Börn sem pólitískt punt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. maí 2018 07:35 Fyrir börn með vitsmunalega fötlun er skóli án aðgreiningar öfugmæli. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er gert að sitja í fjölmennum bekk, kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér og eiga að þykjast gera það sama og hinir. Hvernig líður þessum börnum? Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum upp á punt. Fyrir þetta barn er aðgreiningin mest í skóla án aðgreiningar en ekki í sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt. Við í Flokki fólksins líðum ekki slík brot á réttindum barna. Mæta skal þörfum allra barna á þeirra forsendum og engu barni á að þurfa að líða illa í skólanum. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um skóla án aðgreiningar.Sá kvíði sem mörg börn glíma við, sjálfskaði, skólaforðun og sjálfsvígshugmyndir má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem ekki henta. Þau eru ekki meðal jafningja og ná ekki að blómstra sem skyldi. Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í skóla án aðgreiningar þannig að þau geti notið sín? Skóli án aðgreiningar er ekki og getur ekki virkað fyrir alla. Í raun er þetta ekkert flókið. Okkur sem samfélag ber að hugsa fyrst og fremst um líðan barna, allra barna. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það hljómar því illa að ætla að þrýsta barni inn í hóp þar sem það finnur sig ekki, einangrast og líður illa. Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta alla daga í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum og kvíða næsta verkefni sem okkur væri ætlað að leysa. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Fyrirkomulagið skóli án aðgreiningar hefur tekið valið af foreldrum og börnunum sem þess þurfa og þeim neitað um inngöngu í sérskóla á þeirri forsendu að ALLIR EIGA AÐ FARA Í ALMENNAN SKÓLA. Hvers vegna? Ekki er hægt að réttlæta það að pína börn í pólitískum tilgangi. Svör hafa oft verið út í bláinn. Svarið við þessari spurningu er kannski „fordómar“. Fordómar sem snúast m.a. um að það sé eitthvað ósmekklegt, rangt eða niðurlægjandi að hafa marga saman sem eru með sérþarfir eða fatlaðir. Barn með sérþarfir sem fær þörfum sínum fullnægt á öllum sviðum er meðal jafningja. Það eignast vini sem þykja sömu brandararnir fyndnir og það gæti verið í friði inn í sínum bekk en ekki þurft að fara úr bekknum í sérkennslu eða vera sett afsíðis í minni hópa. Það breytir engu þótt aðrir nemendur í almenna skólanum séu yndislegir og góðir við nemandann með vitsmunalega fötlun, hann er hugsanlega aldrei að upplifa sig sem þeirra jafningja. Í sínum hópi myndi þetta barn finna sig námslega, félagslega og sem einstaklingur sem væri góður, klár og fallegur eins og hann er. Horfum á staðreyndir máls í þeim raunveruleika sem við búum í. Það voru hrapalleg mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum og sérskólum eftir því sem þarf. Við viljum gefa foreldrum val á að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem passar barni þeirra. Ekkert barn skal þurfa að líða vegna þess að það er þvingað í aðstæður þar sem það upplifir ekkert annað en vanmátt og kvíða. Ekki á vakt Flokks fólksins! Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir börn með vitsmunalega fötlun er skóli án aðgreiningar öfugmæli. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er gert að sitja í fjölmennum bekk, kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér og eiga að þykjast gera það sama og hinir. Hvernig líður þessum börnum? Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum upp á punt. Fyrir þetta barn er aðgreiningin mest í skóla án aðgreiningar en ekki í sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt. Við í Flokki fólksins líðum ekki slík brot á réttindum barna. Mæta skal þörfum allra barna á þeirra forsendum og engu barni á að þurfa að líða illa í skólanum. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um skóla án aðgreiningar.Sá kvíði sem mörg börn glíma við, sjálfskaði, skólaforðun og sjálfsvígshugmyndir má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem ekki henta. Þau eru ekki meðal jafningja og ná ekki að blómstra sem skyldi. Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í skóla án aðgreiningar þannig að þau geti notið sín? Skóli án aðgreiningar er ekki og getur ekki virkað fyrir alla. Í raun er þetta ekkert flókið. Okkur sem samfélag ber að hugsa fyrst og fremst um líðan barna, allra barna. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það hljómar því illa að ætla að þrýsta barni inn í hóp þar sem það finnur sig ekki, einangrast og líður illa. Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta alla daga í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum og kvíða næsta verkefni sem okkur væri ætlað að leysa. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Fyrirkomulagið skóli án aðgreiningar hefur tekið valið af foreldrum og börnunum sem þess þurfa og þeim neitað um inngöngu í sérskóla á þeirri forsendu að ALLIR EIGA AÐ FARA Í ALMENNAN SKÓLA. Hvers vegna? Ekki er hægt að réttlæta það að pína börn í pólitískum tilgangi. Svör hafa oft verið út í bláinn. Svarið við þessari spurningu er kannski „fordómar“. Fordómar sem snúast m.a. um að það sé eitthvað ósmekklegt, rangt eða niðurlægjandi að hafa marga saman sem eru með sérþarfir eða fatlaðir. Barn með sérþarfir sem fær þörfum sínum fullnægt á öllum sviðum er meðal jafningja. Það eignast vini sem þykja sömu brandararnir fyndnir og það gæti verið í friði inn í sínum bekk en ekki þurft að fara úr bekknum í sérkennslu eða vera sett afsíðis í minni hópa. Það breytir engu þótt aðrir nemendur í almenna skólanum séu yndislegir og góðir við nemandann með vitsmunalega fötlun, hann er hugsanlega aldrei að upplifa sig sem þeirra jafningja. Í sínum hópi myndi þetta barn finna sig námslega, félagslega og sem einstaklingur sem væri góður, klár og fallegur eins og hann er. Horfum á staðreyndir máls í þeim raunveruleika sem við búum í. Það voru hrapalleg mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum og sérskólum eftir því sem þarf. Við viljum gefa foreldrum val á að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem passar barni þeirra. Ekkert barn skal þurfa að líða vegna þess að það er þvingað í aðstæður þar sem það upplifir ekkert annað en vanmátt og kvíða. Ekki á vakt Flokks fólksins! Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar