Öld síðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. maí 2018 10:00 Þann 6. nóvember árið 1918 greindi Morgunblaðið frá óvenjulegri örtröð sem myndaðist í Apóteki P.O. Christensens í Reykjavík. Þar sótti gríðarlegur fjöldi fólks hóstasaft, kínín og aspirín. Lyfsalinn sagðist aldrei hafa séð annað eins. Hann sagði stöðuna vera einkar erfiða, enda væru 11 af 17 starfsmönnum hans veikir og restin töluvert lasin. Morgunblaðið kom ekki út daginn eftir. Rúm vika leið þangað til næsta útgáfa leit dagsins ljós. Í millitíðinni höfðu stríðandi fylkingar í fyrri heimsstyrjöldinni samið um vopnahlé. Spænska veikin barst til landsins snemma í júní árið 1918, eða fyrir nákvæmlega 100 árum. Framan af hafði þáverandi landlæknir litlar áhyggjur. Hér væri aðeins um hefðbundna inflúensu að ræða. Í októberlok sama ár sótti flensan verulega í sig veðrið og innan fárra mánaða lágu rúmlega 500 Íslendingar í valnum. Fyrst og fremst voru þetta einstaklingar á aldrinum 20 til 40 ára. Í Reykjavík sýktust 65 prósent íbúa af spænsku veikinni, eða í kringum 10 þúsund manns. Heimsfaraldurinn sem geisaði á sama tíma kostaði um 50 til 100 milljónir manna lífið. Rétt eins og við minnumst þess þegar þjóðfáninn var fyrst dreginn að húni síðla árs 1918 eigum við að minnast þeirra Íslendinga sem létust í faraldrinum hér á landi. Þeirra Íslendinga sem létust í lyfjaskorti og úrræðaleysi, voru fluttir í bráðabirgða líkhús og jarðsettir í fjöldagrafreitum í Hólavallagarði, og hvíla þar enn í ómerktum gröfum. Kenna ætti um tilurð, afleiðingar og harmleik spænsku veikinnar, rétt eins og við kennum goðsögnina um fullvalda og sjálfstætt Íslands. Því sögu þessa versta heimsfaraldurs sem við þekkjum er á vissan hátt enn ólokið. Síðan 1919 hafa heimsfaraldrar inflúensu riðið yfir tvisvar, árin 1957 og 1968. Árið 2009 geisaði síðan skæður stofn veirunnar víða, þar á meðal hér á landi, þar sem tveir létust og 20 aðrir voru í bráðri hættu. Nýr heimsfaraldur inflúensu er óumflýjanlegur og hann getur skollið á með stuttum fyrirvara. Heimurinn hefur aldrei verið jafn tengdur og nú, samgöngur landa á milli aldrei meiri og smitleiðirnar því víða. Ekki er sjálfgefið að eiga vin í neyð og það að stóla á aðstoð annarra þegar heimsfaraldur geisar er ekki ráðlegt. Hér á landi hefur mikilvægt starf verið unnið til að takast á við inflúensufaraldur, en til að slík áætlun sé skilvirk þarf upplýsingagjöf til almennings að vera forgangsatriði. Útbreiðsla skæðrar inflúensu verður ekki stöðvuð, en hægt er að kæfa heimsfaraldur í fæðingu. Þær sögulegu heimildir sem til eru um spænsku veikina hér á landi varpa einstöku ljósi á þjóð sem stendur á tímamótum. Um leið sýna þær fram á hversu viðkvæmt sjálfstæði getur verið, því ef eitthvað getur knésett þjóð þá er það það að vera ekki samstíga og meðvituð um þær hættur sem fylgja næsta heimsfaraldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 6. nóvember árið 1918 greindi Morgunblaðið frá óvenjulegri örtröð sem myndaðist í Apóteki P.O. Christensens í Reykjavík. Þar sótti gríðarlegur fjöldi fólks hóstasaft, kínín og aspirín. Lyfsalinn sagðist aldrei hafa séð annað eins. Hann sagði stöðuna vera einkar erfiða, enda væru 11 af 17 starfsmönnum hans veikir og restin töluvert lasin. Morgunblaðið kom ekki út daginn eftir. Rúm vika leið þangað til næsta útgáfa leit dagsins ljós. Í millitíðinni höfðu stríðandi fylkingar í fyrri heimsstyrjöldinni samið um vopnahlé. Spænska veikin barst til landsins snemma í júní árið 1918, eða fyrir nákvæmlega 100 árum. Framan af hafði þáverandi landlæknir litlar áhyggjur. Hér væri aðeins um hefðbundna inflúensu að ræða. Í októberlok sama ár sótti flensan verulega í sig veðrið og innan fárra mánaða lágu rúmlega 500 Íslendingar í valnum. Fyrst og fremst voru þetta einstaklingar á aldrinum 20 til 40 ára. Í Reykjavík sýktust 65 prósent íbúa af spænsku veikinni, eða í kringum 10 þúsund manns. Heimsfaraldurinn sem geisaði á sama tíma kostaði um 50 til 100 milljónir manna lífið. Rétt eins og við minnumst þess þegar þjóðfáninn var fyrst dreginn að húni síðla árs 1918 eigum við að minnast þeirra Íslendinga sem létust í faraldrinum hér á landi. Þeirra Íslendinga sem létust í lyfjaskorti og úrræðaleysi, voru fluttir í bráðabirgða líkhús og jarðsettir í fjöldagrafreitum í Hólavallagarði, og hvíla þar enn í ómerktum gröfum. Kenna ætti um tilurð, afleiðingar og harmleik spænsku veikinnar, rétt eins og við kennum goðsögnina um fullvalda og sjálfstætt Íslands. Því sögu þessa versta heimsfaraldurs sem við þekkjum er á vissan hátt enn ólokið. Síðan 1919 hafa heimsfaraldrar inflúensu riðið yfir tvisvar, árin 1957 og 1968. Árið 2009 geisaði síðan skæður stofn veirunnar víða, þar á meðal hér á landi, þar sem tveir létust og 20 aðrir voru í bráðri hættu. Nýr heimsfaraldur inflúensu er óumflýjanlegur og hann getur skollið á með stuttum fyrirvara. Heimurinn hefur aldrei verið jafn tengdur og nú, samgöngur landa á milli aldrei meiri og smitleiðirnar því víða. Ekki er sjálfgefið að eiga vin í neyð og það að stóla á aðstoð annarra þegar heimsfaraldur geisar er ekki ráðlegt. Hér á landi hefur mikilvægt starf verið unnið til að takast á við inflúensufaraldur, en til að slík áætlun sé skilvirk þarf upplýsingagjöf til almennings að vera forgangsatriði. Útbreiðsla skæðrar inflúensu verður ekki stöðvuð, en hægt er að kæfa heimsfaraldur í fæðingu. Þær sögulegu heimildir sem til eru um spænsku veikina hér á landi varpa einstöku ljósi á þjóð sem stendur á tímamótum. Um leið sýna þær fram á hversu viðkvæmt sjálfstæði getur verið, því ef eitthvað getur knésett þjóð þá er það það að vera ekki samstíga og meðvituð um þær hættur sem fylgja næsta heimsfaraldri.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar