Þarf breytingar í borginni? Inga María Hlíðar Thorsteinsson skrifar 14. maí 2018 05:00 Sveitastjórnarkosningarnar verða 26. maí næstkomandi. Ég treysti fólkinu sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til þess að gera mikilvægar og nauðsynlegar breytingar á borginni. Ég er í framboði fyrir flokkinn og styð hann í áherslum sínum vegna þess að mér finnst ótækt að: *Meirihlutinn hafi selt landið, þar sem langódýrast hefði verið að setja niður Sundarbraut, í þeim tilgangi að útiloka að framkvæmdir gætu hafist á brautinni. Að verið sé að þrengja götur í borginni á meðan umferðartafir hafa aukist. *Meirihlutinn skuli hafa eytt 500 milljónum í framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún og lofi nú að setja Miklubrautina í stokk sem myndi gera þær framkvæmdir að engu. *Að kostnaður við rekstur leikskóla hafi lækkaði á árinu vegna manneklu á leikskólunum. Að borgin hafi ekki notað þá fjármuni sem “spöruðust” við mannekluna til að bæta kjör þeirra sem eftir eru í starfi á leikskólunum, aðbúnað þar og/eða farið í aðgerðir til þess að mæta þessum mannekluvanda. Að leikskólagjöld hafi verið lækkuð á sama tíma og ekki virðist vera til nægur peningur til að greiða starfsfólki á leikskólum nægilega há laun. Sú lækkun er fljót að hverfa þegar staðan í leikskólamálum bitnar á vinnu foreldra með tilheyrandi tekjutapi. Þvílíkur bjarnargreiði borgaryfirvalda. *Að verið sé að fjölga borgarfulltrúum og þenja út embættismannakerfið með tilheyrandi launakostnaði þegar skuldir borgarinnar fara stighækkandi ár frá ári.*Að hugsa til þess að ungt fólk sé margt að flytja úr höfuðborginni vegna þess að borgin hefur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi í að tryggja nægilegt framboð og úthluta lóðum. Of lítið framboð hefur keyrt upp fasteignaverðið. Það að íbúðir, auglýstar sem fyrstu kaup fyrir ungt fólk, séu að kosta um 40 milljónir króna er óásættanlegt. *Að íbúar séu látnir kjósa um sjálfsagt viðhald á eignum borgarinnar með hverfakosningum þar sem þeir velja á milli viðhalds eða gæluverkefna.… auk margra fleiri atriða. Ég hef aldrei verið sannfærðari um að breytinga sé þörf í borginni, þar sem áhersla verði lögð á breyttan rekstur og forgangsröðun mikilvægustu verkefnanna. Sjálfstæðisflokkinn er eini flokkurinn sem á möguleika á að leiða nýjan meirihluta til þess að fylgja breytingunum eftir. Ég er stolt af því að tilheyra þeim öfluga hópi sem prýðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Höfundur er ljósmóðurnemi og skipar 16. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitastjórnarkosningarnar verða 26. maí næstkomandi. Ég treysti fólkinu sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til þess að gera mikilvægar og nauðsynlegar breytingar á borginni. Ég er í framboði fyrir flokkinn og styð hann í áherslum sínum vegna þess að mér finnst ótækt að: *Meirihlutinn hafi selt landið, þar sem langódýrast hefði verið að setja niður Sundarbraut, í þeim tilgangi að útiloka að framkvæmdir gætu hafist á brautinni. Að verið sé að þrengja götur í borginni á meðan umferðartafir hafa aukist. *Meirihlutinn skuli hafa eytt 500 milljónum í framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún og lofi nú að setja Miklubrautina í stokk sem myndi gera þær framkvæmdir að engu. *Að kostnaður við rekstur leikskóla hafi lækkaði á árinu vegna manneklu á leikskólunum. Að borgin hafi ekki notað þá fjármuni sem “spöruðust” við mannekluna til að bæta kjör þeirra sem eftir eru í starfi á leikskólunum, aðbúnað þar og/eða farið í aðgerðir til þess að mæta þessum mannekluvanda. Að leikskólagjöld hafi verið lækkuð á sama tíma og ekki virðist vera til nægur peningur til að greiða starfsfólki á leikskólum nægilega há laun. Sú lækkun er fljót að hverfa þegar staðan í leikskólamálum bitnar á vinnu foreldra með tilheyrandi tekjutapi. Þvílíkur bjarnargreiði borgaryfirvalda. *Að verið sé að fjölga borgarfulltrúum og þenja út embættismannakerfið með tilheyrandi launakostnaði þegar skuldir borgarinnar fara stighækkandi ár frá ári.*Að hugsa til þess að ungt fólk sé margt að flytja úr höfuðborginni vegna þess að borgin hefur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi í að tryggja nægilegt framboð og úthluta lóðum. Of lítið framboð hefur keyrt upp fasteignaverðið. Það að íbúðir, auglýstar sem fyrstu kaup fyrir ungt fólk, séu að kosta um 40 milljónir króna er óásættanlegt. *Að íbúar séu látnir kjósa um sjálfsagt viðhald á eignum borgarinnar með hverfakosningum þar sem þeir velja á milli viðhalds eða gæluverkefna.… auk margra fleiri atriða. Ég hef aldrei verið sannfærðari um að breytinga sé þörf í borginni, þar sem áhersla verði lögð á breyttan rekstur og forgangsröðun mikilvægustu verkefnanna. Sjálfstæðisflokkinn er eini flokkurinn sem á möguleika á að leiða nýjan meirihluta til þess að fylgja breytingunum eftir. Ég er stolt af því að tilheyra þeim öfluga hópi sem prýðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Höfundur er ljósmóðurnemi og skipar 16. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar