Börn sem pólitískt punt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. maí 2018 07:35 Fyrir börn með vitsmunalega fötlun er skóli án aðgreiningar öfugmæli. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er gert að sitja í fjölmennum bekk, kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér og eiga að þykjast gera það sama og hinir. Hvernig líður þessum börnum? Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum upp á punt. Fyrir þetta barn er aðgreiningin mest í skóla án aðgreiningar en ekki í sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt. Við í Flokki fólksins líðum ekki slík brot á réttindum barna. Mæta skal þörfum allra barna á þeirra forsendum og engu barni á að þurfa að líða illa í skólanum. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um skóla án aðgreiningar.Sá kvíði sem mörg börn glíma við, sjálfskaði, skólaforðun og sjálfsvígshugmyndir má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem ekki henta. Þau eru ekki meðal jafningja og ná ekki að blómstra sem skyldi. Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í skóla án aðgreiningar þannig að þau geti notið sín? Skóli án aðgreiningar er ekki og getur ekki virkað fyrir alla. Í raun er þetta ekkert flókið. Okkur sem samfélag ber að hugsa fyrst og fremst um líðan barna, allra barna. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það hljómar því illa að ætla að þrýsta barni inn í hóp þar sem það finnur sig ekki, einangrast og líður illa. Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta alla daga í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum og kvíða næsta verkefni sem okkur væri ætlað að leysa. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Fyrirkomulagið skóli án aðgreiningar hefur tekið valið af foreldrum og börnunum sem þess þurfa og þeim neitað um inngöngu í sérskóla á þeirri forsendu að ALLIR EIGA AÐ FARA Í ALMENNAN SKÓLA. Hvers vegna? Ekki er hægt að réttlæta það að pína börn í pólitískum tilgangi. Svör hafa oft verið út í bláinn. Svarið við þessari spurningu er kannski „fordómar“. Fordómar sem snúast m.a. um að það sé eitthvað ósmekklegt, rangt eða niðurlægjandi að hafa marga saman sem eru með sérþarfir eða fatlaðir. Barn með sérþarfir sem fær þörfum sínum fullnægt á öllum sviðum er meðal jafningja. Það eignast vini sem þykja sömu brandararnir fyndnir og það gæti verið í friði inn í sínum bekk en ekki þurft að fara úr bekknum í sérkennslu eða vera sett afsíðis í minni hópa. Það breytir engu þótt aðrir nemendur í almenna skólanum séu yndislegir og góðir við nemandann með vitsmunalega fötlun, hann er hugsanlega aldrei að upplifa sig sem þeirra jafningja. Í sínum hópi myndi þetta barn finna sig námslega, félagslega og sem einstaklingur sem væri góður, klár og fallegur eins og hann er. Horfum á staðreyndir máls í þeim raunveruleika sem við búum í. Það voru hrapalleg mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum og sérskólum eftir því sem þarf. Við viljum gefa foreldrum val á að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem passar barni þeirra. Ekkert barn skal þurfa að líða vegna þess að það er þvingað í aðstæður þar sem það upplifir ekkert annað en vanmátt og kvíða. Ekki á vakt Flokks fólksins! Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrir börn með vitsmunalega fötlun er skóli án aðgreiningar öfugmæli. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er gert að sitja í fjölmennum bekk, kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér og eiga að þykjast gera það sama og hinir. Hvernig líður þessum börnum? Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum upp á punt. Fyrir þetta barn er aðgreiningin mest í skóla án aðgreiningar en ekki í sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt. Við í Flokki fólksins líðum ekki slík brot á réttindum barna. Mæta skal þörfum allra barna á þeirra forsendum og engu barni á að þurfa að líða illa í skólanum. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um skóla án aðgreiningar.Sá kvíði sem mörg börn glíma við, sjálfskaði, skólaforðun og sjálfsvígshugmyndir má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem ekki henta. Þau eru ekki meðal jafningja og ná ekki að blómstra sem skyldi. Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í skóla án aðgreiningar þannig að þau geti notið sín? Skóli án aðgreiningar er ekki og getur ekki virkað fyrir alla. Í raun er þetta ekkert flókið. Okkur sem samfélag ber að hugsa fyrst og fremst um líðan barna, allra barna. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það hljómar því illa að ætla að þrýsta barni inn í hóp þar sem það finnur sig ekki, einangrast og líður illa. Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta alla daga í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum og kvíða næsta verkefni sem okkur væri ætlað að leysa. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Fyrirkomulagið skóli án aðgreiningar hefur tekið valið af foreldrum og börnunum sem þess þurfa og þeim neitað um inngöngu í sérskóla á þeirri forsendu að ALLIR EIGA AÐ FARA Í ALMENNAN SKÓLA. Hvers vegna? Ekki er hægt að réttlæta það að pína börn í pólitískum tilgangi. Svör hafa oft verið út í bláinn. Svarið við þessari spurningu er kannski „fordómar“. Fordómar sem snúast m.a. um að það sé eitthvað ósmekklegt, rangt eða niðurlægjandi að hafa marga saman sem eru með sérþarfir eða fatlaðir. Barn með sérþarfir sem fær þörfum sínum fullnægt á öllum sviðum er meðal jafningja. Það eignast vini sem þykja sömu brandararnir fyndnir og það gæti verið í friði inn í sínum bekk en ekki þurft að fara úr bekknum í sérkennslu eða vera sett afsíðis í minni hópa. Það breytir engu þótt aðrir nemendur í almenna skólanum séu yndislegir og góðir við nemandann með vitsmunalega fötlun, hann er hugsanlega aldrei að upplifa sig sem þeirra jafningja. Í sínum hópi myndi þetta barn finna sig námslega, félagslega og sem einstaklingur sem væri góður, klár og fallegur eins og hann er. Horfum á staðreyndir máls í þeim raunveruleika sem við búum í. Það voru hrapalleg mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum og sérskólum eftir því sem þarf. Við viljum gefa foreldrum val á að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem passar barni þeirra. Ekkert barn skal þurfa að líða vegna þess að það er þvingað í aðstæður þar sem það upplifir ekkert annað en vanmátt og kvíða. Ekki á vakt Flokks fólksins! Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar