Öld síðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. maí 2018 10:00 Þann 6. nóvember árið 1918 greindi Morgunblaðið frá óvenjulegri örtröð sem myndaðist í Apóteki P.O. Christensens í Reykjavík. Þar sótti gríðarlegur fjöldi fólks hóstasaft, kínín og aspirín. Lyfsalinn sagðist aldrei hafa séð annað eins. Hann sagði stöðuna vera einkar erfiða, enda væru 11 af 17 starfsmönnum hans veikir og restin töluvert lasin. Morgunblaðið kom ekki út daginn eftir. Rúm vika leið þangað til næsta útgáfa leit dagsins ljós. Í millitíðinni höfðu stríðandi fylkingar í fyrri heimsstyrjöldinni samið um vopnahlé. Spænska veikin barst til landsins snemma í júní árið 1918, eða fyrir nákvæmlega 100 árum. Framan af hafði þáverandi landlæknir litlar áhyggjur. Hér væri aðeins um hefðbundna inflúensu að ræða. Í októberlok sama ár sótti flensan verulega í sig veðrið og innan fárra mánaða lágu rúmlega 500 Íslendingar í valnum. Fyrst og fremst voru þetta einstaklingar á aldrinum 20 til 40 ára. Í Reykjavík sýktust 65 prósent íbúa af spænsku veikinni, eða í kringum 10 þúsund manns. Heimsfaraldurinn sem geisaði á sama tíma kostaði um 50 til 100 milljónir manna lífið. Rétt eins og við minnumst þess þegar þjóðfáninn var fyrst dreginn að húni síðla árs 1918 eigum við að minnast þeirra Íslendinga sem létust í faraldrinum hér á landi. Þeirra Íslendinga sem létust í lyfjaskorti og úrræðaleysi, voru fluttir í bráðabirgða líkhús og jarðsettir í fjöldagrafreitum í Hólavallagarði, og hvíla þar enn í ómerktum gröfum. Kenna ætti um tilurð, afleiðingar og harmleik spænsku veikinnar, rétt eins og við kennum goðsögnina um fullvalda og sjálfstætt Íslands. Því sögu þessa versta heimsfaraldurs sem við þekkjum er á vissan hátt enn ólokið. Síðan 1919 hafa heimsfaraldrar inflúensu riðið yfir tvisvar, árin 1957 og 1968. Árið 2009 geisaði síðan skæður stofn veirunnar víða, þar á meðal hér á landi, þar sem tveir létust og 20 aðrir voru í bráðri hættu. Nýr heimsfaraldur inflúensu er óumflýjanlegur og hann getur skollið á með stuttum fyrirvara. Heimurinn hefur aldrei verið jafn tengdur og nú, samgöngur landa á milli aldrei meiri og smitleiðirnar því víða. Ekki er sjálfgefið að eiga vin í neyð og það að stóla á aðstoð annarra þegar heimsfaraldur geisar er ekki ráðlegt. Hér á landi hefur mikilvægt starf verið unnið til að takast á við inflúensufaraldur, en til að slík áætlun sé skilvirk þarf upplýsingagjöf til almennings að vera forgangsatriði. Útbreiðsla skæðrar inflúensu verður ekki stöðvuð, en hægt er að kæfa heimsfaraldur í fæðingu. Þær sögulegu heimildir sem til eru um spænsku veikina hér á landi varpa einstöku ljósi á þjóð sem stendur á tímamótum. Um leið sýna þær fram á hversu viðkvæmt sjálfstæði getur verið, því ef eitthvað getur knésett þjóð þá er það það að vera ekki samstíga og meðvituð um þær hættur sem fylgja næsta heimsfaraldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Þann 6. nóvember árið 1918 greindi Morgunblaðið frá óvenjulegri örtröð sem myndaðist í Apóteki P.O. Christensens í Reykjavík. Þar sótti gríðarlegur fjöldi fólks hóstasaft, kínín og aspirín. Lyfsalinn sagðist aldrei hafa séð annað eins. Hann sagði stöðuna vera einkar erfiða, enda væru 11 af 17 starfsmönnum hans veikir og restin töluvert lasin. Morgunblaðið kom ekki út daginn eftir. Rúm vika leið þangað til næsta útgáfa leit dagsins ljós. Í millitíðinni höfðu stríðandi fylkingar í fyrri heimsstyrjöldinni samið um vopnahlé. Spænska veikin barst til landsins snemma í júní árið 1918, eða fyrir nákvæmlega 100 árum. Framan af hafði þáverandi landlæknir litlar áhyggjur. Hér væri aðeins um hefðbundna inflúensu að ræða. Í októberlok sama ár sótti flensan verulega í sig veðrið og innan fárra mánaða lágu rúmlega 500 Íslendingar í valnum. Fyrst og fremst voru þetta einstaklingar á aldrinum 20 til 40 ára. Í Reykjavík sýktust 65 prósent íbúa af spænsku veikinni, eða í kringum 10 þúsund manns. Heimsfaraldurinn sem geisaði á sama tíma kostaði um 50 til 100 milljónir manna lífið. Rétt eins og við minnumst þess þegar þjóðfáninn var fyrst dreginn að húni síðla árs 1918 eigum við að minnast þeirra Íslendinga sem létust í faraldrinum hér á landi. Þeirra Íslendinga sem létust í lyfjaskorti og úrræðaleysi, voru fluttir í bráðabirgða líkhús og jarðsettir í fjöldagrafreitum í Hólavallagarði, og hvíla þar enn í ómerktum gröfum. Kenna ætti um tilurð, afleiðingar og harmleik spænsku veikinnar, rétt eins og við kennum goðsögnina um fullvalda og sjálfstætt Íslands. Því sögu þessa versta heimsfaraldurs sem við þekkjum er á vissan hátt enn ólokið. Síðan 1919 hafa heimsfaraldrar inflúensu riðið yfir tvisvar, árin 1957 og 1968. Árið 2009 geisaði síðan skæður stofn veirunnar víða, þar á meðal hér á landi, þar sem tveir létust og 20 aðrir voru í bráðri hættu. Nýr heimsfaraldur inflúensu er óumflýjanlegur og hann getur skollið á með stuttum fyrirvara. Heimurinn hefur aldrei verið jafn tengdur og nú, samgöngur landa á milli aldrei meiri og smitleiðirnar því víða. Ekki er sjálfgefið að eiga vin í neyð og það að stóla á aðstoð annarra þegar heimsfaraldur geisar er ekki ráðlegt. Hér á landi hefur mikilvægt starf verið unnið til að takast á við inflúensufaraldur, en til að slík áætlun sé skilvirk þarf upplýsingagjöf til almennings að vera forgangsatriði. Útbreiðsla skæðrar inflúensu verður ekki stöðvuð, en hægt er að kæfa heimsfaraldur í fæðingu. Þær sögulegu heimildir sem til eru um spænsku veikina hér á landi varpa einstöku ljósi á þjóð sem stendur á tímamótum. Um leið sýna þær fram á hversu viðkvæmt sjálfstæði getur verið, því ef eitthvað getur knésett þjóð þá er það það að vera ekki samstíga og meðvituð um þær hættur sem fylgja næsta heimsfaraldri.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun