttöku í íslensku samfélagi. Við megum þó ekki gera ráð fyrir því að eins sé farið með alla. Í amstri dagsins mun það að setjast á skólabekk hvorki verða forgangsatriði í frítíma né fjárútlátum heimilisins. Það er því stjórnvalda að stíga inn í og gera það að sjálfsögðum hlut að þeir innflytjendur sem hér eru búsettir og starfa fái tíma og rúm til að sinna íslenskunámi og geri það sem hluta af sínu starfi. Tungumálakennsla sem fram fer á móðurmáli hvers og eins er skilvirkari en að læra tungumál á öðru máli en sínu eigin og er það samfélagsleg ábyrgð stjórnvalda að af slíku íslenskunámi sé nægjanlegt framboð. Aðeins þannig nýtum við að fullu þann mannauð og þá þekkingu sem í borginni má finna. Við viljum að Reykjavíkurborg sýni fyrirtækjum og stofnunum gott fordæmi og geri íslensku markvisst að leiðandi tungumáli innan sinna starfsstöðva. Tölum íslensku.Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun