Verknám – Nú þarf átak Þorbjörn Guðmundsson skrifar 17. maí 2018 07:00 Það hefur ríkt mikill samhljómur um það á Íslandi á undanförnum árum að það þurfi að fjölga nemendum í verk- og tæknigreinum. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri tekur undir þetta markmið og vill stefna að því. Greinar eru skrifaðar í blöð og ræður fluttar. Umræðan verður oft mikil þegar fregnir berast af miklu brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Þá er jafnan spurt hvort ekki þurfi að auka fjölbreytni í námsframboði og böndin berast að verknámi.Allt að 70% fækkun Staðreyndin er hins vegar sú að í flestum greinum verknáms hefur nemendum fækkað mjög á undanförnum árum. Iðan fræðslusetur heldur utan um skráningu á fjölda sveinsprófa í 36 iðngreinum. Tölurnar sýna að árið 2008 lauk 681 einstaklingur sveinsprófi. Árið 2016 var þessi tala komin niður í 448. Það er 35% fækkun. Í mannvirkjagerð er ástandið hroðalegt. Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi. Þetta er fækkun um hartnær 70%. Málurum, múrurum og pípurum fækkar líka.Þörfin vex Þörfin á menntuðu fólki í tæknigreinum vex í takti við fólksfjölgun. Þörf samfélagsins til þess að innleiða nýja tækni á öllum sviðum er knýjandi. Hvað er til ráða? Verk-og tækninám gefur góða tekjumöguleika, er skemmtilegt og hentar mörgum. Á því má byggja margs konar frekara nám og þekkingin og hæfnin sem fólk aflar sér er mjög nytsamleg. Það er vit í verknámi. Rannsóknir í nágrannalöndum sýna að viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað heima fyrir: Viðhorf foreldra til náms ræður mestu um það hvort ungt fólk velur verknám eða ekki. Í öðru sæti eru kynni unga fólksins af viðkomandi iðngreinum.Efna þarf til átaks við að kynna verk- og tækninám. Við hjá Samiðn – Sambandi iðnfélaga – höfum boðið menntamálaráðherra í heimsókn til okkar á fund 18. maí. Hún hefur þegið boðið. Allir eru sammála um markmiðið. Nú þarf að framkvæma.Höfundur er framkvæmdastjóri Samiðnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ríkt mikill samhljómur um það á Íslandi á undanförnum árum að það þurfi að fjölga nemendum í verk- og tæknigreinum. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri tekur undir þetta markmið og vill stefna að því. Greinar eru skrifaðar í blöð og ræður fluttar. Umræðan verður oft mikil þegar fregnir berast af miklu brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Þá er jafnan spurt hvort ekki þurfi að auka fjölbreytni í námsframboði og böndin berast að verknámi.Allt að 70% fækkun Staðreyndin er hins vegar sú að í flestum greinum verknáms hefur nemendum fækkað mjög á undanförnum árum. Iðan fræðslusetur heldur utan um skráningu á fjölda sveinsprófa í 36 iðngreinum. Tölurnar sýna að árið 2008 lauk 681 einstaklingur sveinsprófi. Árið 2016 var þessi tala komin niður í 448. Það er 35% fækkun. Í mannvirkjagerð er ástandið hroðalegt. Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi. Þetta er fækkun um hartnær 70%. Málurum, múrurum og pípurum fækkar líka.Þörfin vex Þörfin á menntuðu fólki í tæknigreinum vex í takti við fólksfjölgun. Þörf samfélagsins til þess að innleiða nýja tækni á öllum sviðum er knýjandi. Hvað er til ráða? Verk-og tækninám gefur góða tekjumöguleika, er skemmtilegt og hentar mörgum. Á því má byggja margs konar frekara nám og þekkingin og hæfnin sem fólk aflar sér er mjög nytsamleg. Það er vit í verknámi. Rannsóknir í nágrannalöndum sýna að viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað heima fyrir: Viðhorf foreldra til náms ræður mestu um það hvort ungt fólk velur verknám eða ekki. Í öðru sæti eru kynni unga fólksins af viðkomandi iðngreinum.Efna þarf til átaks við að kynna verk- og tækninám. Við hjá Samiðn – Sambandi iðnfélaga – höfum boðið menntamálaráðherra í heimsókn til okkar á fund 18. maí. Hún hefur þegið boðið. Allir eru sammála um markmiðið. Nú þarf að framkvæma.Höfundur er framkvæmdastjóri Samiðnar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar