Tölum íslensku! Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 17. maí 2018 07:00 Þann 22. janúar sl. birtist viðtal í DV við Aneta M. Matuszewska, stofnanda og skólastjóra Retor fræðslu. Kallar hún þar eftir skýrri stefnu stjórnvalda varðandi íslenskukennslu og nám innflytjenda. Bendir hún á að staðan sé þannig í dag að enska sé orðin að leiðandi tungumáli á vinnustöðum þar sem innflytjendur starfi. Íslendingar grípi frekar til ensku og þar með geri innflytjendur það einnig, jafnvel þótt þeir tali íslensku. Segir Aneta vel hægt að snúa þessari þróun við ef stjórnvöld beiti sér og marki skýra stefnu. Þá séu þau hjá Retor, sem er einn aðili af nokkrum sem sinna íslenskukennslu fyrir innflytjendur, með margar hugmyndir í pokahorninu og starfa þegar eftir skýrri stefnu og námskrá sem þau byggja á námskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hafa þau bætt töluverðu efni við umrædda námskrá og setja fram skýrari kröfur, markmið, þrepaskipta náminu og skilgreina nauðsynlega eftirfylgni.Breyttar forsendur Aðstæður og breytt umhverfi innflytjenda er breytt frá því sem áður var og hingað til lands kemur fólk sem hefur hug á að setjast hér að og skapa sér og sínum framtíðarheimili. Við virðumst þó nálgast innflytjendur að stórum hluta sem hóp farandverkamanna sem hingað eru komnir til að starfa í stuttan tíma. Krafan og hvatinn til að læra íslensku er því ekki nægilega skýlaus né heldur markviss. Hópur innflytjenda sinnir íslenskunámi að eigin frumkvæði og fjárfestir þannig í sinni framtíð hér á landi og eykur þannig möguleika sína á þátttöku í íslensku samfélagi. Við megum þó ekki gera ráð fyrir því að eins sé farið með alla. Í amstri dagsins mun það að setjast á skólabekk hvorki verða forgangsatriði í frítíma né fjárútlátum heimilisins. Það er því stjórnvalda að stíga inn í og gera það að sjálfsögðum hlut að þeir innflytjendur sem hér eru búsettir og starfa fái tíma og rúm til að sinna íslenskunámi og geri það sem hluta af sínu starfi. Tungumálakennsla sem fram fer á móðurmáli hvers og eins er skilvirkari en að læra tungumál á öðru máli en sínu eigin og er það samfélagsleg ábyrgð stjórnvalda að af slíku íslenskunámi sé nægjanlegt framboð. Aðeins þannig nýtum við að fullu þann mannauð og þá þekkingu sem í borginni má finna. Við viljum að Reykjavíkurborg sýni fyrirtækjum og stofnunum gott fordæmi og geri íslensku markvisst að leiðandi tungumáli innan sinna starfsstöðva. Tölum íslensku.Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Skóla - og menntamál Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Þann 22. janúar sl. birtist viðtal í DV við Aneta M. Matuszewska, stofnanda og skólastjóra Retor fræðslu. Kallar hún þar eftir skýrri stefnu stjórnvalda varðandi íslenskukennslu og nám innflytjenda. Bendir hún á að staðan sé þannig í dag að enska sé orðin að leiðandi tungumáli á vinnustöðum þar sem innflytjendur starfi. Íslendingar grípi frekar til ensku og þar með geri innflytjendur það einnig, jafnvel þótt þeir tali íslensku. Segir Aneta vel hægt að snúa þessari þróun við ef stjórnvöld beiti sér og marki skýra stefnu. Þá séu þau hjá Retor, sem er einn aðili af nokkrum sem sinna íslenskukennslu fyrir innflytjendur, með margar hugmyndir í pokahorninu og starfa þegar eftir skýrri stefnu og námskrá sem þau byggja á námskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hafa þau bætt töluverðu efni við umrædda námskrá og setja fram skýrari kröfur, markmið, þrepaskipta náminu og skilgreina nauðsynlega eftirfylgni.Breyttar forsendur Aðstæður og breytt umhverfi innflytjenda er breytt frá því sem áður var og hingað til lands kemur fólk sem hefur hug á að setjast hér að og skapa sér og sínum framtíðarheimili. Við virðumst þó nálgast innflytjendur að stórum hluta sem hóp farandverkamanna sem hingað eru komnir til að starfa í stuttan tíma. Krafan og hvatinn til að læra íslensku er því ekki nægilega skýlaus né heldur markviss. Hópur innflytjenda sinnir íslenskunámi að eigin frumkvæði og fjárfestir þannig í sinni framtíð hér á landi og eykur þannig möguleika sína á þátttöku í íslensku samfélagi. Við megum þó ekki gera ráð fyrir því að eins sé farið með alla. Í amstri dagsins mun það að setjast á skólabekk hvorki verða forgangsatriði í frítíma né fjárútlátum heimilisins. Það er því stjórnvalda að stíga inn í og gera það að sjálfsögðum hlut að þeir innflytjendur sem hér eru búsettir og starfa fái tíma og rúm til að sinna íslenskunámi og geri það sem hluta af sínu starfi. Tungumálakennsla sem fram fer á móðurmáli hvers og eins er skilvirkari en að læra tungumál á öðru máli en sínu eigin og er það samfélagsleg ábyrgð stjórnvalda að af slíku íslenskunámi sé nægjanlegt framboð. Aðeins þannig nýtum við að fullu þann mannauð og þá þekkingu sem í borginni má finna. Við viljum að Reykjavíkurborg sýni fyrirtækjum og stofnunum gott fordæmi og geri íslensku markvisst að leiðandi tungumáli innan sinna starfsstöðva. Tölum íslensku.Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun