Sjö fórust í verstu árásinni í tvo áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2018 09:00 Árásin var sú hrottalegasta í áratugi í Ástralíu og mun skilja eftir sig djúpt sár í áströlsku samfélagi. Vísir/EPA Sjö, þar af fjögur börn, fundust látin í smábænum Osmington á suðvesturströnd Ástralíu seint á fimmtudagskvöld. Samkvæmt ástralska ABC News var um að ræða þrjá ættliði sömu fjölskyldu, fjögur börn, móður þeirra, ömmu og afa. Tvær byssur fundust á vettvangi og staðfesti Chris Dawson lögreglustjóri að skotsár væru á hinum látnu. Lögregla vildi þó ekki staðfesta hvort árásin flokkaðist sem fjöldaskotárás. Þá staðfesti lögregla ekki heldur að árásarmaðurinn hefði verið einn hinna látnu, líkt og ástralskir fjölmiðlar hafa sumir haldið fram. „Þessi harmleikur mun koma til með að hafa varanleg áhrif á fjölskylduna, samfélagið í kring og reyndar öll samfélög hér á suðvesturströndinni,“ sagði Dawson á blaðamannafundi Ljóst er að samfélagið í Osmington er slegið. Felicity Haynes, vinur fjölskyldunnar, sagði í samtali við 9 News að málið væri hryllilegt. „Manni verður bara óglatt. Ég hélt að svona lagað gæti ekki gerst hér. Þetta var gott fólk. Þetta er ekki sanngjarnt, þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Haynes. Washington Post greindi frá því í gær að um væri að ræða verstu fjöldaskotárás í Ástralíu í 22 ár, eða allt frá því 35 voru myrt og 23 særð þegar Martin Bryant hóf skotárás á Port Arthur í Tasmaníu árið 1996. Bryant afplánar nú 35 lífstíðardóma auk 1.035 ára í fangelsi án möguleika á reynslulausn. Í gegnum tíðina hefur hann gefið mismunandi ástæður fyrir árásinni. Meðal annars sagst hafa gert árásina til þess að eftir honum yrði munað. Bryant skaut á fólk með Colt AR-15, hálfsjálfvirkum riffli, en eftir árásina kom John Howard, þá nýorðinn forsætisráðherra, á strangri byssulöggjöf. Löggjöfin kallast National Firearms Agreement, eða NFA, og felur í sér bann við eign, framleiðslu og sölu allra hálfsjálfvirkra skotvopna og haglabyssna nema í algjörum undantekningartilfellum. Þá þurfa allir sem vilja kaupa skotvopn að bíða í 28 daga eftir leyfi. Þurfa byssukaupendur jafnframt að sækja námskeið um örugga meðferð skotvopna. Mikill einhugur var um löggjöfina í Ástralíu. Í könnun frá sama ári sögðust 95 prósent Ástrala hlynnt löggjöfinni. Þeir fáu sem stóðu gegn henni sögðu lögin ekki til þess fallin að draga úr skotárásum. Glæpirnir yrðu einungis verri þar sem fórnarlömbin hefðu ekki greiðan aðgang að skotvopnum til að verja sig. Á tuttugu ára afmæli löggjafarinnar árið 2016 fjallaði Washington Post um áhrif hennar og tók fram að engin fjöldaskotárás hefði verið gerð frá því löggjöfinni var komið á. Þá hefði sjálfsmorðstíðni lækkað en tíðni morða er framin voru með skotvopni hefði staðið í stað. Rannsókn ástralska dagblaðsins The Age frá sama ári leiddi hins vegar í ljós að byssutengdum glæpum hafði fjölgað á undanförnum fimm árum í Melbourne. Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Sjö, þar af fjögur börn, fundust látin í smábænum Osmington á suðvesturströnd Ástralíu seint á fimmtudagskvöld. Samkvæmt ástralska ABC News var um að ræða þrjá ættliði sömu fjölskyldu, fjögur börn, móður þeirra, ömmu og afa. Tvær byssur fundust á vettvangi og staðfesti Chris Dawson lögreglustjóri að skotsár væru á hinum látnu. Lögregla vildi þó ekki staðfesta hvort árásin flokkaðist sem fjöldaskotárás. Þá staðfesti lögregla ekki heldur að árásarmaðurinn hefði verið einn hinna látnu, líkt og ástralskir fjölmiðlar hafa sumir haldið fram. „Þessi harmleikur mun koma til með að hafa varanleg áhrif á fjölskylduna, samfélagið í kring og reyndar öll samfélög hér á suðvesturströndinni,“ sagði Dawson á blaðamannafundi Ljóst er að samfélagið í Osmington er slegið. Felicity Haynes, vinur fjölskyldunnar, sagði í samtali við 9 News að málið væri hryllilegt. „Manni verður bara óglatt. Ég hélt að svona lagað gæti ekki gerst hér. Þetta var gott fólk. Þetta er ekki sanngjarnt, þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Haynes. Washington Post greindi frá því í gær að um væri að ræða verstu fjöldaskotárás í Ástralíu í 22 ár, eða allt frá því 35 voru myrt og 23 særð þegar Martin Bryant hóf skotárás á Port Arthur í Tasmaníu árið 1996. Bryant afplánar nú 35 lífstíðardóma auk 1.035 ára í fangelsi án möguleika á reynslulausn. Í gegnum tíðina hefur hann gefið mismunandi ástæður fyrir árásinni. Meðal annars sagst hafa gert árásina til þess að eftir honum yrði munað. Bryant skaut á fólk með Colt AR-15, hálfsjálfvirkum riffli, en eftir árásina kom John Howard, þá nýorðinn forsætisráðherra, á strangri byssulöggjöf. Löggjöfin kallast National Firearms Agreement, eða NFA, og felur í sér bann við eign, framleiðslu og sölu allra hálfsjálfvirkra skotvopna og haglabyssna nema í algjörum undantekningartilfellum. Þá þurfa allir sem vilja kaupa skotvopn að bíða í 28 daga eftir leyfi. Þurfa byssukaupendur jafnframt að sækja námskeið um örugga meðferð skotvopna. Mikill einhugur var um löggjöfina í Ástralíu. Í könnun frá sama ári sögðust 95 prósent Ástrala hlynnt löggjöfinni. Þeir fáu sem stóðu gegn henni sögðu lögin ekki til þess fallin að draga úr skotárásum. Glæpirnir yrðu einungis verri þar sem fórnarlömbin hefðu ekki greiðan aðgang að skotvopnum til að verja sig. Á tuttugu ára afmæli löggjafarinnar árið 2016 fjallaði Washington Post um áhrif hennar og tók fram að engin fjöldaskotárás hefði verið gerð frá því löggjöfinni var komið á. Þá hefði sjálfsmorðstíðni lækkað en tíðni morða er framin voru með skotvopni hefði staðið í stað. Rannsókn ástralska dagblaðsins The Age frá sama ári leiddi hins vegar í ljós að byssutengdum glæpum hafði fjölgað á undanförnum fimm árum í Melbourne.
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira