Grunnskólakennarinn og ímynd hans í samfélaginu Guðbjörg Magnúsdóttir skrifar 12. maí 2018 10:03 Sem grunnskólakennari og móðir barna á grunnskólaaldri hef ég oft á tíðum bæði fengið að finna það á eigin skinni og hlustað á aðra foreldra tala um hversu lítil virðing er borin fyrir grunnskólakennurum. Ég hef oft á tíðum í minni vinnu fengið foreldra með mér í lið til að aðstoða nemendur að tækla ýmiskonar erfiðleika sem verða á vegi þeirra. Oftast gengur það virkilega vel, en því miður kemur fyrir að grunnskólakennarar finni að foreldrarnir treysti kennarum ekki fyllilega fyrir börnunum sínum.Samvinna skóla og heimilaGrunnskólakennarar hafa því miður ekki nógu góða ímynd í samfélaginu. Þetta finnum við kennarar oft hjá nemendum okkar. Maður hefur heyrt nemendur tala um að kennarar geri ekki annað en að röfla, nenni ekki að vinna og séu alltaf í fríi eða nöldra yfir því að fá ekki nógu há laun. Að sjálfsögðu er þetta ekki komið frá krökkunum, heldur eru þau að hafa eftir eitthvað sem þau hafa heyrt heima. Virðingarleysi við skólareglum er af sama meiði. Krakkar eru í símanum í miðri kennslustund og leggja hann ekki frá sér þrátt fyrir tilmæli. Þau eru að þvælast um skólastofuna eða ganga út úr kennslustund án þess að biðja um leyfi. Þetta er mjög slæm þróun og getur leitt til þess að nemendur hætta að bera virðingu fyrir kennurum og því sem þeir biðja nemendur um að gera. Samvinna milli heimilis og skóla er það sem gerir gæfumuninn í starfi okkar grunnskólakennara. Menntun og uppeldi barnanna gerist bæði á heimilunum og í skólunum. Við kennarar erum fagmanneskjur, en foreldrarnir þekkja sín börn auðvitað best. Saman náum við bestum árangri þegar við vinnum saman og sýnum hvort öðru skilning og virðingu, og styðjum hvort annað.Aukum virðingu fyrir kennurumVið þurfum að taka höndum saman og bæta ímynd kennara og auka virðingu fyrir störfum þeirra. Ég tel að eitt af helstu verkefnum nýrrar borgarstjórnar eigi að vera að vinna með grunnskólakennurum að því að auka auka virðingu fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er í skólum borgarinnar. Við eigum að tala upp skólana, og hætta að tala þá niður. Við þurfum að taka á agavandamálum í skóla og virðingaleysi nemenda gagnvart kennurum og styrkja og auka samvinnu milli heimila og skóla. Það myndi létta álag á kennurum og auðvelda þeim að einbeita sér að kennslu, í stað þess að halda uppi aga í kennslustofunni.Léttum álagi og minnkum streituKennarar eru undir gríðarlegu álagi. Bugun og þreyta í grunnskólum borgarinnar er alvarlegt vandamál. Hér þarf borgin að koma til móts við kennara með styttingu vinnuvikunnar og auknu faglegu sjálfstæði. Mál sem við í Vinstri grænum höfum lagt áherslu á. Við viljum líka að grunnskólar borgarinnar verði fjölskulduvænir vinnustaðir. Að mínu mati er nauðsynlegt að foreldrar, kennarar og Reykjavíkurborg taki höndum saman og leggist á eitt við að bæta virðingu og traust til grunnskólans og fólksins sem heldur starfi þeirra uppi, kennurunum. Ef við aukum virðingu nemenda fyrir kennurum þá munum við ekki aðeins létta óþörfu álagi af kennurum, heldur stórbæta skólastarfið, öllum, og þó sérstaklega nemendum til hagsbóta. Leggjumst saman á eitt og bætum grunnskólana okkar – í allra þágu!Guðbjörg Magnúsdóttir, grunnskólakennari skipar 8 sæti á