Hugmyndir um úrbætur í samgöngumálum Reykjavíkur Ólafur Kristófersson skrifar 16. maí 2018 18:05 Ég set hér niður það helsta sem að Flokkur fólksins telur að þurfi að bæta sem fyrst, þ.e. á næsta kjörtímabili: Þrífa þarf göturnar reglulega, til að minnka svifryksmengun. Afnema þarf að strætó stöðvi aðra umferð þegar hann stoppar á biðstöð, umferðin á eftir þarf að geta haldið áfram án hindrunar, því fjöldi ökutækja í lausagangi er mengunarvaldur. Fjarlægja sem fyrst hraðahindranir með „koddum,“ nota eingöngu öldu hraðahindranir til að draga úr ökuhraða á íbúðagötum. „Koddarnir,“ eru í raun engar hraðahindranir, ökumenn sveigja á milli þeirra og fara í leiðinni oft inn á rangan götuhelming, slíkt eykur slysahættu, Öldu hraðahindranir eru nauðsynlegar á þeim götum þar sem hámarkshraði er 30 km. Nýlega kom fram að gera þarf dýrar breytingar á rafmagns strætisvögnum sem verið er að kaupa erlendis frá, svo þeir verði nothæfir í „borg Koddana.“ Setja þarf upp samræmdar og áberandi merkingar á öllum gangbrautum yfir götur. Götuljós og hljóðmerki í lagi. Gjaldskylda á negld vetrardekk, til að draga úr notkun þeirra er athugandi, og jafnvel að setja bann á þau á Höfuðborgarsvæðinu. Nagladekk (og salt) tæta upp malbikið og valda grjótkasti við framúrakstur. Góð ónegld vetrardekk duga vel í Reykjavík og nágrenni. Stórátak þarf strax í viðgerð og viðhaldi gatna, því núverandi holur og djúp hjólför draga úr öryggi og auka einnig á mengun. Velja betra efni til viðgerða en nú er notað. Víða í Reykjavík er með litlum tilkostnaði hægt að breyta götum og leggja nýjar til að hagræða umferð og dreifa henni. Dæmi.: Gata verði lögð frá Egilshöll upp á Korputorg, (dreifir umferð um hverfið). Endurskipuleggja leiðakerfi strætó, í þágu hverfanna, þar má stórbæta. Hluti af þeirri skipulagningu er að ákveða endanlega hvar heildar umferðarmiðstöðin(miðpunkturinn) fyrir höfuðborgarsvæðið verður staðsett. Allir nýir strætisvagnar sem keyptir eru, gangi fyrir rafmagni eða öðrum mengunarlitlum orkugjöfum, og þannig stefnt að vistvænum almenningssamgöngum, sem verða rækilega kynntar sem hagkvæmur ferðamáti. Kaupa smærri rafknúna strætisvagna, sem nýtast betur en stórir sem eru oft hálftómir. Fjölga þarf sérakreinum fyrir Strætó og leigubíla. Setja bann á akstur torfærubifreiða um miðborgina. Vissulega kostar þetta peninga en Reykjavík er ekki milljónaborg. Það er hægt að spara milljarða við að minnka stjórnkerfi borgarinnar um 50%.Höfundur er eftirlaunamaður og frambjóðandi á lista Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég set hér niður það helsta sem að Flokkur fólksins telur að þurfi að bæta sem fyrst, þ.e. á næsta kjörtímabili: Þrífa þarf göturnar reglulega, til að minnka svifryksmengun. Afnema þarf að strætó stöðvi aðra umferð þegar hann stoppar á biðstöð, umferðin á eftir þarf að geta haldið áfram án hindrunar, því fjöldi ökutækja í lausagangi er mengunarvaldur. Fjarlægja sem fyrst hraðahindranir með „koddum,“ nota eingöngu öldu hraðahindranir til að draga úr ökuhraða á íbúðagötum. „Koddarnir,“ eru í raun engar hraðahindranir, ökumenn sveigja á milli þeirra og fara í leiðinni oft inn á rangan götuhelming, slíkt eykur slysahættu, Öldu hraðahindranir eru nauðsynlegar á þeim götum þar sem hámarkshraði er 30 km. Nýlega kom fram að gera þarf dýrar breytingar á rafmagns strætisvögnum sem verið er að kaupa erlendis frá, svo þeir verði nothæfir í „borg Koddana.“ Setja þarf upp samræmdar og áberandi merkingar á öllum gangbrautum yfir götur. Götuljós og hljóðmerki í lagi. Gjaldskylda á negld vetrardekk, til að draga úr notkun þeirra er athugandi, og jafnvel að setja bann á þau á Höfuðborgarsvæðinu. Nagladekk (og salt) tæta upp malbikið og valda grjótkasti við framúrakstur. Góð ónegld vetrardekk duga vel í Reykjavík og nágrenni. Stórátak þarf strax í viðgerð og viðhaldi gatna, því núverandi holur og djúp hjólför draga úr öryggi og auka einnig á mengun. Velja betra efni til viðgerða en nú er notað. Víða í Reykjavík er með litlum tilkostnaði hægt að breyta götum og leggja nýjar til að hagræða umferð og dreifa henni. Dæmi.: Gata verði lögð frá Egilshöll upp á Korputorg, (dreifir umferð um hverfið). Endurskipuleggja leiðakerfi strætó, í þágu hverfanna, þar má stórbæta. Hluti af þeirri skipulagningu er að ákveða endanlega hvar heildar umferðarmiðstöðin(miðpunkturinn) fyrir höfuðborgarsvæðið verður staðsett. Allir nýir strætisvagnar sem keyptir eru, gangi fyrir rafmagni eða öðrum mengunarlitlum orkugjöfum, og þannig stefnt að vistvænum almenningssamgöngum, sem verða rækilega kynntar sem hagkvæmur ferðamáti. Kaupa smærri rafknúna strætisvagna, sem nýtast betur en stórir sem eru oft hálftómir. Fjölga þarf sérakreinum fyrir Strætó og leigubíla. Setja bann á akstur torfærubifreiða um miðborgina. Vissulega kostar þetta peninga en Reykjavík er ekki milljónaborg. Það er hægt að spara milljarða við að minnka stjórnkerfi borgarinnar um 50%.Höfundur er eftirlaunamaður og frambjóðandi á lista Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar