Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Höskuldur Kári Schram skrifar 12. maí 2018 18:45 Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Vísir Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu á undanförnum árum í kringum stóriðjuna á Bakka og þá hefur ferðaþjónustan einnig farið ört vaxandi. Mikillar bjartsýni gætir meðal oddvita sem vilja nú horfa til annarra verkefna. „Í upphafi síðasta kjörtímabils vorum við í erfiðri stöðu rekstrarlega með skuldastafla á bakinu og óvissu í lofti. Nú er staðan önnur. Mikil fjárfesting búin að eiga sér stað og atvinnulífið tekið kipp bæði í framleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Fyrir vikið er sveitarfélagið í allt annarri stöðu núna og við erum frekar bjartsýn á það að núna getum við farið að horfa á skemmtilegri verkefni heldur en grafa skurði og byggja hafnir,“ segir Óli Halldórsson oddviti VG. Guðbjartur Ellert Jónsson oddviti E-listans segir mikilvægt að nýta þetta svigrúm til góðra verkefna. „Eins og menn þekkja þá hefur verið þungur róður í þessu sveitarfélagi kannski umfram önnur. En nú horfir til betri vegar og við munum einbeita okkur að því að nýta þetta afl sem er komið í atvinnumálunum og halda því áfram og nýta afleiðuna fyrir samfélagið, fyrirtækin, heimilin og fólkið sem hér býr,“ segir Guðbjartur. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna leggur áherslu á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. „Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að auka fjölbreytni í atvinnulífinu á svæðinu. Við erum búnir að ná annarri stoð inn í atvinnulífið með uppbyggingu á Bakka. Ferðaþjónustan er í góðum vexti og við þurfum að tryggja að sjávarútvegur blómstri hér áfram og landbúnaður er líka mikilvægur,“ segir Kristján. Silja Jóhannesdóttir oddviti Samfylkingarinnar vill líka horfa til fjölskyldu- og velferðarmála. „Það er alltaf verið að leita leiða til að lækka álögur á fjölskyldur og við erum að skoða þau mál. Geðheilbrigðismál hafa líka verið til umræðu og hvernig styðjum við ungt fólk sem þarf á hjálp að halda. Atvinnuuppbygging, hvert höldum við eftir að Bakki er kominn, það er líka rosalega stórt mál,“ segir Silja. Framsóknarmenn vilja byggja upp skíðasvæðið á Húsavík. „Þarna er skíðasvæði sem er algjör paradís og þar hafa frumkvöðlar og áhugafólk verið að byggja upp. Og nú er kominn vegur og rafmagn þannig að það er kominn tími til að skella sér í uppbyggingu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti framsóknarmanna Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Í gæsluvarðhaldi fram í september „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Fullir í flugi Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Norðlæg átt og víðast hvar væta Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Sjá meira
Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu á undanförnum árum í kringum stóriðjuna á Bakka og þá hefur ferðaþjónustan einnig farið ört vaxandi. Mikillar bjartsýni gætir meðal oddvita sem vilja nú horfa til annarra verkefna. „Í upphafi síðasta kjörtímabils vorum við í erfiðri stöðu rekstrarlega með skuldastafla á bakinu og óvissu í lofti. Nú er staðan önnur. Mikil fjárfesting búin að eiga sér stað og atvinnulífið tekið kipp bæði í framleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Fyrir vikið er sveitarfélagið í allt annarri stöðu núna og við erum frekar bjartsýn á það að núna getum við farið að horfa á skemmtilegri verkefni heldur en grafa skurði og byggja hafnir,“ segir Óli Halldórsson oddviti VG. Guðbjartur Ellert Jónsson oddviti E-listans segir mikilvægt að nýta þetta svigrúm til góðra verkefna. „Eins og menn þekkja þá hefur verið þungur róður í þessu sveitarfélagi kannski umfram önnur. En nú horfir til betri vegar og við munum einbeita okkur að því að nýta þetta afl sem er komið í atvinnumálunum og halda því áfram og nýta afleiðuna fyrir samfélagið, fyrirtækin, heimilin og fólkið sem hér býr,“ segir Guðbjartur. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna leggur áherslu á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. „Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að auka fjölbreytni í atvinnulífinu á svæðinu. Við erum búnir að ná annarri stoð inn í atvinnulífið með uppbyggingu á Bakka. Ferðaþjónustan er í góðum vexti og við þurfum að tryggja að sjávarútvegur blómstri hér áfram og landbúnaður er líka mikilvægur,“ segir Kristján. Silja Jóhannesdóttir oddviti Samfylkingarinnar vill líka horfa til fjölskyldu- og velferðarmála. „Það er alltaf verið að leita leiða til að lækka álögur á fjölskyldur og við erum að skoða þau mál. Geðheilbrigðismál hafa líka verið til umræðu og hvernig styðjum við ungt fólk sem þarf á hjálp að halda. Atvinnuuppbygging, hvert höldum við eftir að Bakki er kominn, það er líka rosalega stórt mál,“ segir Silja. Framsóknarmenn vilja byggja upp skíðasvæðið á Húsavík. „Þarna er skíðasvæði sem er algjör paradís og þar hafa frumkvöðlar og áhugafólk verið að byggja upp. Og nú er kominn vegur og rafmagn þannig að það er kominn tími til að skella sér í uppbyggingu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti framsóknarmanna
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Í gæsluvarðhaldi fram í september „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Fullir í flugi Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Norðlæg átt og víðast hvar væta Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Sjá meira