framboðslista Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sem grunnskólakennari og móðir barna á grunnskólaaldri hef ég oft á tíðum bæði fengið að finna það á eigin skinni og hlustað á aðra foreldra tala um hversu lítil virðing er borin fyrir grunnskólakennurum. Ég hef oft á tíðum í minni vinnu fengið foreldra með mér í lið til að aðstoða nemendur að tækla ýmiskonar erfiðleika sem verða á vegi þeirra. Oftast gengur það virkilega vel, en því miður kemur fyrir að grunnskólakennarar finni að foreldrarnir treysti kennarum ekki fyllilega fyrir börnunum sínum.Samvinna skóla og heimilaGrunnskólakennarar hafa því miður ekki nógu góða ímynd í samfélaginu. Þetta finnum við kennarar oft hjá nemendum okkar. Maður hefur heyrt nemendur tala um að kennarar geri ekki annað en að röfla, nenni ekki að vinna og séu alltaf í fríi eða nöldra yfir því að fá ekki nógu há laun. Að sjálfsögðu er þetta ekki komið frá krökkunum, heldur eru þau að hafa eftir eitthvað sem þau hafa heyrt heima. Virðingarleysi við skólareglum er af sama meiði. Krakkar eru í símanum í miðri kennslustund og leggja hann ekki frá sér þrátt fyrir tilmæli. Þau eru að þvælast um skólastofuna eða ganga út úr kennslustund án þess að biðja um leyfi. Þetta er mjög slæm þróun og getur leitt til þess að nemendur hætta að bera virðingu fyrir kennurum og því sem þeir biðja nemendur um að gera. Samvinna milli heimilis og skóla er það sem gerir gæfumuninn í starfi okkar grunnskólakennara. Menntun og uppeldi barnanna gerist bæði á heimilunum og í skólunum. Við kennarar erum fagmanneskjur, en foreldrarnir þekkja sín börn auðvitað best. Saman náum við bestum árangri þegar við vinnum saman og sýnum hvort öðru skilning og virðingu, og styðjum hvort annað.Aukum virðingu fyrir kennurumVið þurfum að taka höndum saman og bæta ímynd kennara og auka virðingu fyrir störfum þeirra. Ég tel að eitt af helstu verkefnum nýrrar borgarstjórnar eigi að vera að vinna með grunnskólakennurum að því að auka auka virðingu fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er í skólum borgarinnar. Við eigum að tala upp skólana, og hætta að tala þá niður. Við þurfum að taka á agavandamálum í skóla og virðingaleysi nemenda gagnvart kennurum og styrkja og auka samvinnu milli heimila og skóla. Það myndi létta álag á kennurum og auðvelda þeim að einbeita sér að kennslu, í stað þess að halda uppi aga í kennslustofunni.Léttum álagi og minnkum streituKennarar eru undir gríðarlegu álagi. Bugun og þreyta í grunnskólum borgarinnar er alvarlegt vandamál. Hér þarf borgin að koma til móts við kennara með styttingu vinnuvikunnar og auknu faglegu sjálfstæði. Mál sem við í Vinstri grænum höfum lagt áherslu á. Við viljum líka að grunnskólar borgarinnar verði fjölskulduvænir vinnustaðir. Að mínu mati er nauðsynlegt að foreldrar, kennarar og Reykjavíkurborg taki höndum saman og leggist á eitt við að bæta virðingu og traust til grunnskólans og fólksins sem heldur starfi þeirra uppi, kennurunum. Ef við aukum virðingu nemenda fyrir kennurum þá munum við ekki aðeins létta óþörfu álagi af kennurum, heldur stórbæta skólastarfið, öllum, og þó sérstaklega nemendum til hagsbóta. Leggjumst saman á eitt og bætum grunnskólana okkar – í allra þágu!Guðbjörg Magnúsdóttir, grunnskólakennari skipar 8 sæti á framboðslista Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun