Reykjavík í samkeppni við aðrar borgir Dagur B. Eggertsson skrifar 14. maí 2018 07:00 Samkeppnishæfni Reykjavíkur hefur verið okkar helsta verkefni á undanförnum árum. Til þess að teljast samkeppnishæf verðum við að vera lífsgæðaborg, skólaborg og velferðarborg en jafnframt fjölga spennandi störfum og tækifærum fyrir ungt fólk og stuðla að öflugu, fjölbreyttu atvinnulífi. Reykjavík hefur verið hástökkvari bæði í nýlegum alþjóðlegum samanburði á lífsgæðum og samkeppnishæfni. Að þróa fjölbreytta, græna og nútímalega borg fyrir alla byggir á framtíðarsýn og kallar bæði á stefnufestu og úthald. Borg sem er án vegvísis og framtíðarsýnar þróast ekki sjálfkrafa í rétta átt. Við eigum að bera Reykjavík saman við aðrar borgir Norðurlanda frekar en sveitarfélög hérlendis. Í nýjum samanburði Norrænu ráðherranefndarinnar höfum við skákað öllum borgarsvæðum af okkar stærð, tekið fram úr Helsinki og aðeins Ósló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmur skáka Reykjavík í samkeppnishæfni. Á tíu ára fresti tekur tímaritið The Economist saman lista yfir lífsgæði í borgum. Í síðustu mælingu var Reykjavík hástökkvari, m.a. vegna metnaðarfullra uppbyggingarverkefna og aukins menningarframboðs. Hvort tveggja er fagnaðarefni. Við getum verið stolt af þróun borgarinnar okkar. Það á að vera kappsmál að nýjar kynslóðir vilji búa í Reykjavík fremur en í öðrum borgum. Ungt fólk leitar til borga og getur starfað hvar sem er í heiminum. Ísland á mikið undir því að Reykjavík gangi vel í þessari samkeppni en þar eigum við að keppa á grundvelli menntunar, velferðar, öryggis og góðrar þjónustu, auk þeirra lífsgæða sem kraftmikið og fjölbreytt borgarsamfélag getur boðið upp á. Norðurlöndin hafa sýnt að áhersla á jöfnuð og jöfn tækifæri í bland við öflugt og framsækið atvinnulíf er sú leið sem best hefur gefist í þessu. Það er leið jafnaðarmanna. Það er líka rétta leiðin fyrir Reykjavík. Borgin okkar hefur aldrei verið eins kraftmikil, lifandi og fjölbreytt og einmitt núna. Og það er mikilvægt að halda áfram á réttri leið. Áfram Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Samkeppnishæfni Reykjavíkur hefur verið okkar helsta verkefni á undanförnum árum. Til þess að teljast samkeppnishæf verðum við að vera lífsgæðaborg, skólaborg og velferðarborg en jafnframt fjölga spennandi störfum og tækifærum fyrir ungt fólk og stuðla að öflugu, fjölbreyttu atvinnulífi. Reykjavík hefur verið hástökkvari bæði í nýlegum alþjóðlegum samanburði á lífsgæðum og samkeppnishæfni. Að þróa fjölbreytta, græna og nútímalega borg fyrir alla byggir á framtíðarsýn og kallar bæði á stefnufestu og úthald. Borg sem er án vegvísis og framtíðarsýnar þróast ekki sjálfkrafa í rétta átt. Við eigum að bera Reykjavík saman við aðrar borgir Norðurlanda frekar en sveitarfélög hérlendis. Í nýjum samanburði Norrænu ráðherranefndarinnar höfum við skákað öllum borgarsvæðum af okkar stærð, tekið fram úr Helsinki og aðeins Ósló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmur skáka Reykjavík í samkeppnishæfni. Á tíu ára fresti tekur tímaritið The Economist saman lista yfir lífsgæði í borgum. Í síðustu mælingu var Reykjavík hástökkvari, m.a. vegna metnaðarfullra uppbyggingarverkefna og aukins menningarframboðs. Hvort tveggja er fagnaðarefni. Við getum verið stolt af þróun borgarinnar okkar. Það á að vera kappsmál að nýjar kynslóðir vilji búa í Reykjavík fremur en í öðrum borgum. Ungt fólk leitar til borga og getur starfað hvar sem er í heiminum. Ísland á mikið undir því að Reykjavík gangi vel í þessari samkeppni en þar eigum við að keppa á grundvelli menntunar, velferðar, öryggis og góðrar þjónustu, auk þeirra lífsgæða sem kraftmikið og fjölbreytt borgarsamfélag getur boðið upp á. Norðurlöndin hafa sýnt að áhersla á jöfnuð og jöfn tækifæri í bland við öflugt og framsækið atvinnulíf er sú leið sem best hefur gefist í þessu. Það er leið jafnaðarmanna. Það er líka rétta leiðin fyrir Reykjavík. Borgin okkar hefur aldrei verið eins kraftmikil, lifandi og fjölbreytt og einmitt núna. Og það er mikilvægt að halda áfram á réttri leið. Áfram Reykjavík.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar